Fara beint í efnið
Sýna breytingar
Næsta útgáfa

Prentað þann 28. mars 2024

Upprunaleg útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 30. apríl 2015 – 1. apríl 2017 Sjá núgildandi

424/2015

Reglugerð um gildistöku ákvarðana og framseldra reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna, brunatæknilega flokkun á tilteknum vörum án þess að brunaprófun þurfi að fara fram, og aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara skv. 60. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 um byggingarvörur.

1. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins.

Eftirfarandi ákvarðanir og framseldar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem vísað er til í XXI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Eftirtaldar ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna, skv. 60. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011:

    1. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/81/ESB frá 9. febrúar 2010 að því er varðar lím fyrir keramikflísar, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2012, frá 26. október 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2013, 7. febrúar 2013, bls. 258-259.
    2. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/82/ESB frá 9. febrúar 2010 að því er varðar veggklæðningar til skrauts í rúllum eða plötum, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2012, frá 26. október 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2013, 7. febrúar 2013, bls. 260-261.
    3. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/83/ESB frá 9. febrúar 2010 að því er varðar loftþornandi þéttiefnasambönd, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2012, frá 26. október 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2013, 7. febrúar 2013, bls. 262-263.
    4. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/85/ESB frá 9. febrúar 2010 að því er varðar jöfnunarefni úr sementi, jöfnunarefni úr kalsíumsúlfati og gólfjöfnunarefni úr gerviresíni, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2012, frá 26. október 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2013, 7. febrúar 2013, bls. 264-265.
    5. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/737/ESB frá 2. desember 2010 að því er varðar stálþynnur með pólýesterhúð og plastisólhúð, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2012, frá 26. október 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2013, 7. febrúar 2013, bls. 268-269.
    6. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/738/ESB frá 2. desember 2010 að því er varðar mót úr trefjastyrktu gifsi, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2012, frá 26. október 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2013, 7. febrúar 2013, bls. 271-272.
    7. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2011/232/ESB frá 11. apríl 2011 um breytingu á ákvörðun 2000/367/EB um að ákvarða flokkunarkerfi fyrir byggingarvörur, mannvirki og hluta þeirra eftir nothæfi með tilliti til brunaþols, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2012, frá 26. október 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2013, 7. febrúar 2013, bls. 279-280.
  2. Eftirtaldar framseldar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um brunatæknilega flokkun tiltekinna byggingarvara án þess að brunaprófun þurfi að fara fram, skv. 60. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011:

    1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1291/2014 frá 16. júlí 2014 um skilyrði fyrir flokkun, án prófunar, á þiljum sem eru unnar úr viði samkvæmt EN 13986 og gegnheilum viðarþiljum og klæðningum samkvæmt EN 14915 að því er varðar brunavarnarhæfni þeirra, þegar þær eru notaðar í vegg- og loftklæðningu, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2015, frá 20. mars 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 23/2015, 23. apríl 2015, bls. 807-808.
    2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1292/2014 frá 17. júlí 2014 um skilyrði fyrir flokkun, án prófunar, á tilteknu óhúðuðu viðargólfefni samkvæmt EN 14342 með tilliti til viðbragða við bruna, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2015, frá 20. mars 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 23/2015, 23. apríl 2015, bls. 809-810.
    3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1293/2014 frá 17. júlí 2014 um skilyrði fyrir flokkun, án prófunar, á bendineti og styrkingum úr málmi til gifshúðunar innanhúss, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 13658-1, á bendineti og styrkingum úr málmi til gifshúðunar utanhúss, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 13658-2, og á skraut- og styrktarlistum úr málmi, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 14353, með tilliti til viðbragða þeirra við bruna, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2015, frá 20. mars 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 23/2015, 23. apríl 2015, bls. 811-812.
  3. Eftirtaldar ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um aðferðir við staðfestingu á samræmi ákveðinnar vöru eða vöruflokka, skv. 60. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011:

    1. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/679/ESB frá 8. nóvember 2010 um breytingu á ákvörðun 95/467/EB um framkvæmd 2. mgr. 20. gr. tilskipunar ráðsins 89/106/EBE, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2012, frá 26. október 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2013, 7. febrúar 2013, bls. 520-521.
    2. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/683/ESB frá 9. nóvember 2010 um breytingu á ákvörðun 97/555/EB að því er varðar sement, byggingarkalk og önnur bindiefni sem harðna í vatni, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2012, frá 26. október 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2013, 7. febrúar 2013, bls. 266-267.
    3. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2011/14/ESB frá 13. janúar 2011 um breytingu á ákvörðun 97/556/EB að því er varðar múreinangrunarkerfi á útveggi, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2012, frá 26. október 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2013, 7. febrúar 2013, bls. 273-274.
    4. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2011/19/ESB frá 14. janúar 2011 að því er varðar þéttiefni, sem eru notuð í annað en burðarvirki, í samskeytum í byggingum og gangbrautum, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2012, frá 26. október 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2013, 7. febrúar 2013, bls. 275-278.
    5. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2011/246/ESB frá 18. apríl 2011 um breytingu á ákvörðun 1999/93/EB að því er varðar hurðir, glugga, hlera, gluggahlera, hlið og tilheyrandi glugga- og hurðajárn, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2012, frá 26. október 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2013, 7. febrúar 2013, bls. 281-282.
    6. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2011/284/ESB frá 12. maí 2011 að því er varðar rafmagns-, stjórnunar- og samskiptakapla, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2012, frá 26. október 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2013, 7. febrúar 2013, bls. 283-286.
    7. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2012/201/ESB frá 26. mars 2012 um breytingu á ákvörðun 98/213/EB að því er varðar skilveggjasamstæður, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2012, frá 26. október 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2013, 7. febrúar 2013, bls. 287-288.
    8. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2012/202/ESB frá 29. mars 2012 um breytingu á ákvörðun 1999/94/EB að því er varðar forsteyptar steypuvörur úr venjulegri steypu, léttsteypu eða hita- og þrýstihertri frauðsteypu, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2012, frá 26. október 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 16/2013, 14. febrúar 2013, bls. 32-33.

2. gr. Innleiðing tiltekinna gerða Evrópusambandsins.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

  1. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/81/ESB frá 9. febrúar 2010 um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna að því er varðar lím fyrir keramikflísar.
  2. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/82/ESB frá 9. febrúar 2010 um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna að því er varðar veggklæðningar til skrauts í rúllum eða plötum.
  3. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/83/ESB frá 9. febrúar 2010 um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna að því er varðar loftþornandi þéttiefnasambönd.
  4. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/85/ESB frá 9. febrúar 2010 um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna að því er varðar jöfnunarefni úr sementi, jöfnunarefni úr kalsíumsúlfati og gólfjöfnunarefni úr gerviresíni.
  5. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/737/ESB frá 2. desember 2010 um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna að því er varðar stálþynnur með pólýesterhúð og plastisólhúð.
  6. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/738/ESB frá 2. desember 2010 um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna að því er varðar mót úr trefjastyrktu gifsi.
  7. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2011/232/ESB frá 11. apríl 2011 um breytingu á ákvörðun 2000/367/EB um að ákvarða flokkunarkerfi fyrir byggingarvörur, mannvirki og hluta þeirra eftir nothæfi með tilliti til brunaþols.
  8. Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1291/2014 frá 16. júlí 2014 um skilyrði fyrir flokkun, án prófunar, á þiljum sem eru unnar úr viði samkvæmt EN 13986 og gegnheilum viðarþiljum og klæðningum samkvæmt EN 14915 að því er varðar brunavarnarhæfni þeirra, þegar þær eru notaðar í vegg- og loftklæðningu.
  9. Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1292/2014 frá 17. júlí 2014 um skilyrði fyrir flokkun, án prófunar, á tilteknu óhúðuðu viðargólfefni samkvæmt EN 14342 með tilliti til viðbragða við bruna.
  10. Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1293/2014 frá 17. júlí 2014 um skilyrði fyrir flokkun, án prófunar, á bendineti og styrkingum úr málmi til gifshúðunar innanhúss, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 13658-1, á bendineti og styrkingum úr málmi til gifshúðunar utanhúss, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 13658-2, og á skraut- og styrktarlistum úr málmi, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 14353, með tilliti til viðbragða þeirra við bruna.
  11. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/679/ESB frá 8. nóvember 2010 um breytingu á ákvörðun 95/467/EB um framkvæmd 2. mgr. 20. gr. tilskipunar ráðsins 89/106/EBE um byggingarvörur.
  12. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/683/ESB frá 9. nóvember 2010 um breytingu á ákvörðun 97/555/EB um aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara samkvæmt 2. mgr. 20. gr. tilskipunar ráðsins 89/106/EBE að því er varðar sement, byggingarkalk og önnur bindiefni sem harðna í vatni.
  13. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2011/14/ESB frá 13. janúar 2011 um breytingu á ákvörðun 97/556/EB um aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara samkvæmt 2. mgr. 20. gr. tilskipunar ráðsins 89/106/EBE að því er varðar múreinangrunarkerfi á útveggi.
  14. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2011/19/ESB frá 14. janúar 2011 um aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara skv. 2. mgr. 20. gr. tilskipunar ráðsins 89/106/EBE að því er varðar þéttiefni, sem eru notuð í annað en burðarvirki, í samskeytum í byggingum og gangbrautum.
  15. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2011/246/ESB frá 18. apríl 2011 um breytingu á ákvörðun 1999/93/EB um aðferð til að staðfesta samræmi byggingarvara samkvæmt 2. mgr. 20. gr. tilskipunar ráðsins 89/106/EBE að því er varðar hurðir, glugga, hlera, gluggahlera, hlið og tilheyrandi glugga- og hurðajárn.
  16. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2011/284/ESB frá 12. maí 2011 um aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara skv. 2. mgr. 20. gr. tilskipunar ráðsins 89/106/EBE að því er varðar rafmagns-, stjórnunar- og samskiptakapla.
  17. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2012/201/ESB frá 26. mars 2012 um breytingu á ákvörðun 98/213/EB um aðferð til að staðfesta samræmi byggingarvara samkvæmt 2. mgr. 20. gr. tilskipunar ráðsins 89/106/EBE að því er varðar skilveggjasamstæður.
  18. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2012/202/ESB frá 29. mars 2012 um breytingu á ákvörðun 1999/94/EB um aðferð til að staðfesta samræmi byggingarvara samkvæmt 2. mgr. 20. gr. tilskipunar ráðsins 89/106/EBE að því er varðar forsteyptar steypuvörur úr venjulegri steypu, léttsteypu eða hita- og þrýstihertri frauðsteypu.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. tölul. 7. gr. laga nr. 114/2014 um byggingarvörur.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 29. apríl 2015.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.