Fara beint í efnið

Prentað þann 27. des. 2024

Stofnreglugerð

422/2023

Reglugerð um eiginleika þráðlausra aðgangspunkta sem þekja lítið svæði.

1. gr. Gildissvið og markmið.

Reglugerð þessi gildir um þráðlausa aðgangspunkta sem þekja lítið svæði í skilningi laga um fjarskipti, nr. 70/2022.

Markmið reglugerðarinnar er að tilgreina kröfur um eðlisfræðilega og tæknilega eiginleika, svo sem hámarksstærð, þyngd og sendiafl sem þráðlausir aðgangspunktar sem þekja lítið svæði skulu uppfylla.

2. gr. Innleiðing ESB-gerðar.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtalin reglugerð sem vísað er til í XI. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XI. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1070 frá 20. júlí 2020 um tilgreiningu einkenna þráðlausra aðgangsstaða sem þekja lítið svæði skv. 2. mgr. 57. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1972, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, dagsett 18. nóvember 2021, á bls. 60, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 277/2021 frá 24. september 2021.

3. gr. Eftirlit og viðurlög.

Fjarskiptastofa hefur eftirlit með kröfum laga um fjarskipti, nr. 70/2022, til eiginleika þráðlausra aðgangspunkta sem þekja lítið svæði, sem nánar eru útfærðar í reglugerð þessari.

Um framkvæmd eftirlits, aðgang Fjarskiptastofu að upplýsingum og úrlausn deilumála fer samkvæmt lögum um Fjarskiptastofu, nr. 75/2021.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum XV. kafla laga um fjarskipti, nr. 70/2022.

4. gr. Heimild og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 41. gr., sbr. 107. gr. laga um fjarskipti, nr. 70/2022, og öðlast þegar gildi.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, 13. apríl 2023.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Ásdís Halla Bragadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.