Fara beint í efnið

Prentað þann 22. júlí 2024

Breytingareglugerð

611/2024

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 313/2017, um tilvísanir fyrir börn.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "í allt að tíu ár" í 4. málsl. 4. mgr. kemur: þar til barn er orðið 18 ára.
  2. Á eftir 4. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Telji sérfræðingur, sem fengið hefur barni vísað til sín frá heimilis- eða heilsugæslulækni, að það þurfi á annars konar sérfræðiþjónustu að halda en getið er í tilvísun getur hann vísað barni til annars sérfræðings.
    Þurfi barn, sem leitað hefur á sjúkrahús, á sérhæfri heilbrigðiþjónustu að halda getur læknir á sjúkrahúsinu vísað barni til annars sérfræðings.
    Hjúkrunarfræðingum sem starfa í ung- og smábarnavernd og skólaheilsugæslu er heimilt að vísa barni til talmeinafræðings.
  3. 8. mgr. hljóðar svo: Tilvísanir skulu skráðar í miðlæga sjúkraskrá.

2. gr.

2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 29. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, öðlast gildi 1. júní 2024.

Heilbrigðisráðuneytinu, 23. maí 2024.

Willum Þór Þórsson.

Sigurður Kári Árnason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.