Prentað þann 14. nóv. 2024
416/2024
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 350/2009 um kennslanefnd.
1. gr.
Í stað orðsins "innanríkisráðherra" í 3. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: ráðherra.
2. gr.
3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Formaður nefndarinnar ákveður í samráði við hlutaðeigandi lögreglustjóra, hvort nefndin skuli starfa fullskipuð eða einstakir nefndarmenn taki þátt í rannsókn tiltekins máls. Á sama hátt skal ákveða hvort kveðja skuli aðra sérfræðinga til. Í vafatilvikum skal bera málið undir ríkislögreglustjóra.
3. gr.
4. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Störf nefndarinnar fara að jafnaði fram í Reykjavík. Þó getur formaður nefndarinnar ákveðið að höfðu samráði við hlutaðeigandi lögreglustjóra hvort störf nefndarinnar skuli fara fram að nokkru eða öllu leyti á vettvangi eða annars staðar, og lýtur kennslanefnd þá stjórn viðkomandi lögreglustjóra. Í vafatilvikum skal bera málið undir ríkislögreglustjóra.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "ríkislögreglustjóranum" í 1. mgr. kemur: formanni nefndarinnar.
- 2. mgr. orðist svo:
Þegar tilkynning berst frá lögreglustjóra um meiri háttar slysfarir virkjast gildandi hópslysaáætlun í því lögregluumdæmi þar sem slys hefur orðið, í samræmi við ákvæði áætlunarinnar. Með sama hætti geta séráætlanir einnig virkjast við meiri háttar slysfarir, svo sem við flugslys. - 3. mgr. orðist svo:
Lögreglustjórar geta leitað eftir aðstoð frá kennslanefndinni í öðrum tilvikum. Formaður nefndarinnar ákveður hvort orðið skuli við slíkri beiðni. Í vafatilvikum skal bera málið undir ríkislögreglustjóra.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "ríkislögreglustjóra" í heiti greinarinnar kemur: formanns nefndarinnar.
- Í stað orðsins "ríkislögreglustjóra" í a-lið 1. mgr. kemur: formanni nefndarinnar.
- Í stað orðsins "ríkislögreglustjóra" í c-lið 1. mgr. kemur: formanni nefndarinnar.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:
- 2. mgr. orðist svo:
Formaður skal sjá til þess að fundargerð verði rituð. - Á eftir 3. mgr. 8. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Kennslanefnd ber að senda embætti ríkislögreglustjóra ársskýrslu, fyrir síðastliðið ár, þar sem gerð er grein fyrir störfum nefndarinnar, þar á meðal upplýsingar um á hvaða grundvelli greiningar voru framkvæmdar, upplýsingar um samanburðartengsl og útlistun á ferðum og ferðakostnaði vegna alþjóðasamstarfs. Ársskýrslu ber að skila fyrir lok febrúar ár hvert. - Heiti 8. gr. orðist svo: Fundir nefndarinnar og upplýsingamiðlun til embættis ríkislögreglustjóra.
7. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 43. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, öðlast þegar gildi.
Dómsmálaráðuneytinu, 15. mars 2024.
Guðrún Hafsteinsdóttir.
Haukur Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.