Prentað þann 22. nóv. 2024
611/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 975/2004 um vinnu- og hvíldartíma skipverja á íslenskum fiskiskipum.
1. gr.
Við 1. mgr. 11. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi:
Með reglugerðinni eru jafnframt innleidd ákvæði tilskipunar ráðsins (ESB) 2017/159 um framkvæmd samningsins um framkvæmd samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um vinnu við fiskveiðar, 2007, sem gerður var 21. maí 2012 milli Samtaka samvinnufélaga í landbúnaði í Evrópusambandinu (Cogeca), Sambands félaga flutningaverkamanna í Evrópu (ETF) og Bandalags landssamtaka fiskveiðifyrirtækja í Evrópusambandinu (Europêche), sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 178/2021 frá 11. júní 2021. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 49/2021, frá 22. júlí 2021, bls. 164-187.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 8. og 64. gr. sjómannalaga, nr. 35/1985 og öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 18. maí 2022.
F. h. r.
Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Eggert Ólafsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.