Fara beint í efnið

Prentað þann 16. des. 2024

Breytingareglugerð

443/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð um aðstoð við atkvæðagreiðslu nr. 432/2022.

1. gr.

9. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Synjun um aðstoð kjörstjóra eða kjörstjórnar við atkvæðagreiðslu.

Geti kjósandi ekki skýrt fulltrúa kjörstjóra eða kjörstjórnar frá því hvernig hann vill greiða atkvæði skal kjörstjóri eða kjörstjórn synja kjósanda um aðstoð sína við atkvæðagreiðsluna.

Kjörstjóri skal geta um synjunina í skrá sinni skv. 77. gr. kosningalaga eða gerðabók en kjörstjórn skal bóka um synjunina í gerðabók.

Ákvörðun kjörstjóra eða kjörstjórnar um að synja um aðstoð er endanleg.

2. gr.

10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Aðstoð einstaklings sem fylgir kjósanda á kjörstað.

Kjósanda ber réttur til að njóta aðstoðar einstaklings sem fylgir kjósanda á kjörstað. Auk kjósanda getur aðstoðarmaður kjósanda tjáð kjörstjóra eða kjörstjórn að kjósandinn óski eftir aðstoð hans við atkvæðagreiðsluna.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 5. mgr. 89. gr. kosningalaga nr. 112/2021 og tekur þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 8. apríl 2024.

Guðrún Hafsteinsdóttir.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.