Prentað þann 4. des. 2024
515/1996
Reglugerð um skráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.
I. KAFLI Almenn skráning.
1. gr.
Hver sá, sem skattskyldur er skv. 3. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 50/1988, skal ótilkvaddur eigi síðar en átta dögum áður en starfsemin hefst tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi til skráningar hjá skattstjóraSkattinum þar sem hann á lögheimili.
Tilkynningar skv. 1. mgr. skal senda skattstjóraSkattinum á eyðublaði RSK 10.225.02.
Breytingar, sem verða á starfsemi eftir að skráning hefur farið fram, skal tilkynna skattstjóraSkattinum skriflega eigi síðar en átta dögum eftir að breyting á sér stað.
2. gr.
Hver sá sem í atvinnuskyni eða með sjálfstæðri starfsemi sinni selur eða afhendir vöru eða verðmæti, ellegar innir af hendi skattskylda vinnu eða þjónustu eða er skattskyldur að öðru leyti skv. 3. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 50/1988, skal skráður á virðisaukaskattsskrá, enda uppfylli hann skilyrði 2. mgr.
Forsenda skráningar er að samanlagðar tekjur aðila af sölu skattskyldrar vöru og þjónustu séu að jafnaði hærri en kostnaður við aðföng sem keypt eru með virðisaukaskatti til starfseminnar, þar með talið vegna kaupa varanlegra rekstrarfjármuna. Eigi skal skrá aðila samkvæmt þessari grein nema sýnt þyki að starfsemin muni skila tekjum af sölu skattskyldrar vöru eða þjónustu þegar á fyrsta uppgjörstímabili.
Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. er aðili ekki skráningarskyldur ef samanlagðar tekjur hans af sölu skattskyldrar vöru og þjónustu á tólf mánaða tímabili hafa ekki náð þeirri lágmarksfjárhæð sem greinir í 3. tölul. 4. gr. laga nr. 50/1988.
3. gr.
SkattstjóriRíkisskattstjóri úrskurðar um hvort aðili sé skráningarskyldur skv. 2. gr. þegar tilkynning skv. 1. gr. hefur borist.
SkattstjóraRíkisskattstjóra ber þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. að skrá aðila uppfylli hann skilyrði 4. eða 6. gr.
Skattstjóri gefur út staðfestingu til skráningarskylds aðila um að skráning skv. 1. eða 2. mgr. hafi átt sér stað.
Hafi aðili, sem að mati skattstjóraríkisskattstjóra er skráningarskyldur skv. 2. gr., eigi tilkynnt starfsemi sína til skráningar, skal skattstjóriríkisskattstjóra úrskurða hann á virðisaukaskattsskrá og tilkynna honum það.
II. KAFLI Fyrirfram skráning o.fl.
4. gr.
Aðilar er stunda starfsemi á þróunar- eða undirbúningsstigi eiga rétt á skráningu, þrátt fyrir ákvæði 2. gr., standi kaup þeirra á fjárfestingarvörum í beinu sambandi við sölu á skattskyldri vöru eða þjónustu í atvinnuskyni á síðari rekstrartímabilum.
Skilyrði skráningar samkvæmt þessu ákvæði eru eftirfarandi:
a) Um sé að ræða atvinnustarfsemi, þ.e. starfsemi sem miði að rekstrarhagnaði eftir eðlilegan uppbyggingartíma.
b) Fjárfesting aðila í varanlegum rekstrarfjármunum, þar með talið fasteignum og ræktun, eða vörubirgðum sé veruleg á sama tíma og eðlilegt sé vegna eðlis starfseminnar að hún skili ekki rekstrartekjum; ekki er nægilegt að aðili hafi verulegan kostnað af virðisaukaskatti vegna almenns rekstrarkostnaðar.
c) Fyrirsjáanlegt sé að starfsemin muni skila tekjum.
Skráning samkvæmt þessu ákvæði gildir í tólf mánuði. Aðili sem hefur verið skráður fyrirfram skráningu getur fengið skráningu í tólf mánuði til viðbótar hjá skattstjóra, þyki staðfest að forsendur skráningar séu óbreyttar frá því að aðili var skráður í upphafi. Þyki eðlilegt að starfsemin hafi ekki skilað tekjum innan þess tíma getur skattstjóri veitt aðila áframhaldandi skráningu til allt að tíu ára, mest tvö ár í senn. Að öðrum kosti ber skattstjóra að úrskurða aðila af skrá nema lögð sé fram trygging skv. 6. gr.
5. gr.
Þeir sem óska eftir skráningu skv. 4. gr. skulu senda skattstjóraSkattinum, auk tilkynningar skv. 2. mgr. 1. gr., rekstraráætlun, greinargerð og önnur gögn um starfsemina til staðfestingar því að um eðlilega rekstraruppbyggingu verði að ræða.
SkattstjóriRíkisskattstjóri metur hvort skilyrðum a.-c. liða 2. mgr. 4. gr., sé fullnægt. Við mat samkvæmt þessari málsgrein getur skattstjóriríkisskattstjóri m.a. haft mið af því hvernig fjármögnun á uppbyggingu starfseminnar er háttað, t.d. hvort lagt hefur verið fram hlutafé eða lán hafi fengist til starfseminnar frá banka eða atvinnuvegasjóði.
6. gr.
Uppfylli aðili ekki skilyrði 2. eða 4. gr. skal skattstjóriríkisskattstjóri synja um skráningu nema aðili leggi fram tryggingu fyrir virðisaukaskatti, í formi skilyrðislausrar sjálfskuldarábyrgðar banka. Þó getur skattstjóri fallist á tryggingu í öðru formi ef aðili hefur með höndum nytjaskógrækt, enda sé tilgangur skógræktarinnar að framleiða og selja afurðir á síðari rekstrarárum. Ef aðili getur ekki lagt fram fullnægjandi tryggingu ber skattstjóraríkisskattstjóra að synja um skráningu.
Skráning skv. 1. málsl. 1. mgr. getur ekki tekið til lengri tíma en tólf ára að meðtöldum þeim tíma sem aðili hefur verið skráður skv. 4. gr.
Trygging skal á hverjum tíma nægja til greiðslu útskatts, sbr. 1. mgr. 9. gr. og til greiðslu á leiðréttum innskatti, sbr. 2. mgr. 9. gr.
7. gr.
Hafi aðila verið synjað um skráningu, en síðar kemur í ljós að hann uppfyllir skilyrði 2. eða 4. gr. eða hann leggur fram tryggingu skv. 6. gr., er skattstjóra heimilt að skrá hann afturvirkt til þess dags sem telja verður upphafsdag rekstrar. Skilyrði fyrir afturvirkri skráningu er að um sömu starfsemi sé að ræða og að beiðni um afturvirka skráningu ásamt viðeigandi gögnum sé send skattstjóraSkattinum í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Afturvirk skráning getur tekið til þess tíma sem liðinn er af yfirstandandi ári og að auki til alls síðasta árs sé sótt um hana fyrir 15. mars.
Fái aðili afturvirka skráningu skv. 1. mgr. á hann rétt á að telja til innskatts virðisaukaskatt af aðföngum til starfseminnar en ber jafnframt að draga frá reiknaðan virðisaukaskatt (útskatt) af veltu á sama tíma.
Aðili sem uppfyllir skilyrði afturvirkrar skráningar skal skráður á virðisaukaskattsskrá frá upphafsdegi rekstrar skv. 1. mgr. Skattuppgjör vegna afturvirkrar skráningar skal fara fram á gjalddaga þess uppgjörstímabils þegar skattstjóriríkisskattstjóri úrskurðaði um hina afturvirku skráningu. Sé um endurgreiðslu að ræða og skattstjóriríkisskattstjóri getur ekki vegna aðstæðna skattaðila gert nauðsynlegar athuganir á gögnum þeim er skattuppgjör eða afturvirk skráning byggist á frestast hún til næsta gjalddaga.
III. KAFLI Afskráning.
8. gr.
Hætti aðili skráningarskyldri starfsemi eða uppfylli hann ekki lengur skilyrði 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. skal hann tilkynna skattstjóraSkattinum um það eigi síðar en átta dögum eftir að breyting átti sér stað. SkattstjóriRíkisskattstjóri úrskurðar aðila af skrá.
Hafi aðili eigi tilkynnt lok skráningarskyldrar starfsemi sinnar skv. 1. mgr. og skattstjóriríkisskattstjóri telur að ekki sé um skráningarskylda starfsemi að ræða skal skattstjórihann úrskurða aðila af skrá.
Aðila sem skráður er skv. 4. eða 6. gr. ber að tilkynna skattstjóraSkattinum um það þegar ljóst þykir að forsendur skráningarinnar eru ekki lengur til staðar. SkattstjóriRíkisskattstjóri úrskurðar aðila af skrá.
Hafi starfsemi aðila verið skráð skv. 4. gr. og skilyrði 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. hafa ekki verið uppfyllt á tólf mánaða tímabili, skal skattstjóriríkisskattstjóri úrskurða aðila af skrá nema áframhaldandi skráning hafi verið veitt eða sett trygging fyrir innskatti skv. 6. gr. Uppfylli aðili, sem skráður hefur verið skv. 6. gr., ekki lengur skilyrði um fullnægjandi tryggingu eða sé tímamörkum 2. mgr. 6. gr. náð skal skattstjóriríkisskattstjóri úrskurða hann af skrá.
9. gr.
Tilkynni aðili sig út af skrá eða er tekinn af skrá á grundvelli úrskurðar skattstjóraríkisskattstjóra, skal telja vörubirgðir, vélar, tæki og aðra rekstrarfjármuni til skattskyldrar veltu á því uppgjörstímabili er starfsemi lýkur, sbr. 3. mgr. 11. gr. laga nr. 50/1988.
Verði við lok starfsemi breyting á forsendum fyrir frádrætti innskatts vegna varanlegra rekstrarfjármuna skal aðili leiðrétta innskatt í samræmi við IV. kafla reglugerðar nr. 192/1993, um innskatt.
Hafi aðili gefið rangar eða villandi upplýsingar, t.d. varðandi skráningu eða skattskil, og með þeim hætti haft fé af ríkissjóði ber honum að endurgreiða þann innskatt sem hann hefur fengið afgreiddan á grundvelli þeirra upplýsinga.
IV. KAFLI Ýmis ákvæði.
10. gr.
Um uppgjörstímabil og gjalddaga þeirra aðila sem eru nýir á skrá fer eftir ákvæðum 3. gr. reglugerðar nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti.
Aðili sem fengið hefur skráningu skv. 4. eða 6. gr., skal skila sérstakri virðisaukaskattsskýrslu vegna þeirrar starfsemi, þótt hann hafi með höndum aðra skattskylda starfsemi.
SkattstjóriRíkisskattstjóri skal hafa eftirlit með því að aðeins skráningarskyldir aðilar séu á virðisaukaskattsskrá.
11. gr.
Synjun skattstjóraríkisskattstjóra um skráningu er kæranleg skv. 29. gr. laga nr. 50/1988.
12. gr.
Tryggingum skv. 6. gr. er ætlað að tryggja greiðslu á virðisaukaskatti skv. 9. gr.
Trygging skv. 6. gr. fellur úr gildi í eftirfarandi tilvikum:
1) Þegar aðili uppfyllir skilyrði 2. eða 4. gr.
2) Þegar aðili hefur hætt skráningarskyldri starfsemi og staðið innheimtumanni ríkissjóðs skil á þeim virðisaukaskatti sem honum bar að standa skil á skv. 9. gr.
3) Þegar eigendaskipti verða á fyrirtæki skv. 4. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988 og hinn nýi eigandi hefur sett fullnægjandi tryggingu fyrir innskatti skv. 6. gr.
13. gr.
Röng skýrslugjöf eða framlagning rangra eða villandi gagna, svo og röng upplýsingagjöf látin í té í því skyni að fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti varðar við 40. gr. laga nr. 50/1988.
14. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 5. og 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 1997. Frá 1. október 1996 fellur úr gildi reglugerð nr. 150/1996, sbr. reglugerð nr. 273/1996.
Bráðbirgðaákvæði.
Aðilar er hafa með höndum nytjaskógrækt og skráðir hafa verið á virðisaukaskattsskrá fyrir gildistöku reglugerðar þessarar skulu setja tryggingu skv. 6. gr. fyrir innskatti af aðföngum sem aflað er eftir 1. janúar 1997 annars ber skattstjóra að úrskurða þá af skrá skv. 8. gr.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.