Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 21. nóv. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 30. nóv. 2023
Sýnir breytingar gerðar 30. nóv. 2023 af rg.nr. 1296/2023

577/2013

Reglugerð um snyrtivörur.

1. gr. Lögbært yfirvald.

Umhverfisstofnun gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds, sbr. 34. gr. reglugerðar (EB) nr. 1223/2009, um snyrtivörur.

2. gr. Upplýsingar til eitrunarmiðstöðvar.

Eitrunarmiðstöð Landspítala háskólasjúkrahúss skal taka við upplýsingum um tilkynntar snyrtivörur í samræmi við 6. mgr. 13. gr. reglugerðar (EB) nr. 1223/2009.

3. gr. Merkingar snyrtivara.

Merkingar á umbúðum snyrtivara, sbr. 19. gr. reglugerðar (EB) nr. 1223/2009, skulu vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku.

Notkunarskilyrði og varnarorð skv. dálki i í III., V. og VI. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 skulu vera á íslensku. Þó er heimilt að viðvörunarmerkingar vegna flúorinnihalds í tannkremi séu á ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku. Ennfremur er heimilt að viðvörunarmerkingar vegna snytivara séu á ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku ef merkingin er eingöngu ætluð til að taka fram að snyrtivaran innihaldi tiltekið innihaldsefni.

3. gr. a. Merkingar úðabrúsa sem innihalda snyrtivörur.

Merkingar á úðabrúsum sem innihalda snyrtivörur skulu vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku. Merkingar skulu vera áletraðar á úðabrúsa þar sem eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram með skýrum, læsilegum og óafmáanlegum stöfum:

  1. Allar tegundir innihalds:

    Þrýstihylki: Getur sprungið við upphitun. Haldið frá hitagjöfum, heitum flötum, neistagjöfum, opnum eldi og öðrum íkveikivöldum. Reykingar bannaðar. Hlífið við sólarljósi. Hlífið við hærri hita en 50 °C. Ekki má gata eða brenna hylki jafnvel þótt þau séu tóm.

  2. Úðabrúsi með eldfimum efnum, 1. undirflokkur:

    Úðabrúsi með afar eldfimum efnum. Má ekki úða á opinn eld eða annan íkveikjuvald.

    Hættumerkið GHS02 eins og það kemur fyrir í V. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 sem innleidd er með reglugerð nr. 415/2014.

  3. Úðabrúsi með eldfimum efnum, 2. undirflokkur:

    Úðabrúsi með eldfimum efnum. Má ekki úða á opinn eld eða annan íkveikjuvald.

    Hættumerkið GHS02 eins og það kemur fyrir í V. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 sem innleidd er með reglugerð nr. 415/2014.

Um úðabrúsa gilda að öðru leyti ákvæði reglugerðar nr. 260/2012 um úðabrúsa.

4. gr. Framleiðsla.

Fyrirtæki sem framleiðir snyrtivörur skal hafa starfsleyfi í gildi frá viðkomandi heilbrigðisnefnd, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

5. gr. Eftirlit.

Um eftirlit með reglugerð þessari fer samkvæmt XI. kafla efnalaga nr. 61/2013. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafa eftirlit með meðferð, notkun og merkingum efna í starfsleyfisskyldri starfsemi sem heyrir undir þau starfsleyfi sem nefndin gefur út á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, sbr. 1. mgr. 6. gr. efnalaga.

6. gr. Viðurlög.

Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt XIII. og XIV. kafla efnalaga nr. 61/2013.

7. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópubandalagsins.

Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins sem vísað er til í XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins frá 30. nóvember 2009 nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49/2013, þann 5. apríl 2013 öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 28. mars 2013, bls. 524-674.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 344/2013 frá 4. apríl 2013 um breytingu á viðaukum II, III, V og VI við reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 195/2013, þann 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 271-329.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 483/2013 frá 24. maí 2013 um breytingu á viðauka III við reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 195/2013, þann 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 330-332.
  4. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 25. nóvember 2013 um viðmiðunarreglur um I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur (2013/674/ESB), sem vísað er til í tölulið 1aa, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 54/2014, þann 4. apríl 2014 öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 959-982.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1197/2013 frá 25. nóvember 2013 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2014, þann 4. apríl 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 347-406.
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 655/2013 frá 10. júlí 2013 um sameiginlegar viðmiðanir um rökstuðning fyrir fullyrðingum sem eru notaðar í tengslum við snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1b. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2014, þann 27. júní 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 54 frá 25. september 2014, bls. 465-468.
  7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 658/2013 frá 10. júlí 2013 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í 1a. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2014, þann 27. júní 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 54 frá 25. september 2014, bls. 449-464.
  8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 358/2014 frá 9. apríl 2014 um breytingu á II. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í 1a. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 184/2014, þann 25. september 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 64 frá 30. október 2014, bls. 299-303.
  9. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 866/2014 frá 8. ágúst 2014 um breytingu á III., V. og VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í 1a. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2015, þann 25. febrúar 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16 frá 19. mars 2015, 2015/EES/16/46, bls. 874-878.
  10. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1003/2014 frá 18. september 2014 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í 1a. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2015, þann 25. febrúar 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16 frá 19. mars 2015, 2015/EES/16/47, bls. 879-882.
  11. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1004/2014 frá 18. september 2014 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í 1a. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2015, þann 25. febrúar 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16 frá 19. mars 2015, 2015/EES/16/48, bls. 883-886.
  12. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1190 frá 20. júlí 2015 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í 1a. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 267/2015, þann 30. október 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 10. desember 2015, bls. 480-486.
  13. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1298 frá 28. júlí 2015 um breytingu á II. og VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í 1a. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 268/2015, þann 30. október 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 10. desember 2015, bls. 487-488.
  14. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/621 frá 21. apríl 2016 um breytingu á VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í 1a. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 150/2016, þann 8. júlí 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 52 frá 22. september 2016, bls. 226-228.
  15. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/622 frá 21. apríl 2016 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í 1a. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 150/2016, þann 8. júlí 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 52 frá 22. september 2016, bls. 229-232.
  16. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/314 frá 4. mars 2016 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í 1a. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 119/2016, þann 3. júní 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 18. ágúst 2016, bls. 428-430.
  17. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1120 frá 11. júlí 2016 um breytingu á IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í 1a. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 185/2016, þann 23. september 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 976-978.
  18. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1121 frá 11. júlí 2016 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í 1a. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 185/2016, þann 23. september 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 979-981.
  19. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1143 frá 13. júlí 2016 um breytingu á VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í 1a. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 185/2016, þann 23. september 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 982-985.
  20. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1198 frá 4. mars 2016 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í 1a. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 186/2016, þann 23. september 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 986-1006.
  21. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/237 frá 10. febrúar 2017 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur sem vísað er til í tölul. 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 135/2017, þann 7. júlí 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48 frá 3. ágúst 2017, bls. 320-344.
  22. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/238 frá 10. febrúar 2017 um breytingu á VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur sem vísað er til í tölul. 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 135/2017, þann 7. júlí 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48 frá 3. ágúst 2017, bls. 345-346.
  23. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1224 frá 6. júlí 2017 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölul. 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 196/2017, þann 27. október 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 16. nóvember 2017, bls. 42-44.
  24. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1410 frá 2. ágúst 2017 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230/2017, þann 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 7 frá 1. febrúar 2018, bls. 449-451.
  25. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1413 frá 3. ágúst 2017 um breytingu á IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230/2017, þann 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 7 frá 1. febrúar 2018, bls. 452-454.
  26. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2228 frá 4. desember 2017 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2018 frá 23. mars 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 29 frá 5. maí 2018, bls. 1-4.
  27. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/978 frá 9. júlí 2018 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 188/2018 frá 21. september 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 72 frá 8. nóvember 2018, bls. 154-157.
  28. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/885 frá 20. júní 2018 um breytingu á VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2018 frá 21. september 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 64 frá 27. september 2018, bls. 100-103.
  29. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1847 frá 26. nóvember 2018 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 123/2019 frá 8. maí 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 44 frá 29. maí 2019, bls. 154-156.
  30. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/680 frá 30. apríl 2019 um breytingu á VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230/2019 frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 82 frá 10. október 2019, bls. 172-173.
  31. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/681 frá 30. apríl 2019 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230/2019 frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 82 frá 10. október 2019, bls. 174-175.
  32. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/698 frá 30. apríl 2019 um breytingu á III. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 231/2019 frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 82 frá 10. október 2019, bls. 176-179.
  33. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/831 frá 22. maí 2019 um breytingu á II., III. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 232/2019 frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 86 frá 24. október 2019, bls. 406-440.
  34. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1257 frá 23. júlí 2019 um að leiðrétta búlgörsku tungumálaútgáfuna af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 12/2020 frá 7. febrúar 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 16 frá 12. mars 2020, bls. 430.
  35. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1857 frá 6. nóvember 2019 um breytingu á VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 13/2020 frá 7. febrúar 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 16 frá 12. mars 2020, bls. 431-434.
  36. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1858 frá 6. nóvember 2019 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 13/2020 frá 7. febrúar 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 16 frá 12. mars 2020, bls. 435-437.
  37. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1966 frá 27. nóvember 2019 um breytingu og leiðréttingu á II., III. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 36/2020 frá 20. mars 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 29 frá 7. maí 2020, bls. 125-136.
  38. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/701 frá 5. apríl 2019 um að koma á skrá yfir almenn heiti innihaldsefna til að nota við merkingar á snyrtivörum, sem vísað er til í tölulið 13a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 231/2019 frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 7 frá 28. janúar 2021, bls. 54-423.
  39. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1682 frá 12. nóvember 2020 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 34/2021 frá 5. febrúar 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 22 frá 25. mars 2021, bls. 582-584.
  40. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1683 frá 12. nóvember 2020 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 34/2021 frá 5. febrúar 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 22 frá 25. mars 2021, bls. 585-592.
  41. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1684 frá 12. nóvember 2020 um breytingu á VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 34/2021 frá 5. febrúar 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 22 frá 25. mars 2021, bls. 593-594.
  42. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/850 frá 26. maí 2021 um breytingu og leiðréttingu á II. viðauka og breytingu á III., IV. og VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 294/2021 frá 29. október 2021. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 74 frá 18. nóvember 2021, bls. 197-204.
  43. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1099 frá 5. júlí 2021 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 295/2021 frá 29. október 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 74 frá 18. nóvember 2021, bls. 205-207.
  44. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1902 frá 29. október 2021 um breytingu á II., III. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 að því er varðar notkun á tilteknum efnum, sem eru flokkuð sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða sem efni sem hafa eiturhrif á æxlun, í snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 68/2022 frá 18. mars 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 26 frá 21. apríl 2022, bls. 168-173.
  45. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/135 frá 31. janúar 2022 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 að því er varðar notkun á metýl-N-metýlantranílati, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 130/2022 frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 32 frá 19. maí 2022, bls. 554-556.
  46. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1176 frá 7. júlí 2022 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 að því er varðar notkun á tilteknum útblámasíum í snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 315/2022, þann 9. desember 2022. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 26. janúar 2023, bls. 267-269.
  47. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1181 frá 8. júlí 2022 um breytingu á inngangsorðum V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 315/2022, þann 9. desember 2022. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 26. janúar 2023, bls. 270-271.
  48. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1531 frá 15. september 2022 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 að því er varðar notkun á tilteknum efnum, sem eru flokkuð sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða sem efni sem hafa eiturhrif á æxlun, í snyrtivörur og um leiðréttingu á þeirri reglugerð, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45/2023, þann 17. mars 2023. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 30 20. apríl 2023, bls. 394-399.
  49. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2195 frá 10. nóvember 2022 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 að því er varðar notkun á bútýlhýdroxýtólúeni, Acid Yellow 3, hómósalati og HAA299 í snyrtivörur og um leiðréttingu á þeirri reglugerð að því er varðar notkun á resorsínóli í snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2023, þann 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40 frá 25. maí 2023, bls. 274-280.
  50.  Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1490 frá 19. júlí 2023 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 að því er varðar notkun á tilteknum efnum, sem eru flokkuð sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða sem efni sem hafa eiturhrif á æxlun, í snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 269/2023, þann 27. október 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83 frá 16. nóvember 2023, bls. 485-488.
  51.  Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1545 frá 26. júlí 2023 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 að því er varðar merkingar á lyktarofnæmisvöldum í snyrtivörum, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 270/2023, þann 27. október 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 23. nóvember 2023, bls. 111-133.

8. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 7. tölul. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast gildi 11. júlí 2013. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 748/2003 um snyrtivörur.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.