Prentað þann 24. nóv. 2024
403/2022
Reglugerð um breyting á reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, nr. 477/2020.
1. gr.
Í stað orðanna "skv. VI. kafla" í 2. málsl. 2. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar kemur: skv. V. kafla.
2. gr.
Í stað orðanna "og segir í a-lið 16. gr." í 1. málsl. 2. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar kemur: og segir í 1. mgr.
3. gr.
Í stað 2. málsl. 1. mgr. 29. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Með henni er innleidd framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/983 frá 24. júní 2015, eins og henni var breytt með framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2020/1190 frá 11. ágúst 2020, um málsmeðferð við útgáfu evrópska fagskírteinisins og beitingu viðvörunarkerfisins samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 9. gr. laga um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi nr. 26/2010, öðlast þegar gildi.
Mennta- og barnamálaráðuneytinu, 21. mars 2022.
Ásmundur Einar Daðason.
Auður B. Árnadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.