Prentað þann 21. des. 2024
674/2017
Reglugerð um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis.
1. gr. Innleiðing.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 frá 21. október 2009 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1774/2002 (reglugerð um aukaafurðir úr dýrum). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2015, frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1152 og einnig sem fylgiskjal I við reglugerð þessa.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 142/2011 frá 25. febrúar 2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2015, frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 203 og einnig sem fylgiskjal II við reglugerð þessa.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 749/2011 frá 29. júlí 2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2015, frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1185 og einnig sem fylgiskjal III við reglugerð þessa.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1063/2012 frá 13. nóvember 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2015, frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1205 og einnig sem fylgiskjal IV við reglugerð þessa.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1097/2012 frá 23. nóvember 2012 um breytingu, með tilliti til sendinga á aukaafurðum úr dýrum og afleiddum afurðum milli aðildarríkjanna, á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 182/2013, frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64, frá 14. nóvember 2013, bls. 165 og einnig sem fylgiskjal V við reglugerð þessa.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 294/2013 frá 14. mars 2013 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirlit með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 198/2015, frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1223 og einnig sem fylgiskjal VI við reglugerð þessa.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 717/2013 frá 25. júlí 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar upplýsingar um velferð dýra í tilteknum fyrirmyndum að heilbrigðisvottorðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 199/2015, frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1280 og einnig sem fylgiskjal VII við reglugerð þessa.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 555/2013 frá 14. júní 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar umflutning á tilteknum aukaafurðum úr dýrum frá Bosníu og Hersegóvínu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2015, frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1213 og einnig sem fylgiskjal VIII við reglugerð þessa.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 592/2014 frá 3. júní 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar notkun aukaafurða úr dýrum og afleiddra afurða sem eldsneyti í brennsluverum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2015, frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1215 og einnig sem fylgiskjal IX við reglugerð þessa.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/9 frá 6. janúar 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 200/2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1298 og einnig sem fylgiskjal X við reglugerð þessa.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/172 frá 1. febrúar 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar vinnslubreytur fyrir ummyndun aukaafurða úr dýrum í lífgas eða moltu, skilyrði fyrir innflutningi á gæludýrafóðri og fyrir útflutningi á unnum húsdýraáburði. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 155/2017, frá 22. september 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 67, frá 19. október 2017, bls. 71.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/786 frá 8. maí 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar skilgreiningar á fiskimjöli og fiskilýsi. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 155/2017, frá 22. september 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 67, frá 19. október 2017, bls. 429.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/893 frá 24. maí 2017 um breytingu á I. og IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 og X., XIV. og XV. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar ákvæði um unnið dýraprótín. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 211/2017, frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 1.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1261 frá 12. júlí 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar staðgönguaðferð við vinnslu á tiltekinni bræddri fitu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2018, frá 9. febrúar 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14, frá 8. mars 2018, bls. 368.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1262 frá 12. júlí 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar notkun húsdýraáburðar úr alidýrum sem eldsneyti í brennsluverum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2018, frá 9. febrúar 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14, frá 8. mars 2018, bls. 172.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1084 frá 25. júní 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar samræmingu á skrá yfir samþykkt eða skráð fyrirtæki, stöðvar, rekstraraðila og rekjanleika tiltekinna aukaafurða úr dýrum og afleiddra afurða. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 249/2019, frá 25. október 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 92, frá 14. nóvember 2019, bls. 56.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1177 frá 10. júlí 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar innflutning á gelatíni, bragðbætandi innyflaafurðum og bræddri fitu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 274/2019, frá 13. desember 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, frá 30. janúar 2020, bls. 61.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/319 frá 6. febrúar 2019 um breytingu á IX. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 og XV. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar heilbrigðisvottun við innflutning til Sambandsins er varðar smitandi svampheilakvilla. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 68/2020, frá 12. júní 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50, frá 23. júlí 2020, bls. 466.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/207 frá 14. febrúar 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar innflutning á gæludýrafóðri frá Sádi-Arabíu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 177/2020, frá 11. desember 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 28. janúar 2021, bls. 455.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/735 frá 2. júní 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar notkun kjöt- og beinamjöls sem eldsneyti í brennsluverum. Reglugerðin var felld inn EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 178/2020, frá 11. desember 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 28. janúar 2021, bls. 458.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/757 frá 8. júní 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar rekjanleika tiltekinna aukaafurða úr dýrum og afleiddra afurða. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 178/2020, frá 11. desember 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 28. janúar 2021, bls. 462.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/762 frá 9. júní 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar örverufræðilega staðla fyrir hrátt gæludýrafóður, kröfur varðandi samþykkt fyrirtæki, tæknilegar vinnslubreytur sem gilda um staðgönguaðferðina Brookes-gösun og vatnsrof bræddrar fitu og útflutning á unnum húsdýraáburði og tilteknum tegundum blóðs, blóðafurða og millistigsafurða. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 178/2020, frá 11. desember 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 28. janúar 2021, bls. 465.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/797 frá 17. júní 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar kröfur vegna aukaafurða úr dýrum og afleiddra afurða sem eru upprunnar í Sambandinu og fara þangað aftur eftir að þriðja land hefur synjað um innflutning. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 178/2020, frá 11. desember 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 28. janúar 2021, bls. 470.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1720 frá 17. nóvember 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar innflutning á gæludýrafóðri frá Georgíu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2021, frá 19. mars 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, frá 8. apríl 2021, bls. 158.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/899 frá 3. júní 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar umbreytingarráðstafanir varðandi útflutning á kjöt‑ og beinamjöli sem eldsneyti til brennslu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 1/2022, frá 4. febrúar 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 18, frá 17. febrúar 2022, bls. 170.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1891 um breytingu á XIV. og XV. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar innflutning til Sambandsins og umflutning gegnum það á aukaafurðum úr dýrum og afleiddum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 62.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1925 um breytingu á tilteknum viðaukum við reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar kröfur um setningu tiltekinna skordýravara á markað og aðlögun afmörkunaraðferðar. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 83.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1699 um breytingu á VIII. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar fyrirmynd að heilbrigðisvottorði vegna tilflutninga á sendingum af aukaafurðum úr dýrum frá takmörkunarsvæðum sem komið var á fót til forvarna og varna gegn tilteknum skráðum sjúkdómum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 35.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1929 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar skilyrði fyrir útflutningi á tilteknum lífrænum áburði og jarðvegsbætum sem innihalda efni í 2. flokki. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 105/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 199.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/384 frá 4. mars 2022 um breytingu á XIV. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar aðlögun á skránum yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða svæði þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir til Sambandsins. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 250/2023, frá 27. október 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83, frá 16. nóvember 2023, bls. 193.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1605 frá 22. maí 2023 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 að því er varðar ákvörðun á endapunktum í framleiðsluferli tiltekins lífræns áburðar og tiltekinna jarðvegsbæta. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 675.
2. gr. Gildissvið.
Reglugerð þessi tekur ekki til sjávarspendýra.
3. gr. Lögbær yfirvöld.
Matvælastofnun gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds í reglugerðum skv. 1. gr.
4. gr. Samþykki fyrir fyrirtækjum eða stöðvum.
Fyrirtæki eða stöðvar, sbr. 24. gr. reglugerðar (EB) nr. 1069/2009, sbr. 1. gr., skulu hafa viðeigandi leyfi stjórnvalda samkvæmt lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og/eða lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
Þeim sem veita starfsleyfi samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, skulu tilkynna til Matvælastofnunar ef fyrirtæki eða stöð sinnir starfsemi sem fellur undir ákvæði reglugerðar (EB) nr. 1069/2009, sbr. 1. gr.
5. gr. Eftirlit.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerða skv. 1. gr. sé framfylgt.
6. gr. Notkun á moltu og kjötmjöli á beitilönd eða lönd sem notuð eru til fóðurgerðar.
Ef nýta á land til beitar eða fóðurframleiðslu má ekki bera á það moltu eða kjötmjöl síðar en 1. desember árið áður og skal landið þá friðað fyrir beit a.m.k. til 1. apríl.
Þó er heimilt að bera moltu og kjötmjöl að vori á land sem síðan er unnið til túnræktar, kornræktar eða til ræktunar einærra fóðurjurta, enda sé borið á landið áður en jarðvinnsla fer fram þannig að moltan eða kjötmjölið gangi niður í jarðveginn.
Ekki er heimilt að bera kjötmjöl á frosna eða snæviþakta jörð.
Umbúðir og fylgiseðlar áburðar úr kjötmjöli og moltu skulu merktar með eftirfarandi áletrun: "Lífrænn áburður eða jarðvegsbætandi efni - Ef nýta á land til beitar eða fóðurframleiðslu má ekki bera á það moltu eða kjötmjöl síðar en 1. desember árið áður og skal landið þá friðað fyrir beit a.m.k. til 1. apríl. Efnið má plægja niður í flög að vori, sem ætluð eru til nýræktar eða ræktunar einærra fóðurjurta."
7. gr. Markaðssetning og notkun á kjötmjöli sem áburði.
Kjötmjöl, sem er markaðssett eða notað sem áburður skal blandað með nægu magni af viðurkenndum efnum, sem hindra að það sé notað sem fóður. Þessi efni geta verið kalk, húsdýraáburður, húsdýraþvag, molta eða leifar frá lífgasframleiðslu eða önnur efni t.d. ólífrænn áburður, sem eru óæt og fyrirbyggja nýtingu kjötmjölsins í fóður. Efnin skulu vera viðurkennd af Matvælastofnun og skal blöndunin fara fram á framleiðslustað kjötmjölsins.
7. gr. a
Eftirtalin varnarsvæði, eins og þau eru skilgreind í 3. gr. auglýsingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma nr. 88/2018 teljast "afskekkt svæði" í skilningi 19. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009:
Norðausturhólf, Héraðshólf, Austfjarðahólf, Suðurfjarðahólf, Suðausturlandshólf, Öræfahólf, Vestfjarðahólf eystra og Vestfjarðahólf vestra.
Auk ofantalinna varnarhólfa teljast allar eyjar við Íslandsstrendur vera afskekkt svæði.
7. gr. b
Þær undanþágur sem heimilt er að veita samkvæmt 19. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 ná ekki til:
- Sláturhúsa, kjötgeymsla og kjötvinnslustöðva sem starfa á grundvelli löggildingar skv. 2. mgr. 5. gr. laga um slátrun og sláturafurðir nr. 96/1997.
- Aukaafurða eldisdýra, eins og þær eru skilgreindar í 3. tl. 3. gr. laga um fiskeldi nr. 71/2008, sem ekki eru ætlaðar til manneldis.
- Aðila sem leyfiskyldir eru skv. 14. gr. laga um sjávarafurðir nr. 55/1998.
- Loðdýra sem ekki eru haldin sem gæludýr.
8. gr. Þvingunarúrræði og viðurlög.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt ákvæðum VII. kafla laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, og VI. kafla laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
9. gr. Lagastoð.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. og 29. gr. a laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, og 7. gr. laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
10. gr. Gildistaka.
Reglugerðin öðlast þegar gildi. Á sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 108/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis, auk áorðinna breytinga.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.