Prentað þann 14. mars 2025
336/2024
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1240/2015 um framkvæmd áreiðanleikakannana vegna upplýsingaöflunar á sviði skattamála.
1. gr.
Við tölustaf 34, staflið g í skilgreiningum 2. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi:
-
Undanþegnir reikningar samkvæmt g-lið teljast m.a. innlánsreikningar og vátryggingarsamningar að tilteknu peningavirði sem bera með sér litla hættu og samanlögð staða eða verðmæti viðskiptasambandsins er lægra en 1.000 bandaríkjadalir og:
- Engar færslur hafa verið framkvæmdar af hálfu eða fyrir tilstuðlan viðskiptamannsins hjá fjármálastofnuninni á undanförnum þremur árum.
- Reikningshafi hefur ekki verið í samskiptum við fjármálastofnunina á síðastliðnum sex árum.
- Vátryggingarhafi hefur ekki verið í samskiptum við vátryggingafélag sem viðheldur vátryggingarsamningi að tilteknu peningavirði á síðastliðnum 6 árum.
Fjármálastofnun skal viðhafa reglubundið eftirlit með undanþegnum innlánsreikningnum og vátryggingarsamningum að tilteknu peningavirði.
2. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 13. gr., svohljóðandi:
Þeim fjármálastofnunum sem tilkynningarskyldar eru samkvæmt reglugerð þessari er skylt að framkvæma áreiðanleikakannanir á viðskiptamönnum samkvæmt III. kafla og afhenda ríkisskattstjóra tilskildar skýrslur í samræmi við 12. gr.
Um eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar og málsmeðferð fer eftir því sem við á samkvæmt IX.‑XI. kafla og um viðurlög samkvæmt XII. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 9. mgr. 92. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 4. mars 2024.
F. h. r.
Helga Jónsdóttir.
Guðmundur Skúli Hartvigsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.