Fara beint í efnið

Prentað þann 21. nóv. 2024

Stofnreglugerð

377/2024

Reglugerð um hámark ábyrgðar Ábyrgðasjóðs launa.

1. gr.

Hámarksábyrgð á kröfum launafólks skv. a- og b-lið 5. gr., sbr. einnig 6. gr. laga nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa, sem gjaldfalla fyrir 1. apríl 2024, skal vera 633.000 kr. fyrir hvern mánuð. Hámarksábyrgð á kröfum um orlofslaun skv. c-lið 5. gr., sbr. einnig 6. gr. laganna, sem gjaldfalla fyrir 1. apríl 2024 skal vera 1.014.000 kr.

2. gr.

Hámarksábyrgð á kröfum launafólks skv. a- og b-lið 5. gr., sbr. einnig 6. gr. laga nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa, sem gjaldfalla frá og með 1. apríl 2024, skal vera 850.000 kr. fyrir hvern mánuð. Hámarksábyrgð á kröfum um orlofslaun skv. c-lið 5. gr., sbr. einnig 6. gr. laganna, sem gjaldfalla frá og með 1. apríl 2024 skal vera 1.362.000 kr.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa, öðlast gildi 1. apríl 2024. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 645/2018, um hámark ábyrgðar Ábyrgðasjóðs launa.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 21. mars 2024.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Svanhvít Jakobsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.