Prentað þann 14. nóv. 2025
453/2025
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 350/2024 um fjárfestingastuðning í kornrækt.
1. gr.
Í stað orðanna "5. gr." í 2. málsl. 2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar kemur: 6. gr.
2. gr.
Bráðabirgðaákvæði við reglugerðina verður svohljóðandi:
Reglugerðin miðast við það fjármagn sem er til ráðstöfunar til fjárfestingastyrkja í kornrækt á árinu 2025 og skal endurskoðuð fyrir lok þess árs. Ákvæði 1. mgr. 6. gr. um heimild til að styðja sömu framkvæmd í þrjú ár eru með fyrirvara um nauðsynlegar fjárheimildir Alþingis á árunum 2026 og 2027.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 19. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 og 81. gr. búvörulaga nr. 99/1993.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 20. mars 2025.
Hanna Katrín Friðriksson.
Ása Þórhildur Þórðardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.