Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 9. júlí 2025

Breytingareglugerð

644/2025

Um (1.) breytingu á reglugerð nr. 511/2018, um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. REGLUGERÐ um (1.) breytingu á reglugerð nr. 511/2018, um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.

1. gr.

Í stað "Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra" í 1. mgr. og 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: Atvinnuvegaráðherra.

2. gr.

Í stað orðanna "Matvælastofnun" og "Matvælastofnunar" í 1. og 2. mgr. 2. gr., 10. tl. 3. gr., 1. mgr. 4. gr., 1., 3. og 4. mgr. 5. gr., 1. og 3. mgr. 9. gr., 1. og 2. mgr. 14. gr., 5., 6. og 7. mgr. 15. gr., 1. og 5. mgr. 16. gr. og 2., 3. og 4. mgr. 19. gr. reglugerðarinnar kemur, í viðeigandi beygingarfalli: ráðuneytið.

3. gr.

3. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Ráðuneytið og eftirlitsaðilar í umboði þess meta umsóknir og sannreyna hvort umsækjandi uppfylli skilyrði reglugerðarinnar.

4. gr.

2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Ráðuneytið skal sjá til þess að gæðahandbók sé aðgengileg fyrir framleiðendur á rafrænu formi og skal henni skilað á því formi.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. Við 1. mgr. bætist nýr stafliður, g-liður, svohljóðandi: Beitarsvæði skulu skráð frá og með 31. desember 2025. Við skráningu skulu öll beitarsvæði sem framleiðandi nýtir merkt inn á kortagrunn. Frekari leiðbeiningar og upplýsingar um kortagrunn og skráningu er að finna í Afurð.
  2. Í stað orðsins "Matvælastofnunar" í 3. mgr. kemur: Lands og skógar.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. og 3. málsl. 2. mgr. fellur niður og í staðinn kemur: Framleiðendur skulu við gerð landbótaáætlunar fyrir upprekstrarheimalönd og afrétti einnig leita umsagna Lands og skógar.
  2. 3. mgr. orðast svo: Framleiðanda er heimilt að leita leiðbeininga Lands og skógar við gerð landbótaáætlunar. Land og skógur áritar á landbótaáætlun að hún hafi verið unnin í samráði við stofnunina og sé henni samþykk.
  3. 4. mgr. orðast svo: Ráðuneytið skal leita umsagnar Lands og skógar um landbótaáætlanir sem ekki eru áritaðar af Landi og skógi. Í umsögninni skal koma fram hvort áætlunin sé í samræmi við meginreglur 13. gr., viðauka I og II og tilgreina skal tillögur að úrbótum á áætlun sem eru í samræmi við skilyrði reglugerðarinnar.

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "Landgræðslu ríkisins" í 1. mgr. kemur: Land og skóg.
  2. 4. málsl. 4. mgr. orðast svo: Land og skógur eða eftirlitsaðili skv. 2. mgr. 2. gr. skal upplýsa ráðuneytið um þau tilvik þar sem árangur er ekki metinn fullnægjandi.

8. gr.

17. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Land og skógur eða eftirlitsaðili skv. 2. mgr. 2. gr. hefur eftirlit með landnýtingu framleiðenda í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu og landbótaáætlun ef um hana er að ræða. Eftirlit skal byggt á tilviljunarkenndu úrtaki úr hópi framleiðenda, ásetningstölum og III. kafla laga um afréttamálefni, fjallskil o.fl., nr. 6/1986.

Land og skógur eða eftirlitsaðili skv. 2. mgr. 2. gr. skal við eftirlit kanna hvort framleiðandi hafi heimild til nýtingar á því landi sem hann tilgreinir í umsókn sinni og getur krafið framleiðanda um gögn því til sönnunar. Framleiðandi sem vísvitandi nýtir land án heimildar uppfyllir ekki skilyrði um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Heimilt er að fella niður greiðslur þegar sýnt þykir að framleiðandi hafi vísvitandi nýtt land án heimildar, m.a. með hliðsjón af rafrænni beitarskráningu. Ráðuneytið skal upplýsa landeiganda um beitarafnot annarra á jörð hans ef landeigandi óskar þess.

9. gr.

18. gr. reglugerðarinnar verður með fyrirsögninni "Eftirlit" og verður svohljóðandi:

Matvælastofnun annast eftirlit með þeim skyldum framleiðanda sem tilgreindar eru í 7.-8. og 11. gr. reglugerðarinnar. Uppfylli framleiðandi ekki skyldur sínar samkvæmt framangreindum ákvæðum skal Matvælastofnun veita frest til úrbóta. Ef frávik er skráð í annað sinn á sama skoðunaratriði telst framleiðandi ekki hafa brugðist við úrbótakröfu Matvælastofnunar og skal stofnunin senda ráðuneytinu tilkynningu um slíkt. Í kjölfarið tekur ráðuneytið ákvörðun um það hvort greiðslur til framleiðenda falli niður vegna brota á ofangreindum ákvæðum. Þegar Matvælastofnun tekur stjórnvaldsákvörðun á grundvelli 35.-38. gr. laga um velferð dýra, nr. 55/2013, til að knýja fram úrbætur hjá framleiðanda teljast skilyrði gæðastýringar ekki uppfyllt. Í slíkum tilfellum er ekki skilyrði að Matvælastofnun veiti frest til úrbóta og skal stofnunin senda ráðuneytinu tafarlaust tilkynningu um slíkt. Í kjölfarið tekur ráðuneytið ákvörðun um hvort greiðslur til framleiðenda falli niður vegna brota á ofangreindum ákvæðum.

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "stofnunin" í 2. málsl. 2. mgr. og 2. og 4. málsl. 3. mgr. kemur: ráðuneytið.
  2. 5. mgr. fellur brott.

11. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum, nr. 99/1993, 29. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, og 46. gr. laga um velferð dýra, nr. 55/2013. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvegaráðuneytinu, 23. maí 2025.

Hanna Katrín Friðriksson.

Ása Þórhildur Þórðardóttir.

B deild - Útgáfud.: 16. júní 2025

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.