Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 1. apríl 2025

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 21. apríl 2022 – 15. sept. 2022 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 21. apríl 2022 af rg.nr. 452/2022

507/2020

Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 frá 22. október 2019 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum inn í Sambandið, um framkvæmd reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 og (EB) nr. 178/2002 og um niðurfellingu á reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009, (ESB) nr. 884/2014, (ESB) 2015/175, (ESB) 2017/186 og (ESB) 2018/1660. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2020, frá 7. febrúar 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, frá 23. apríl 2020, bls. 558.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/625 frá 6. maí 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum inn í Sambandið, um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 og (EB) nr. 178/2002 og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/943 og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/88/ESB. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2007, frá 26. október 2007.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1540 frá 22. október 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 að því er varðar sesamfræ sem er upprunnið á Indlandi.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/608 frá 14. apríl 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum inn í Sambandið og um framkvæmd reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 og (EB) nr. 178/2002.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1900 frá 27. október 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum inn í Sambandið og um framkvæmd reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 og (EB) nr. 178/2002.
  6.  Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2246 frá 15. desember 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum inn í Sambandið og um framkvæmd reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 og (EB) nr. 178/2002.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli og 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, öll með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi og á sama tíma fella brott reglugerð nr. 835/2010, reglugerð nr. 808/2014, reglugerð nr. 1030/2015, reglugerð nr. 915/2017 og reglugerð nr. 1077/2018, með síðari breytingum.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2021/2246
 frá 15. desember 2021
 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti
 og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum inn í Sambandið
 og um framkvæmd reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 og (EB) nr. 178/2002
 

 FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
 með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 frá 28. janúar 2002 um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla (1), einkum ii. lið b-liðar 1. mgr. 53. gr., með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 frá 15. mars 2017 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur sé beitt og um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001, (EB) nr. 396/2005, (EB) nr. 1069/2009, (EB) nr. 1107/2009, (ESB) nr. 1151/2012, (ESB) nr. 652/2014, (ESB) 2016/429 og (ESB) 2016/2031, reglugerðum ráðsins (EB) nr. 1/2005 og (EB) nr. 1099/2009 og tilskipunum ráðsins 98/58/EB, 1999/74/EB, 2007/43/EB, 2008/119/EB og 2008/120/EB og um niðurfellingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 og (EB) nr. 882/2004, tilskipunum ráðsins 89/608/EBE, 89/662/EBE, 90/425/EBE, 91/496/EBE, 96/23/EB, 96/93/EB og 97/78/EB og ákvörðun ráðsins 92/438/EBE (reglugerð um opinbert eftirlit) (2), einkum b-lið 2. mgr. 47. gr. og a- og b-lið 4. mgr. 54. gr.,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:

  1.  Í framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 (3) er mælt fyrir um reglur um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti með tilteknum matvælum og fóðri, sem eru ekki úr dýraríkinu, við komu þeirra inn í Sambandið frá tilteknum þriðju löndum, sem eru tilgreind í I. viðauka við þá framkvæmdarreglugerð, og um að setja sérstök skilyrði sem gilda um komu tiltekinna sendinga af matvælum og fóðri frá tilteknum þriðju löndum, sem eru tilgreind í II. viðauka við þá framkvæmdarreglugerð, inn í Sambandið vegna áhættu á mengun af völdum sveppaeiturs, þ.m.t. aflatoxín, varnarefnaleifar, pentaklórófenól og díoxín, og örverumengun.
  2.  Í 12. gr framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2019/1793 er kveðið á um að það skuli endurskoða skrárnar, sem settar eru fram í
     I. og II. viðauka við hana, með reglulegu millibili og ekki sjaldnar en á sex mánaða fresti í því skyni að taka tillit til nýrra
     upplýsinga í tengslum við áhættu fyrir heilbrigði manna og tilvik þar sem ekki er farið að tilskildum ákvæðum í löggjöf
     Sambandsins, s.s. gagna, sem borist hafa í tilkynningum í gegnum hraðviðvörunarkerfið, sem komið var á fót með reglugerð (EB) nr 178/2002, sem og gagna og upplýsinga sem varða sendingar og niðurstöður úr sannprófun skjala, sannprófun auðkenna og eftirliti með ástandi sem aðildarríki senda framkvæmdastjórninni.
  3.  Tíðni og mikilvægi nýlegra matvælaatvika sem benda til að fyrir hendi sé alvarleg bein eða óbein áhætta sem matvæli eða fóður hafa í för með sér fyrir heilbrigði manna, sem voru tilkynnt gegnum hraðviðvörunarkerfið fyrir matvæli og fóður sem komið var á fót með reglugerð (EB) nr. 178/2002, og upplýsingar varðandi opinbert eftirlit sem aðildarríki inntu af hendi með matvælum og fóðri, sem eru ekki úr dýraríkinu, á fyrri helmingi ársins 2021 benda til þess að breyta ætti skránum sem settar eru fram í I. og II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 til að vernda heilbrigði manna í Sambandinu.
  4.  Frá því í janúar 2019 hafa jarðhnetur og vörur sem eru framleiddar úr jarðhnetum frá Argentínu fallið undir aukið opinbert eftirlit vegna áhættu á mengun af völdum aflatoxína. Opinbert eftirlit sem aðildarríkin inntu af hendi og tiltækar upplýsingar sýna betri fylgni við viðeigandi kröfur sem kveðið er á um í löggjöf Sambandsins. Þessar niðurstöður veita sannanir fyrir því að koma þessara matvæla inn í Sambandið skapar ekki alvarlega áhættu fyrir heilbrigði manna. Af þessu leiðir að ekki er nauðsynlegt að kveða áfram á um að hverri sendingu fylgi opinbert vottorð þar sem fram kemur að allar niðurstöður úr sýnatöku og greiningu sýni að farið sé að ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 (4). Á sama tíma ættu aðildarríkin að halda áfram að inna eftirlit af hendi til að tryggja að núverandi fylgni við tilskilin ákvæði haldi áfram. Þess vegna ætti að fella brott færsluna sem varðar jarðhnetur frá Argentínu í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 og færa hana yfir í I. viðauka við þá framkvæmdarreglugerð og viðhalda tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi við 5% af sendingum sem koma inn í Sambandið.
  5.  Frá því í janúar 2019 hafa heslihnetur og vörur sem eru framleiddar úr heslihnetum frá Aserbaísjan fallið undir aukið opinbert eftirlit vegna áhættu á mengun af völdum aflatoxína. Opinbert eftirlit sem aðildarríkin inntu af hendi og tiltækar upplýsingar sýna betri fylgni við viðeigandi kröfur sem kveðið er á um í löggjöf Sambandsins. Þessar niðurstöður veita sannanir fyrir því að koma þessara matvæla inn í Sambandið skapar ekki alvarlega áhættu fyrir heilbrigði manna. Af þessu leiðir að ekki er nauðsynlegt að kveða áfram á um að hverri sendingu fylgi opinbert vottorð þar sem fram kemur að allar niðurstöður úr sýnatöku og greiningu sýni að farið sé að reglugerð (EB) nr. 396/2005. Á sama tíma ættu aðildarríkin að halda áfram að inna eftirlit af hendi til að tryggja að núverandi fylgni við tilskilin ákvæði haldi áfram. Þess vegna ætti að fella brott færsluna sem varðar heslihnetur frá Aserbaísjan í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 og færa hana yfir í I. viðauka við þá framkvæmdarreglugerð og viðhalda tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi við 20% af sendingum sem koma inn í Sambandið.
  6.  Frá því í janúar 2019 hefur svartur pipar (Piper nigrum) frá Brasilíu fallið undir aukið opinbert eftirlit vegna áhættu á mengun af völdum Salmonella. Opinbert eftirlit, sem aðildarríki hafa innt af hendi með þessum matvælum, sýna viðvarandi mikinn fjölda tilvika þar sem ekki er farið að tilskildum ákvæðum síðan auknu opinberu eftirliti var komið á. Þessar niðurstöður veita sannanir fyrir því að koma þessara matvæla inn í Sambandið skapar alvarlega áhættu fyrir heilbrigði manna.
  7.  Til viðbótar við aukna opinbera eftirlitið er því nauðsynlegt að kveða á um sérstök skilyrði í tengslum við innflutning á svörtum pipar (Piper nigrum) frá Brasilíu. Einkum ætti opinbert vottorð að fylgja með öllum sendingum af svörtum pipar frá Brasilíu þar sem fram kemur að allar niðurstöður úr sýnatöku og greiningum sýni að Salmonella sé ekki fyrir hendi í 25 g. Festa ætti niðurstöður sýnatöku og greiningar við þetta vottorð. Þess vegna ætti færa færsluna sem varðar svartan pipar frá Brasilíu í I. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 yfir í II. viðauka við þá framkvæmdarreglugerð og fastsetja tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi við 50% af sendingum sem koma inn í Sambandið.
  8.  Í tengslum við sendingar af netmelónum (Cucumis melo var. reticulatus) frá Hondúrass gefa gögn, sem borist hafa í tilkynningum í gegnum hraðviðvörunarkerfið fyrir matvæli og fóður, og upplýsingar varðandi opinbert eftirlit, sem aðildarríkin inna af hendi, til kynna tilkomu nýrrar áhættu fyrir heilbrigði manna vegna hugsanlegrar mengunar af völdum Salmonella Braenderup. Því er nauðsynlegt að gera kröfu um aukið opinbert eftirlit með komum þessara vara frá Hondúras. Því ætti að færa slíkar vörur á skrá í I. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 og fastsetja tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi við 10% af sendingum sem koma inn í Sambandið.
  9.  Frá því í janúar 2019 hafa paprikur (Capsicum annum) frá Kína fallið undir aukið opinbert eftirlit vegna áhættu á mengun af völdum Salmonella. Opinbert eftirlit sem aðildarríkin inntu af hendi og tiltækar upplýsingar sýna betri fylgni við viðeigandi kröfur sem kveðið er á um í löggjöf Sambandsins. Þess vegna er ekki lengur hægt að réttlæta aukið opinbert eftirlit með 20% af sendingum af þessum vörum sem koma inn í Sambandið. Þó ættu aðildarríkin að halda áfram að inna eftirlit af hendi til að tryggja að núverandi fylgni við tilskilin ákvæði haldi áfram. Því ætti að breyta samsvarandi færslu í I. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 og draga úr tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi niður í 10% af sendingum sem koma inn í Sambandið.
  10.  Frá því í janúar 2019 hafa eggaldin (Solanum melongena) frá Dóminíska lýðveldinu fallið undir aukið opinbert eftirlit vegna áhættu á mengun af völdum varnarefnaleifa. Opinbert eftirlit, sem aðildarríki hafa innt af hendi með þessum matvælum, sýna viðvarandi mikinn fjölda tilvika þar sem ekki er farið að tilskildum ákvæðum síðan auknu opinberu eftirliti var komið á. Þessar niðurstöður veita sannanir fyrir því að koma þessara matvæla inn í Sambandið skapar alvarlega áhættu fyrir heilbrigði manna.
  11.  Til viðbótar við aukna opinbera eftirlitið er því nauðsynlegt að kveða á um að sett verði sérstök skilyrði í tengslum við eggaldin (Solanum melongena) frá Dóminíska lýðveldinu. Einkum ætti opinbert vottorð að fylgja með öllum sendingum af þeirri vöru frá Dóminíska lýðveldinu þar sem fram kemur að allar niðurstöður úr sýnatöku og greiningu sýni að farið sé að ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 396/2005 um hámarksgildi fyrir varnarefnaleifar í sendingum af matvælum og fóðri sem eru tilgreind í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 vegna mengunaráhættu af völdum varnarefnaleifa. Festa ætti niðurstöður sýnatöku og greiningar við þetta vottorð. Þess vegna ætti að fella brott færsluna sem varðar eggaldin (Solanum melongena) frá Dóminíska lýðveldinu í I. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 og færa hana yfir í II. viðauka við þá framkvæmdarreglugerð og viðhalda tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi við 50% af sendingum sem koma inn í Sambandið.
  12.  Frá því í janúar 2010 hafa paprikur af ættkvíslinni Capsicum og spergilbaunir frá Dóminíska lýðveldinu fallið undir aukið opinbert eftirlit vegna áhættu á mengun af völdum varnarefnaleifa. Opinbert eftirlit, sem aðildarríki hafa innt af hendi með þessum matvælum, sýna viðvarandi mikinn fjölda tilvika þar sem ekki er farið að tilskildum ákvæðum síðan auknu opinberu eftirliti var komið á. Þessar niðurstöður veita sannanir fyrir því að koma þessara matvæla inn í Sambandið skapar alvarlega áhættu fyrir heilbrigði manna.
  13.  Til viðbótar við aukna opinbera eftirlitið er því nauðsynlegt að kveða á um að sett verði sérstök skilyrði í tengslum við paprikur af ættkvíslinni Capsicum og spergilbaunir frá Dóminíska lýðveldinu. Einkum ætti opinbert vottorð að fylgja með öllum sendingum af paprikum af ættkvíslinni Capsicum og spergilbaunum frá Dóminíska lýðveldinu þar sem fram kemur að allar niðurstöður úr sýnatöku og greiningu sýni að farið sé að ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 396/2005 um hámarksgildi fyrir varnarefnaleifar í sendingum af matvælum og fóðri sem eru tilgreind í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 vegna mengunaráhættu af völdum varnarefnaleifa. Festa ætti niðurstöður sýnatöku og greiningar við þetta vottorð. Þess vegna ætti að fella brott færsluna sem varðar paprikur af ættkvíslinni Capsicum og spergilbaunir frá Dóminíska lýðveldinu í I. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 og færa hana yfir í II. viðauka við þá framkvæmdarreglugerð og viðhalda 50% tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi.
  14.  Í tengslum við sendingar af Móringa-plöntum (Moringa oleifera) frá Indlandi gefa gögn, sem borist hafa í tilkynningum í gegnum hraðviðvörunarkerfið fyrir matvæli og fóður, og upplýsingar varðandi opinbert eftirlit, sem aðildarríkin inna af hendi, til kynna tilkomu nýrrar áhættu fyrir heilbrigði manna vegna hugsanlegrar mengunar af völdum varnarefnaleifa. Því er nauðsynlegt að gera kröfu um aukið opinbert eftirlit með komum þessara vara frá Indlandi. Því ætti að færa slíkar vörur á skrá í I. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 og fastsetja tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi við 10%.
  15.  Í tengslum við sendingar af paprikum af ættkvíslinni Capsicum (aðrar en sætar) frá Indlandi kom í ljós hátt hlutfall tilvika þar sem ekki er farið að tilskildum kröfum sem kveðið er á um í löggjöf Sambandsins, að því er varðar mengun af völdum varnarefnaleifa, við opinbert eftirlit sem aðildarríkin inntu af hendi í samræmi við II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793. Því er rétt að auka tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi sem á að inna af hendi með slíkum sendingum í 20%.
  16.  Í tengslum við sendingar af hrísgrjónum frá Indlandi og Pakistan gefa gögn, sem borist hafa í tilkynningum í gegnum hraðviðvörunarkerfið fyrir matvæli og fóður, og upplýsingar varðandi opinbert eftirlit, sem aðildarríkin inna af hendi, til kynna tilkomu nýrrar áhættu fyrir heilbrigði manna vegna hugsanlegrar mengunar af völdum aflatoxína og okratoxíns A. Því er nauðsynlegt að gera kröfu um aukið opinbert eftirlit með komum slíkra sendinga. Því ætti að færa færslur um þessar vörur frá Indlandi og Pakistan á skrá í I. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 og fastsetja tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi við 10%.
  17.  Í tengslum við sendingar af hófnafla (Centella asiatica) og Alternanthera sessilis frá Srí Lanka gefa gögn, sem borist hafa í tilkynningum í gegnum hraðviðvörunarkerfið fyrir matvæli og fóður, og upplýsingar varðandi opinbert eftirlit, sem aðildarríkin inna af hendi, til kynna tilkomu nýrrar áhættu fyrir heilbrigði manna vegna hugsanlegrar mengunar af völdum varnarefnaleifa. Því er nauðsynlegt að gera kröfu um aukið opinbert eftirlit með komum slíkra sendinga. Því ætti að færa færslur um þessar vörur frá Srí Lanka á skrá í I. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 og fastsetja tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi við 10%.
  18.  Frá því í apríl 2021 hafa heslihnetur og vörur sem eru framleiddar úr heslihnetum frá Tyrklandi fallið undir aukið opinbert eftirlit vegna áhættu á mengun af völdum aflatoxína. Opinbert eftirlit sem aðildarríkin hafa innt af hendi með þessum matvælum bendir til þess að almennt hafi verið farið að viðeigandi kröfum sem kveðið er á um í löggjöf Sambandsins. Þess vegna er aukið opinbert eftirlit með þessari vöru ekki lengur réttlætanlegt og fella ætti brott færsluna í I. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 að því er hana varðar.
  19.  Í tengslum við sendingar af greipaldinum frá Tyrklandi gefa gögn, sem borist hafa í tilkynningum í gegnum hraðviðvörunarkerfið fyrir matvæli og fóður, og upplýsingar varðandi opinbert eftirlit, sem aðildarríkin inna af hendi, til kynna tilkomu nýrrar áhættu fyrir heilbrigði manna vegna hugsanlegrar mengunar af völdum varnarefnaleifa. Því er nauðsynlegt að gera kröfu um aukið opinbert eftirlit með komum slíkra sendinga. Því ætti að færa færslur um þessa vöru frá Tyrklandi á skrá í I. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 og fastsetja tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi við 10%.
  20.  Frá því í janúar 2020 hafa mandarínur (þ.m.t. tangerínur og satsúmur), klementínur, wilking-mandarínur og áþekkir sítrusblendingar og appelsínur frá Tyrklandi fallið undir aukið opinbert eftirlit vegna áhættu á mengun af völdum varnarefnaleifa. Opinbert eftirlit, sem aðildarríki hafa innt af hendi með þessum matvælum, sýna viðvarandi mikinn fjölda tilvika þar sem ekki er farið að tilskildum ákvæðum síðan auknu opinberu eftirliti var komið á. Þessar niðurstöður veita sannanir fyrir því að koma þessara matvæla inn í Sambandið skapar alvarlega áhættu fyrir heilbrigði manna.
  21.  Til viðbótar við aukna opinbera eftirlitið er því nauðsynlegt að kveða á um að sett verði sérstök skilyrði í tengslum við mandarínur og appelsínur frá Tyrklandi. Einkum ætti opinbert vottorð að fylgja með öllum sendingum af mandarínum (þ.m.t. tangerínur og satsúmur), klementínum, wilking-mandarínum og áþekkum sítrusblendingum og appelsínum frá Tyrklandi þar sem fram kemur að allar niðurstöður úr sýnatöku og greiningu sýni að farið sé að ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 396/2005 um hámarksgildi fyrir varnarefnaleifar í sendingum af matvælum og fóðri sem eru tilgreind í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 vegna mengunaráhættu af völdum varnarefnaleifa. Festa ætti niðurstöður sýnatöku og greiningar við þetta vottorð. Þess vegna ætti að fella brott færsluna sem varðar mandarínur og appelsínur frá Tyrklandi í I. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 og færa hana yfir í II. viðauka við þá framkvæmdarreglugerð og auka tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi upp í 20%.
  22.  Í tengslum við sendingar af kúmínfræi og þurrkaðri kjarrmintu frá Tyrklandi gefa gögn, sem borist hafa í tilkynningum í gegnum hraðviðvörunarkerfið fyrir matvæli og fóður, og upplýsingar varðandi opinbert eftirlit, sem aðildarríkin inna af hendi, til kynna tilkomu nýrrar áhættu fyrir heilbrigði manna vegna hugsanlegrar mengunar af völdum pýrrólisídínbeiskjuefna. Því er nauðsynlegt að gera kröfu um aukið opinbert eftirlit með komum slíkra sendinga. Því ætti að færa færslur um þessar vörur frá Tyrklandi á skrá í I. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 og fastsetja tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi við 10% af sendingum sem koma inn í Sambandið.
  23.  Í tengslum við drekaávexti frá Víetnam kom í ljós hátt hlutfall tilvika þar sem ekki er farið að tilskildum kröfum sem kveðið er á um í löggjöf Sambandsins, að því er varðar mengun af völdum varnarefnaleifa, við opinbert eftirlit sem aðildarríkin inntu af hendi í samræmi við II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793. Því er rétt að auka tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi sem á að inna af hendi með slíkum sendingum í 20%.
  24.  Áhættan sem stafar af mengun jarðhneta af völdum aflatoxína er einnig tengd jarðhnetumauki. Til að tryggja skilvirka vörn gegn hugsanlegum heilbrigðisáhættum sem stafa af mengun jarðhnetumauks af völdum aflatoxína ætti því að bæta flokknum „jarðhnetumauk“ og viðeigandi SN-númerum fyrir jarðhnetumauk við í dálkana „Matvæli og fóður (fyrirhuguð notkun)“ og „SN-númer“ í I. viðauka og í töflu 1 í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 í þeim færslum sem varða jarðhnetur frá Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Kína, Madagaskar, Senegal og Bandaríkjunum í I. viðauka og frá Egyptalandi, Gana, Gambíu, Indlandi og Súdan í II. viðauka.
  25.  Frá því í október 2020 hafa sesamfræ frá Indlandi fallið undir aukið opinbert eftirlit á grundvelli áhættu á mengun af völdum varnarefnaleifa, þ.m.t. etýlenoxíð. Opinbert eftirlit sem aðildarríkin inntu af hendi og tiltækar upplýsingar sýna betri fylgni við viðeigandi kröfur í löggjöf Sambandsins sem varða aðrar varnarefnaleifar en etýlenoxíð. Þess vegna er aukið opinbert eftirlit með sendingum af sesamfræi vegna hugsanlegrar áhættu af völdum varnarefnaleifa, sem unnt er að greina með aðferðum til að finna margs konar efnaleifar, ekki lengur nauðsynlegt að því er varðar þessa vöru. Því ætti að breyta samsvarandi færslu í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 til samræmis við það.
  26.  Gögn, sem borist hafa í tilkynningum í gegnum hraðviðvörunarkerfið fyrir matvæli og fóður, og upplýsingar varðandi opinbert eftirlit, sem aðildarríkin inna af hendi, gefa til kynna tilkomu nýrrar áhættu fyrir heilbrigði manna vegna hugsanlegrar mengunar af völdum etýlenoxíðs sem útheimtir að opinbert eftirlit sé aukið. Etýlenoxíð er flokkað sem stökkbreytivaldur í undirflokki 1B, sem krabbameinsvaldur í undirflokki 1B og sem efni sem hefur eiturhrif á æxlun í undirflokki 1B í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 (5). Þar að auki er etýlenoxíð ekki samþykkt sem virkt efni til notkunar í plöntuverndarvörur í Sambandinu.
  27.  Í tengslum við sendingar af jóhannesarbaunum (karób), jurtaslími og þykkingarefnum, einnig umbreytt, úr jóhannesarbaunum eða fræi jóhannesarbauna frá Marokkó, kryddmauki (e. spice paste) frá Mexíkó og paprikum af ættkvíslinni Capsicum (aðrar en sætar) frá Úganda sýna niðurstöður úr opinberu eftirliti, sem aðildarríkin inna af hendi, tilvik þar sem mengun af völdum etýlenoxíðs er fyrir hendi.
  28.  Til að tryggja skilvirka vörn gegn hugsanlegum heilbrigðisáhættum sem stafa af mengun þessara vara ætti því að skrá sendingar af jóhannesarbaunum (karób), jurtaslími og þykkingarefnum, einnig umbreytt, úr jóhannesarbaunum eða fræi jóhannesarbauna frá Marokkó, kryddmauki frá Mexíkó og paprikum af ættkvíslinni Capsicum (aðrar en sætar) frá Úganda í I. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 og fastsetja tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi við 10%.
  29.  Að teknu tilliti til fjölda tilkynninga sem bárust í gegnum hraðviðvörunarkerfið fyrir matvæli og fóður þykir rétt að kveða á um sérstök skilyrði varðandi sendingar af xantangúmmíi frá Kína, jóhannesarbaunum (þ.m.t. jurtaslím og þykkingarefni úr jóhannesarbaunum), gúargúmmíi, nokkrum kryddtegundum, kalsíumkarbónati og fæðubótarefnum sem innihalda plöntuefni frá Indlandi, fæðubótarefnum sem innihalda plöntuefni og skyndinúðlum frá Suður-Kóreu, jóhannesarbaunum (þ.m.t. jurtaslím og þykkingarefni úr jóhannesarbaunum) frá Malasíu og Tyrklandi og skyndinúðlum frá Víetnam. Vegna mengunaráhættu af völdum etýlenoxíðs ætti opinbert vottorð að fylgja með sendingum af þessum vörum þar sem fram kemur að allar niðurstöður úr sýnatöku og greiningu sýni að farið sé að reglugerð (EB) nr. 396/2005 um hámarksgildi fyrir etýlenoxíðleifar í sendingum af matvælum og fóðri sem eru tilgreind í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793. Festa ætti niðurstöður sýnatöku og greiningar við þetta vottorð. Því ætti að fella færslur um sendingar af xantangúmmíi frá Kína, jóhannesarbaunum (þ.m.t. jurtaslím og þykkingarefni úr jóhannesarbaunum), gúargúmmíi, nokkrum kryddtegundum, kalsíumkarbónati og fæðubótarefnum sem innihalda plöntuefni frá Indlandi, fæðubótarefnum sem innihalda plöntuefni og skyndinúðlum frá Suður-Kóreu, jóhannesarbaunum (þ.m.t. jurtaslím og þykkingarefni úr jóhannesarbaunum) frá Malasíu og Tyrklandi og skyndinúðlum frá Víetnam inn í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 og fastsetja tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi við 20%.
  30.  Til að tryggja samræmi og gagnsæi þykir rétt að skipta I. og II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 út í heild sinni fyrir textann sem er settur fram í viðaukanum við þessa reglugerð.
  31.  Rétt þykir að kveða á um umbreytingartímabil fyrir sendingar af svörtum pipar (Piper nigrum) frá Brasilíu, eggaldinum (Solanum melongena), paprikum (Capsicum annuum), paprikum af ættkvíslinni Capsicum (aðrar en sætar) og spergilbaunum (Vigna unguiculata ssp. sesquipedalis, Vigna unguiculata ssp. unguiculata) frá Dóminíska lýðveldinu og af mandarínum (þ.m.t. tangerínur og satsúmur), klementínum, wilking-mandarínum og áþekkum sítrusblendingum og appelsínum frá Tyrklandi sem eru ekki með meðfylgjandi opinbert vottorð en féllu þegar undir opinbert eftirlit á landamæraeftirlitsstöðinni í samræmi við löggjöf Sambandsins sem var í gildi á þeim tíma.
  32.  Því ætti að breyta framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 til samræmis við það.
  33.  Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit fastanefndarinnar um plöntur, dýr, matvæli og fóður.

 SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

 1. gr.

  1.  Í stað 14. gr. kemur eftirfarandi:
     „14. gr.
     Umbreytingartímabil
     Heimilt er að leyfa komu sendinga af svörtum pipar (Piper nigrum) frá Brasilíu, eggaldinum (Solanum melongena), paprikum (Capsicum annuum), paprikum af ættkvíslinni Capsicum (aðrar en sætar) og spergilbaunum (Vigna unguiculata ssp. sesquipedalis, Vigna unguiculata ssp. unguiculata) frá Dóminíska lýðveldinu og af mandarínum (þ.m.t. tangerínur og satsúmur), klementínum, wilking-mandarínum og áþekkum sítrusblendingum og appelsínum frá Tyrklandi, sem féllu þegar undir aukið opinbert eftirlit fyrir gildistöku þessarar reglugerðar, inn í Sambandið til 26. janúar 2022 án þess að þeim fylgi opinbert vottorð og niðurstöður úr sýnatöku og greiningu.“
  2.  Í stað I. og II. viðauka kemur textinn í viðaukanum við þessa reglugerð.

 2. gr.

 Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
 Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.

 Gjört í Brussel 15. desember 2021.

 Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
 Ursula VON DER LEYEN
 forseti.
 ____

 (1) Stjtíð. EB L 31, 1.2.2002, bls. 1.
 (2) Stjtíð. ESB L 95, 7.4.2017, bls. 1.
 (3) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 frá 22. október 2019 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum inn í Sambandið, um framkvæmd reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 og (EB) nr. 178/2002 og um niðurfellingu á reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009, (ESB) nr. 884/2014, (ESB) 2015/175, (ESB) 2017/186 og (ESB) 2018/1660 (Stjtíð. ESB L 277, 29.10.2019, bls. 89).
 (4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 frá 23. febrúar 2005 um hámarksgildi fyrir varnarefnaleifar í eða á matvælum og fóðri úr plöntu- og dýraríkinu og um breytingu á tilskipun ráðsins 91/414/EBE (Stjtíð. ESB L 70, 16.3.2005, bls.1).
 (5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 frá 16. desember 2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, um breytingu og niðurfellingu á tilskipunum 67/548/EBE og 1999/45/EB og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (Stjtíð. ESB L 353, 31.12.2008, bls. 1).

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.