Prentað þann 12. feb. 2025
529/2015
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1276/2014 um velferð svína.
1. gr.
d. liður 2. mgr. 7. gr. verður svohljóðandi: Frá og með 7 dögum fyrir got til og með 7 dögum eftir got í gotbásum.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabrigða:
- 3. ml. 1. mgr. verður svohljóðandi: Framleiðandi skal fyrir 1. október 2015 skila inn slíkri úrbótaáætlun og kostnaðarmati ef hann hyggst sækja um frest til aðlögunar.
- 2. ml. 2. mgr. fellur brott.
3. gr.
6. liður í A. kafla í viðauka II við reglugerðina verður svohljóðandi:
6. Gotstíur og gotbásar:
Heildarstærð m²/gotstíu | Lágmarksbreidd m/gotstíu | Lágmarkslengd m/gotbás | Lágmarksbreidd m/gotbás |
5,7 | 1,8 | 2, þar af 0,9 m heilt gólf (mælt frá fóðurtrogi og aftur) | 0,7-0,8 eftir stærð gyltunnar |
4. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 55/2013, um velferð dýra og lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. júní 2015.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Ólafur Friðriksson.
Rebekka Hilmarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.