Fara beint í efnið

Prentað þann 25. nóv. 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 29. mars 2014 – 1. maí 2014 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 29. mars 2014 af rg.nr. 297/2014

577/2013

Reglugerð um snyrtivörur.

1. gr. Lögbært yfirvald.

Umhverfisstofnun gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds, sbr. 34. gr. reglugerðar (EB) nr. 1223/2009, um snyrtivörur.

2. gr. Upplýsingar til eitrunarmiðstöðvar.

Eitrunarmiðstöð Landspítala háskólasjúkrahúss skal taka við upplýsingum um tilkynntar snyrtivörur í samræmi við 6. mgr. 13. gr. reglugerðar (EB) nr. 1223/2009.

3. gr. Merkingar.

Merkingar á umbúðum snyrtivara, sbr. 19. gr. reglugerðar (EB) nr. 1223/2009, skulu vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku.

Viðvörunarmerkingar skv. dálki i í III. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 skulu vera á íslensku. Þó er heimilt að viðvörunarmerkingar vegna flúorinnihalds í tannkremi séu á ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku. Ennfremur er heimilt að viðvörunarmerkingar vegna snytivara séu á ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku ef merkingin er eingöngu ætluð til að taka fram að snyrtivaran innihaldi tiltekið innihaldsefni.

4. gr. Framleiðsla.

Fyrirtæki sem framleiðir snyrtivörur skal hafa starfsleyfi í gildi frá viðkomandi heilbrigðisnefnd, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

5. gr. Eftirlit.

Um eftirlit með reglugerð þessari fer samkvæmt XI. kafla efnalaga nr. 61/2013. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafa eftirlit með meðferð, notkun og merkingum efna í starfsleyfisskyldri starfsemi sem heyrir undir þau starfsleyfi sem nefndin gefur út á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, sbr. og 21. tölul. 5. gr. og 2. tölulmgr. 6. gr. efnalaga.

6. gr. Viðurlög.

Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt XIV. kafla efnalaga nr. 61/2013.

7. gr. InnleiðingGildistaka EES-gerða.tiltekinna gerða Evrópubandalagsins.

 Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins sem vísað er til í XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins frá 30. nóvember 2009 nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 11a, XVI. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49/2013, þann 5. apríl 2013 öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 28. mars 2013, bls. 524-674.
  2.  Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 344/2013 frá 4. apríl 2013 um breytingu á viðaukum II, III, V og VI við reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til 674í tölulið 1a, XVI.

    kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 195/2013, þann 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 271-329.
  3.  Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 483/2013 frá 24. maí 2013 um breytingu á viðauka III við reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 195/2013, þann 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 330-332.

8. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 7. tölul. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast gildi 11. júlí 2013. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 748/2003 um snyrtivörur.

 Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 18. júní 2013. 

 Sigurður Ingi Jóhannsson. 

 Sigríður Auður Arnardóttir. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.