Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 18. apríl 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 20. mars 2024

1240/2015

Reglugerð um framkvæmd áreiðanleikakannana vegna upplýsingaöflunar á sviði skattamála.

I. KAFLI Almennt.

1. gr. Skylda til auðkenningar.

Tilkynningarskyldar fjármálastofnanir skulu skv. reglugerð þessari auðkenna nýja reikningshafa og raunverulega reikningseigendur samkvæmt þeim fyrirmælum sem fram koma í III. kafla reglugerðarinnar.

II. KAFLI Skilgreiningar.

2. gr.

Eftirfarandi hugtök skulu hafa þá þýðingu sem fyrir mælir í þessari reglugerð.

Tilkynningarskyld fjármálastofnun.

  1. Tilkynningarskyld fjármálastofnun: íslensk fjármálastofnun.
  2. Íslensk fjármálastofnun: fjármálastofnun sem er heimilisföst á Íslandi sem og útibú erlendrar fjármálastofnunar ef útibúið er heimilisfast á Íslandi. Til íslenskra fjármálastofnana teljast þó ekki útibú íslenskra fjármálstofnana erlendis.
  3. Fjármálastofnun: vörslustofnun, innlánsstofnun, fjárfestingaraðili eða tilgreint vátryggingafélag.
  4. Vörslustofnun: hver sá lögaðili sem stundar starfsemi sem að verulegu leyti snýst um að varðveita fjáreignir fyrir reikning annarra. Talið er að aðili stundi starfsemi, sem að verulegu leyti snýst um að varðveita fjáreignir fyrir reikning annarra, ef vergar tekjur viðkomandi lögaðila, sem rekja má til þess að varðveita fjáreignir og veita tengda fjármálaþjónustu, jafngilda eða sem fara yfir 20 hundraðshluta af vergum tekjum fyrrnefnds lögaðila á öðru hvoru því tímabili sem um getur hér að aftan og er styttra:

    1. því þriggja ára tímabili sem lýkur 31. desember (eða síðasta dag uppgjörstímabils árs sem ekki er almanaksár) á undan því ári þegar ákvörðun með útreikning er tekin; eða
    2. því tímabili sem er líftími viðkomandi lögaðila.
  5. Innlánsstofnun: lögaðili sem tekur við innlánum í venjulegri bankastarfsemi eða sambærilegri viðskiptastarfsemi.
  6. Fjárfestingaraðili: lögaðili sem:

    1. fæst við að stjórna eftirfarandi starfsemi eða rekstri, einni eða fleiri, fyrir viðskiptavin eða fyrir hönd viðskiptavinar:

      1. viðskiptum með peningamarkaðsgerninga (tékka, reikninga, innlánsskírteini, afleiður o.s.frv.), erlendan gjaldeyri, gengis- og vaxtabréf og vísitölugerninga, framseljanleg verðbréf eða viðskiptum með framvirkum hráefnum (e. commodity futures trading);
      2. einstaklingsmiðaðri og sameiginlegri stjórnun eignasafns; eða
      3. annars konar fjárfestingu, umsýslu eða stýringu sjóða eða fjármuna fyrir hönd annarra aðila.
    2. hefur vergar tekjur sem fyrst og fremst stafa frá fjárfestingu, endurfjárfestingu, eða kaup og sölu á fjármunalegum eignum, ef lögaðila er stjórnað af öðrum lögaðila sem er innlánsstofnun, vörslustofnun, tilgreint vátryggingafélag eða fjárfestingaraðili sem tilgreindur er í a-lið 6. tölul.

    Lögaðili telst aðallega stjórna starfsemi þar sem ein eða fleiri af starfsemi þeirri sem lýst er í a-lið 6. tölul., eða að vergar tekjur lögaðilans stafa fyrst og fremst frá fjárfestingu, endurfjárfestingu, eða kaupum og sölu á fjármunalegum eignum skv. ákvæðum b-liðar 6. tölul., ef vergar tekjur lögaðilans jafngilda eða fara yfir 50 hundraðshluta á því tímabili sem er styttra: (i) þriggja ára tímabil sem lýkur 31. desember á undan því ári þegar ákvörðunin er tekin; eða (ii) því tímabili sem er líftími viðkomandi lögaðila. Hugtakið "fjárfestingaraðili" felur ekki í sér lögaðila, sem er virkur lögaðili sem ekki er fjármálastofnun, eingöngu af því að hann uppfyllir skilgreininguna d-g-lið í 43. tölul.
    Túlka ber málsgrein þessa með sambærilegum hætti og sams konar orðalagi sem er að finna í skilgreiningu hugtaksins "fjármálastofnun" í tilmælum FATF (e. Financial Action Task Force).

  7. Fjáreign þar með talin: verðbréf (t.d. hlutdeild í hlutafélagi; sameignarfélagi eða raunverulegur eignarhlutur í félagi sem hefur skráða fjármálagerninga á skipulegum verðbréfamarkaði eða í skráðum verðbréfasjóði, skuldabréf, vaxtabréf, eða önnur viðurkennd skuldareign), eignarhlutir í sameignarfélagi, hrávörur, skiptasamningar (t.d. vaxtaskiptasamningar e. interest/basis swaps, gjaldeyrisskiptasamningar e. currency swaps, samningar um vaxtaþak e. interest rate caps, samningar um lágmarksvaxtagrunn e. interest rate floors, hrávöruskiptisamningar e. commodity swaps, hlutafjársskiptisamningar e. equity swaps, hlutabréfavísitöluskiptisamningar e. equity index swaps og aðrir svipaðir samningar), vátryggingarsamningar eða lífeyrissamningar, eða aðrir hagsmunasamningar þar með taldir framvirkir samningar, frestsamningar og valréttir, í verðbréfum, sameignarfélögum, hrávöru, skiptisamningum, vátryggingarsamningum eða lífeyrissamningnum. Hugtakið "fjáreign" felur ekki í sér skuldlausa beina eignaraðild að fasteign (e. non-debt, direct interest in real property).
  8. Tilgreint vátryggingafélag: lögaðili sem er vátryggingafélag eða eignarhaldsfélag vátryggingafélags sem gefur út, eða er skuldbundið til að inna af hendi greiðslur vegna, vátryggingarsamninga að tilteknu peningavirði eða lífeyrissamninga.

Fjármálastofnun sem er ekki tilkynningarskyld.

  1. Ekki tilkynningarskyld fjármálastofnun merkir:

    1. opinberan lögaðila, alþjóðastofnun eða seðlabanka. Þetta á þó ekki við ef framangreindir aðilar taka við greiðslu sem er rakin til skuldbindinga í tengslum við viðskiptalega fjármálastarfsemi af þeim toga sem tilgreint vátryggingafélag, vörslustofnun eða innlánsstofnun stundar;
    2. eftirlaunasjóð með víðri þátttöku, eftirlaunasjóð með þröngri þátttöku, lífeyrissjóð opinbers lögaðila, alþjóðastofnunar eða seðlabanka, eða viðurkenndan kreditkortaútgefanda;
    3. aðra lögaðila sem eru í lítilli hættu á að verða notaðir í því skyni að komast hjá skattlagningu, hafa að mestu sömu einkenni og þeir lögaðilar sem lýst er í a- og b-lið hér að framan, og eru skilgreindir í innlendum rétti sem fjármálastofnun sem er ekki tilkynningarskyld að því gefnu að staða slíks lögaðila sem fjármálastofnun sem er ekki tilkynningarskyld gangi ekki gegn tilgangi hins samræmda staðals um upplýsingagjöf;
    4. undanþegna sameiginlega fjárfestingarleið;
    5. sjóð sem er stofnaður skv. lögum tilkynningarskylds lögsagnarumdæmis að því marki að fjárhaldsaðili sjóðsins sé tilkynningarskyld fjármálastofnun sem veitir allar upplýsingar sem krafist er í samræmi við 6. mgr. 92. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 að því er varðar alla tilkynningarskylda reikninga sjóðsins.
  2. Opinber lögaðili: ríkisstjórn lögsagnarumdæmis, sjálfstæð umdæmi lögsagnarumdæmis (þ.m.t. ríki, fylki, sýslu eða sveitarfélag) eða stjórnarstofnun eða umboðsskrifstofa alfarið í eigu lögsagnarumdæmis eða eitt eða fleiri af undanfarandi. Þessi flokkur er samansettur af óaðskiljanlegum hlutum, stýrðum lögaðilum og sjálfstæðum umdæmum lögsagnarumdæmis.

    1. Óaðskiljanlegur hluti lögsagnarumdæmis merkir aðila, samtök, stjórnarstofnanir, skrifstofur, sjóði, umboðsskrifstofur eða aðrar skipulagsheildir, hvernig sem þau eru auðkennd, sem mynda stjórnvöld lögsagnarumdæmis. Hreinar tekjur viðkomandi stjórnvalds verður að færa sem slíkar á eigin reikning þess eða á aðra reikninga lögsagnarumdæmisins og enginn hluti þeirra skal renna til einstaklinga þeim til hagsbóta. Óaðskiljanlegur hluti tekur ekki til neins sem einstaklingur sem er þjóðhöfðingi, opinber starfsmaður eða stjórnandi aðhefst á eigin vegum eða sem einstaklingur.
    2. Stýrður lögaðili merkir lögaðila sem að formi til er aðskilinn frá lögsagnarumdæmi eða samning svipaðs efnis eða sem myndar með öðrum hætti aðskildan lögaðila samkvæmt lögum, að því tilskildu:

      1. að viðkomandi lögaðili sé alfarið í eigu og undir stjórn eins eða fleiri opinberra lögaðila, með beinum hætti eða með milligöngu eins eða fleiri stýrðra lögaðila;
      2. að hreinar tekjur viðkomandi lögaðila séu færðar sem slíkar á eigin reikning hans eða á reikning eins eða fleiri opinberra lögaðila, og enginn hluti tekna viðkomandi lögaðila renni til einstaklinga þeim til hagsbóta; og
      3. að fjáreignir viðkomandi lögaðila gangi til eins eða fleiri opinberra lögaðila við slit.
    3. Tekjur renna ekki til einstaklinga þeim til hagsbóta ef slíkir einstaklingar eru ætlaðir rétthafar innan áætlunar stjórnvalda og starfsemi tengd áætluninni fer fram í þágu almennings vegna almennrar velsældar eða tengist stjórnsýslu vegna einhvers sviðs stjórnvalda. Þrátt fyrir það sem að framan greinir eru tekjur samt sem áður taldar renna til einstaklinga þeim til hagsbóta ef þær eru til komnar vegna þess að opinber lögaðili er notaður til þess að stjórna viðskiptum á borð við starfsemi viðskiptabanka sem býður fram fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga.
  3. Alþjóðastofnun: hvaða alþjóðastofnun sem er eða stjórnarstofnun eða umboðsskrifstofa alfarið í eigu hennar. Skilgreiningin tekur til allra alþjóðastofnana m.a. yfirþjóðlegrar stofnunar:

    1. sem er aðallega samansett af ríkisstjórnum;
    2. sem hefur í raun samning um höfuðstöðvar við lögsagnarumdæmi; og
    3. sem aflar tekna sem renna ekki til einstaklinga þeim til hagsbóta.
  4. Seðlabanki: stofnun sem að lögum eða með samþykki stjórnvalda er það helsta yfirvald, annað en sjálf ríkisstjórn lögsagnarumdæmis, sem gefur út gerninga sem er ætlað að fari í umferð sem gjaldmiðill. Innan fyrrnefndrar stofnunar getur verið stjórnsýslueining sem er aðskilin frá stjórnvöldum lögsagnarumdæmis, hvort sem hún er alfarið eða að hluta til í eigu lögsagnarumdæmis.
  5. Eftirlaunasjóður með víðri þátttöku: sjóður stofnsettur í því skyni að sjá fyrir eftirlaunum, örorkubótum eða dánarbótum, eða samsetningu þeirra, til rétthafa sem eru virkir eða fyrrverandi starfsmenn (eða aðilar sem þeir starfsmenn tilnefna) eins vinnuveitanda eða fleiri til endurgjalds fyrir veitta þjónustu, að því tilskildu að viðkomandi sjóður:

    1. hafi ekki innbyrðis einn rétthafa sem á rétt á meiru en fimm hundraðshlutum af eignum sjóðsins;
    2. sé háður eftirliti stjórnvalda og veiti upplýsingar til skattyfirvalda; og
    3. uppfylli a.m.k. eina eftirfarandi krafna:

      1. sjóðurinn sé almennt undanþeginn sköttum af fjárfestingartekjum eða fallið sé frá eða lækkuð skattlagning vegna slíkra tekna, vegna stöðu hans sem eftirlauna- eða lífeyriskerfis;
      2. sjóðurinn fái a.m.k. 50 hundraðshluta af heildarframlögum til sín (öðrum en millifærslum eigna frá öðrum kerfum sem er lýst í 13.-15. tölul.) eða af eftirlauna- og lífeyrisreikningum sem er lýst í a-lið 34. tölul., frá þeim vinnuveitendum sem fjármagna hann;
      3. úthlutanir eða úttektir úr sjóðnum séu aðeins heimilaðar ef tilgreindir atburðir verða sem tengjast starfslokum, örorku eða dauða (að undanskildum endurúthlutunum til annarra eftirlaunasjóða sem er lýst í 13.-15. tölul.) eða inn á eftirlauna- og lífeyrisreikninga sem er lýst í a-lið 34. tölul. að öðrum kosti gildi viðurlög um úthlutanir eða úttektir sem eiga sér stað áður en fyrrnefndir tilteknir atburðir verða; eða
      4. framlög (önnur en ákveðin heimiluð framlög sem eru uppbótarframlög (e. make-up contributions)) til sjóðsins séu takmörkuð með vísan til tekna sem starfsmaðurinn aflar eða megi ekki vera hærri en 50.000 Bandaríkjadalir á hverju ári með því að beita þeim reglum er um getur í 4. mgr. 11. gr. um samlagningu reikninga og gjaldmiðilsumreikning.
  6. Eftirlaunasjóður með þröngri þátttöku: sjóður stofnsettur í því skyni að sjá fyrir eftirlaunum, örorkubótum eða dánarbótum til rétthafa sem eru núverandi eða fyrrverandi starfsmenn (eða aðilar sem þeir starfsmenn tilnefna) eins vinnuveitanda eða fleiri til endurgjalds fyrir veitta þjónustu, að því tilskildu:

    1. að viðkomandi sjóður hafi færri en 50 þátttakendur;
    2. að sjóðurinn sé fjármagnaður af einum vinnuveitanda eða fleiri sem eru ekki fjárfestingaraðilar eða óvirkir aðilar sem eru ekki fjármálastofnanir;
    3. að framlög starfsmanns og vinnuveitanda til sjóðsins (önnur en millifærslur eigna frá viðurkenndum eftirlaunasjóðum sem er lýst í a-lið 34. tölul.) séu takmörkuð með vísan til tekna og uppbóta sem starfsmaðurinn aflar og hlýtur, eftir því sem við á;
    4. að þátttakendur, sem ekki hafa heimilisfesti í lögsagnarumdæmi, eigi ekki rétt á meiru en 20 hundraðshlutum af eignum sjóðsins; og
    5. að sjóðurinn sé háður eftirliti stjórnvalda og veiti upplýsingar til skattyfirvalda.
  7. Lífeyrissjóður opinbers lögaðila, alþjóðastofnunar eða seðlabanka: sjóður sem er stofnaður af opinberum lögaðila, alþjóðastofnun eða seðlabanka í því skyni að sjá fyrir eftirlaunum, örorkubótum eða dánarbótum til rétthafa eða þátttakenda sem eru núverandi eða fyrrverandi starfsmenn (eða aðilar sem þeir starfsmenn tilnefna) eða sem eru ekki núverandi eða fyrrverandi starfsmenn, ef þær bætur, sem fyrrnefndum rétthöfum eða þátttakendum er séð fyrir, eru endurgjald fyrir veitta persónulega þjónustu við fyrrnefndan opinberan lögaðila, alþjóðastofnun eða seðlabanka.
  8. Viðurkenndur kreditkortaútgefandi: fjármálastofnun sem uppfyllir eftirfarandi kröfur:

    1. viðkomandi fjármálastofnun er fjármálastofnun einungis af þeirri ástæðu að hún er kreditkortaútgefandi sem tekur aðeins við innborgunum þegar viðskiptavinur gengur frá greiðslu umfram reikningsstöðu, þ.e. skuld sem er gjaldkræf að því er kortið varðar, og umframgreiðslunni er ekki umsvifalaust skilað viðskiptavininum aftur; og
    2. viðkomandi fjármálastofnun skal, frá eða fyrir 1. janúar 2016, hafa markaða stefnu og verklag, annaðhvort til þess að koma í veg fyrir að innborganir viðskiptavinar séu umfram 50.000 Bandaríkjadali eða til þess að tryggt sé að innborgun viðskiptavinar sem er umfram 50.000 Bandaríkjadali sé endurgreidd viðkomandi viðskiptavini innan 60 daga með því að beita í hvoru tilviki um sig þeim reglum er um getur í 4. mgr. 11. gr. um samlagningu reikninga og gjaldmiðilsumreikning. Innborgun viðskiptavinar vísar í þessum skilningi ekki til innistæðna að því marki sem varðar umdeildar færslur, en tekur til innistæðna sem eiga rætur að rekja til vöruskila.
  9. Undanþegin sameiginleg fjárfestingarleið: fjárfestingar lögaðila, sem er eftirlitsskyldur sem sameiginleg fjárfestingarleið (e. collective investment vehicle, CIV) að því tilskildu að allir eignarhlutir í þeirri sameiginlegu fjárfestingarleið séu í höndum eða fari í gegnum einn eða fleiri undanþegna raunverulega eigendur, einstaklinga eða lögaðila sem eru ekki tilkynningarskyldir aðilar, að undanskilinni óvirkri fjármálastofnun sem er ekki tilkynningarskyld en með ráðandi aðila sem eru tilkynningarskyldir aðilar.
    Fjárfestingarlögaðili sem er eftirlitsskyld sameiginleg fjárfestingarleið hættir ekki að falla undir framangreinda skilgreiningu sem undanþegin sameiginleg fjárfestingarleið eingöngu vegna þess að sameiginlega fjáfestingarleiðin hefur gefið út handahafa hlutabréf á pappír að því tilskyldu að:

    1. sameiginlega fjárfestingaleiðin hafi ekki gefið út og gefi ekki út nein handahafahlutabréf eftir 31. desember 2015;
    2. sameiginlega fjárfestingaleiðin tekur alla slíka hluti úr umferð við endurkaup;
    3. sameiginlega fjárfestingaleiðin lætur fara fram áreiðanleikakönnun í samræmi við 3.-11. gr. og veitir allar þær upplýsingar sem krafist er að því er varðar alla slíka hluti þegar slíkir hlutir eru auglýstir til innlausnar eða aðrar greiðslur; og
    4. sameiginlega fjárfestingaleiðin verður að hafa til staðar stefnu og verklagsreglur sem tryggja að slíkir hlutir verði greiddir upp eða teknir úr umferð eins fljótt og auðið er og öllu falli ekki síðar en 1. janúar 2018.

Fjárhagsreikningur.

  1. Fjárhagsreikningur: viðskiptareikningur sem fjármálastofnun viðheldur og felur í sér innlánsreikning, vörslureikning og:

    1. í tilviki fjárfestingaraðila annarra en fjárfestingaraðila sem er fjármálastofnun eingöngu vegna þess að hann stjórnar fjárfestingaraðila sem lýst er í b-lið 6. tölul., eignarréttindi eða skuldareign í viðkomandi fjármálastofnun;
    2. í tilviki fjármálastofnunar, sem er ekki lýst í a-lið hér að framan, eignarréttindi eða skuldareign í viðkomandi fjármálastofnun ef viðkomandi flokkur eignarhluta var stofnaður í því skyni að komast hjá tilkynningum í samræmi við 6. mgr. 92. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003; og
    3. allir vátryggingarsamningar að tilteknu peningavirði og lífeyrissamningar, sem fjármálastofnun gefur út eða viðheldur, að undanskildum lífeyri sem tengist ekki fjárfestingum, er óframseljanlegur eða tafarlaus og fellur einstaklingi í skaut og er eftirlaun eða örorkubætur í formi peninga sem eru látin eða látnar í té samkvæmt viðskiptareikningi sem er útilokaður reikningur.

    Hugtakið tekur ekki til neinna reikninga sem eru útilokaðir reikningar.

  2. Innlánsreikningur: allir veltureikningar, sparireikningar, tímabundnir reikningar eða sparnaðarreikningar sem eru vottaðir með innlánsskilríki, sparnaðarskilríki, fjárfestingarskilríki, skuldsetningarskilríki eða öðru álíka skjali sem fjármálastofnun heldur úti í venjubundinni bankastarfsemi eða álíka starfsemi. Innlánsreikningur tekur einnig til fjárhæðar sem vátryggingafélag hefur undir höndum samkvæmt tryggðum fjárfestingasamningi eða álíka samkomulagi um að greiða eða færa til tekna lánsvexti á hana.
  3. Vörslureikningur: reikningur (að undanskildum vátryggingarsamningi eða lífeyrissamningi) sem þjónar fjármunalegum eignum annars aðila.
  4. Eignaréttindi: í tilviki sameignarfélags sem er fjármálastofnun, annað hvort höfuðstólseign eða eignarhlutur í hagnaði innan sameignarfélagsins. Í tilviki fjárvörslusjóðs, sem er fjármálastofnun, er litið svo á að eignarréttindi séu í höndum aðila sem litið er á sem stofnanda eða rétthafa alls sjóðsins eða hluta hans eða annarra einstaklinga sem fara með virka og endanlega stjórn sjóðsins. Farið skal með tilkynningarskyldan aðila sem rétthafa gagnvart erlendum fjárvörslusjóði ef fyrrnefndur tilkynningarskyldur aðili á rétt á því að taka við, beint eða óbeint (til dæmis fyrir milligöngu tilnefnds aðila), skyldubundinni útgreiðslu eða er heimilt að taka við, beint eða óbeint, valkvæðri útgreiðslu frá sjóðnum.
  5. Vátryggingarsamningur: samningur (að undanskildum lífeyrissamningi) þar sem útgefandinn fellst á að greiða fjárhæð þegar tiltekinn vátryggingaratburður á sér stað sem leiðir til dauðsfalls, sjúkdómsástands, slyss, bótaábyrgðar eða skemmda á vátryggðri fasteign.
  6. Lífeyrissamningur: samningur þar sem útgefandinn fellst á að inna greiðslur af hendi á tímabili sem er ákveðið í heild eða að hluta með vísan til lífslíka eins einstaklings eða fleiri. Hugtakið tekur einnig til samnings sem er talinn vera lífeyrissamningur samkvæmt lögum, reglugerðum eða venju í þeirri lögsögu þar sem samningurinn var gefinn út og ef í honum er kveðið á um að útgefandinn fallist á að inna greiðslur af hendi svo árum skiptir.
  7. Vátryggingarsamningur að tilteknu peningavirði: vátryggingarsamningur (að undanskildum samningum um endurábyrgðartryggingu milli tveggja vátryggingafélaga) sem hefur peningavirði.
  8. Peningavirði: sú fjárhæð sem er hærri en önnur af eftirfarandi:

    1. sú fjárhæð sem viðkomandi vátryggingartaka ber réttur til að fá greidda þegar fallið er frá samningi eða honum sagt upp (sem er ákveðin án lækkunar vegna gjalds fyrir að falla frá samningi eða vegna láns í tengslum við vátryggingarsamning); og
    2. sú fjárhæð sem viðkomandi vátryggingartaki getur tekið að láni samkvæmt samningnum eða í samræmi við samninginn. Þrátt fyrir það sem að framan greinir tekur hugtakið "peningavirði" ekki til fjárhæðar, sem ber að greiða samkvæmt vátryggingarsamningi, þegar:

      1. eingöngu við andlát hins vátryggða skv. líftryggingarsamningi og þar með talin endurgreiðsla áður greiddra iðgalda enda sé endurgreiðslan lágmarksáhættu endurgreiðsla eins og það hugtak er skilgreint í athugasemdum með staðlinum;
      2. um bætur fyrir líkamstjón eða bætur úr sjúkratryggingu eða aðrar bætur er að ræða sem eru skaðabætur fyrir efnahagslegt tjón, sem stofnast þegar atburður á sér stað sem viðkomandi hefur tryggt sig gegn;
      3. með hliðsjón af a-lið, þegar um er að ræða endurgreiðslu til vátryggingartaka á áður greiddu iðgjaldi (þó ekki kostnað við vátrygginguna hvort sem hún hefur verið greidd eða ekki) samkvæmt vátryggingarsamningi (öðrum en líftryggingarsamningi eða lífeyrissamningi) af þeirri ástæðu að slíkur samningur er afturkallaður eða honum sagt upp, að áhætta hefur minnkað á gildistíma vátryggingarsamningsins eða sem leiðir af endurákvörðun iðgjaldsins vegna leiðréttingar færsluvillu eða annarrar álíka skekkju; eða
      4. um er að ræða arð vátryggingartaka (annan en arð vegna slita samnings) svo fremi sem arðurinn tengist vátryggingarsamningi þar sem bætur eru eingöngu greiddar þeim sem lýst er b-lið;
      5. um endurgreiðslu á fyrirframgreiddu iðgjaldi eða innborgun iðgjalds er að ræða vegna vátryggingarsamnings þegar greiðsla iðgjalds fer fram a.m.k. árlega, ef fjárhæð fyrirframgreidda iðgjaldsins eða innborgun iðgjaldsins er ekki hærri en það árgjald sem greiða skal á næsta ári skv. samningnum.
  9. Eldri reikningur: fjárhagsreikningur sem er viðhaldið af tilkynningarskyldri fjármálastofnun þann 31. desember 2015.
  10. Nýr reikningur: fjárhagsreikningur sem er viðhaldið af tilkynningarskyldri fjármálastofnun frá og með 1. janúar 2016.
  11. Eldri reikningur einstaklings: eldri reikningur í eigu eins eða fleiri einstaklinga.
  12. Nýr reikningur einstaklings: nýr reikningur í eigu eins eða fleiri einstaklinga.
  13. Eldri reikningur lögaðila: eldri reikningur í eigu eins eða fleiri lögaðila.
  14. Reikningar að lægra verðmæti: eldri reikningur í eigu einstaklings þar sem samanlögð staða eða verðmæti þann 31. desember 2015 fer ekki yfir 1.000.000 Bandaríkjadali.
  15. Reikningar að hærra verðmæti: eldri reikningur í eigu einstaklings þar sem samanlögð staða eða verðmæti fer yfir 1.000.000 Bandaríkjadali þann 31. desember 2015 eða 31. desember næstu ára á eftir.
  16. Nýr reikningur lögaðila: nýr reikningur í eigu eins eða fleiri lögaðila.
  17. Undanþeginn reikningur: einhver af eftirtöldum reikningum:

    1. eftirlauna eða lífeyrisreikningur sem uppfyllir eftirfarandi kröfur:

      1. Viðkomandi reikningur er háður eftirliti sem persónulegur eftirlaunareikningur eða er hluti af skráðu eða reglufestu eftirlauna- eða lífeyriskerfi sem er ætlað að sjá fyrir eftirlaunum og lífeyri (m.a. örorkubótum eða dánarbótum);
      2. skattfríðindi fylgja viðkomandi reikningi (þ.e. framlög inn á reikninginn, sem að öðrum kosti væru skattskyld samkvæmt íslenskum lögum, eru frádráttarbær eða dregin frá vergum tekjum viðkomandi reikningshafa eða eru skattlögð í lækkuðu hlutfalli eða skattlagningu fjárfestingartekna af reikningnum er frestað eða hlutfall hennar lækkað);
      3. gerð er krafa um árlegar tilkynningar um upplýsingar til skattyfirvalda viðvíkjandi viðkomandi reikningi;
      4. úttektir eru háðar því skilyrði að viðkomandi nái tilteknum eftirlaunaaldri, hljóti örorku eða falli frá, að öðrum kosti gildi viðurlög um úttektir fyrir fyrrnefnda tiltekna atburði; og
      5. annaðhvort (i) eru árleg framlög takmörkuð við 50.000 Bandaríkjadali eða lægri fjárhæð eða (ii) hámarksæviframlag inn á reikninginn takmarkast við 1.000.000 Bandaríkjadali eða lægri fjárhæð, með því, í hvoru tilviki um sig, að beita þeim reglum sem um getur í 4. mgr. 11. gr. um samlagningu reikninga og gjaldmiðilsumreikning.

      Fjárhagsreikningur sem að öðru leyti uppfyllir skilyrði þessarar málsgreinar, mun ekki af þeirri ástæðu eingöngu, ekki teljast uppfylla slík skilyrði ef að slíkur fjárhagsreikningur getur tekið við eignum eða fjármunum sem fluttir eru frá einum eða fleiri fjárhagsreikningum sem uppfylla skilyrði a- eða b-liðar eða frá einum eða fleiri eftirlauna- eða lífeyrisreikningum sem uppfylla skilyrði í einhverjum af töluliðum 13.-15. tölul. hér að framan.

    2. reikningur sem uppfyllir eftirfarandi kröfur:

      1. viðkomandi reikningur er háður reglusetningu sem sparnaðarleið í öðrum tilgangi en vegna eftirlauna og viðskipti fara fram reglulega á viðurkenndum verðbréfamarkaði eða að reikningurinn er háður reglusetningu sem sparnaðarleið í öðrum tilgangi en vegna eftirlauna;
      2. skattfríðindi fylgja viðkomandi reikningi (þ.e. framlög inn á reikninginn, sem að öðrum kosti væru skattskyld, eru frádráttarbær eða dregin frá vergum tekjum viðkomandi reikningshafa eða eru skattlögð í lækkuðu hlutfalli, eða skattlagningu fjárfestingartekna af reikningnum er frestað eða hlutfall hennar lækkað);
      3. úttektir eru háðar því að tiltekin viðmið séu uppfyllt sem tengjast þeim tilgangi sem sparireikningurinn þjónar (t.d. að gera viðkomandi kleift að njóta menntunar eða læknisþjónustu), að öðrum kosti gildi viðurlög um úttektir áður en fyrrnefnd viðmið eru uppfyllt; og
      4. árleg framlög eru takmörkuð við 50.000 Bandaríkjadali eða lægri fjárhæð, með því að beita þeim reglum er um getur í 4. mgr. 11. gr. um samlagningu reikninga og gjaldmiðilsumreikning.

      Fjárhagsreikningur sem að öðru leyti uppfyllir skilyrði iv-liðar b-liðar, mun ekki af þeirri ástæðu eingöngu, ekki teljast uppfylla slík skilyrði ef að slíkur fjárhagsreikningur getur tekið við eignum eða fjármunum sem fluttir eru frá einum eða fleiri fjárhagsreikningum sem uppfylla skilyrði a- eða b-liðar eða frá einum eða fleiri eftirlauna eða lífeyrisreikningum sem uppfylla skilyrði í einhverjum af 13.-15. tölul. hér að framan.

    3. Líftryggingarsamningur sem hefur tryggingartímabil sem lýkur áður en viðkomandi tryggður einstaklingur nær 90 ára aldri, að því tilskildu að umræddur samningur uppfylli eftirfarandi kröfur:

      1. lotubundin iðgjöld, sem lækka ekki með tímanum, eru greiðanleg að minnsta kosti árlega á líftíma samningsins eða fram til þess að sá tryggði nær 90 ára aldri, eftir því hvort tímabilið er styttra;
      2. samningurinn hefur enga samningsfjárhæð sem einhver aðili getur haft aðgang að (sem úttekt, lán eða með öðrum hætti) án þess að segja samningnum upp;
      3. sú fjárhæð (önnur en dánarbætur) sem ber að greiða þegar viðkomandi samningur fellur úr gildi eða er sagt upp getur ekki orðið hærri en samanlögð iðgjöld sem eru greidd vegna samningsins, að frádreginni summu gjalda vegna dauðsfalla, sjúkdómsástands og kostnaðar (hvort sem þau eru lögð á í raun eður ei) fyrir það tímabili eða þau tímabil sem samningurinn er í gildi og að frádregnum þeim fjárhæðum sem eru greiddar áður en viðkomandi samningur fellur úr gildi eða er sagt upp; og
      4. samningurinn er ekki í höndum framsalshafa vegna verðgildis.
    4. Reikningur er alfarið í höndum dánarbús, ef gögn viðvíkjandi þess háttar reikningi hafa að geyma eintak af erfðaskrá hins látna eða dánarvottorð.
    5. Reikningur sem er stofnaður í tengslum við eitthvað af eftirfarandi:

      1. Dómsúrskurð eða dóm.
      2. Sölu, skipti eða leigu á fasteign eða lausafé einstaklinga, að því tilskildu að reikningurinn uppfylli eftirfarandi kröfur:

        1. viðkomandi reikningur er fjármagnaður eingöngu með innborgun, heiðarlega fengnum peningum, vörslufé að fjárhæð sem nægir til þess að tryggja skuldbindingu sem tengist beint viðkomandi viðskiptum, eða með álíka greiðslu, eða er fjármagnaður með fjármunaeign sem er lögð inn á reikninginn í tengslum við sölu, skipti eða leigu á viðkomandi eign;
        2. viðkomandi reikningur er stofnaður og notaður eingöngu í því skyni að tryggja þá skuldbindingu viðkomandi kaupanda að greiða kaupverð umræddrar eignar, viðkomandi seljanda að greiða óvissar skuldir eða leigusalans eða leigutakans að greiða tjón sem tengist hinni leigðu eign eins og samkomulag er um samkvæmt leigumála;
        3. fjármunir inni á reikningnum, m.a. tekjur sem hann myndar, verða greiddir út eða þeim skipt í þágu kaupandans, seljandans, leigusalans eða leigutakans (m.a. til þess að efna skuldbindingar fyrrnefndra aðila) þegar eignin er seld, skipti fara fram á henni eða hún er afhent;
        4. viðkomandi reikningur er ekki tryggingarfé eða þess háttar reikningur sem er stofnaður í tengslum við sölu eða skipti á fjáreign; og
        5. viðkomandi reikningur tengist ekki reikningum sem lýst er í f-lið hér að neðan.
    6. Innlánsreikningur sem uppfyllir eftirfarandi kröfur:

      1. reikningur er tilkominn einungis af þeirri ástæðu að viðskiptavinur gengur frá greiðslu umfram reikningsstöðu, þ.e. skuld sem er gjaldkræf að því er greiðslukort varðar, og umframgreiðslunni er ekki skilað viðskiptavininum aftur; og
      2. viðkomandi fjármálastofnun skal, frá eða fyrir 1. janúar 2016, hafa markaða stefnu og verklag, annaðhvort til þess að koma í veg fyrir að innborganir viðskiptavinar séu umfram 50.000 Bandaríkjadali eða til þess að tryggt sé að innborgun viðskiptavinar sem er umfram 50.000 Bandaríkjadali sé, með því að beita í hvoru tilviki um sig þeim reglum er um getur í 4. mgr. 11. gr. um samlagningu reikninga og gjaldmiðilsumreikning, endurgreitt viðkomandi viðskiptavini innan 60 daga. Innborgun viðskiptavinar vísar í þessum skilningi ekki til innstæðna að því marki sem varðar umdeildar færslur, en tekur til innstæðna sem eiga rætur að rekja til vöruskila.
    7. hver sá reikningur annar sem lítil hætta er á að verði notaður í því skyni að komast hjá greiðslu skatta, er að verulegu leyti svipaður þeim reikningum sem lýst er í a- til f-lið og er skilgreindur sem undanþeginn reikningur samkvæmt innanlandslöggjöf, að því tilskyldu að staða slíks reiknings sem undanþegins reiknings fari ekki í bága við tilgang hins samræmda staðals um upplýsingagjöf.

      1. Undanþegnir reikningar samkvæmt g-lið teljast m.a. innlánsreikningar og vátryggingarsamningar að tilteknu peningavirði sem bera með sér litla hættu og samanlögð staða eða verðmæti viðskiptasambandsins er lægra en 1.000 bandaríkjadalir og:

        1. Engar færslur hafa verið framkvæmdar af hálfu eða fyrir tilstuðlan viðskiptamannsins hjá fjármálastofnuninni á undanförnum þremur árum.
        2. Reikningshafi hefur ekki verið í samskiptum við fjármálastofnunina á síðastliðnum sex árum.
        3. Vátryggingarhafi hefur ekki verið í samskiptum við vátryggingafélag sem viðheldur vátryggingarsamningi að tilteknu peningavirði á síðastliðnum 6 árum.

        Fjármálastofnun skal viðhafa reglubundið eftirlit með undanþegnum innlánsreikningnum og vátryggingarsamningum að tilteknu peningavirði.

Tilkynningarskyldur reikningur.

  1. Tilkynningarskyldur reikningur: reikningur sem er í eigu eins aðila eða fleiri sem eru tilkynningarskyldir aðilar eða eru óvirkir lögaðilar sem ekki eru fjármálastofnanir sem hafa einn eða fleiri stjórnandi aðila sem eru tilkynningarskyldir aðilar að því tilskyldu að hann hafi verið auðkenndur sem slíkur að lokinni þeirri áreiðanleikakönnun er um getur í 3.-11. gr.
  2. Tilkynningarskyldur aðili: tilkynningarskyldur aðili í lögsagnarumdæmi annar en:

    1. fyrirtæki hvers hlutabréf ganga reglulega kaupum og sölu á einum eða fleiri viðurkenndum verðbréfamörkuðum;
    2. fyrirtæki sem eru tengdir aðilar fyrirtækjasamsteypu sem lýst er í a-lið;
    3. eining í eigu stjórnvalda;
    4. alþjóðleg stofnun;
    5. seðlabanki; eða
    6. fjármálastofnun.
  3. Tilkynningarskyldur aðili í lögsagnarumdæmi: einstaklingur eða félag sem hefur skattalega heimilisfesti í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi eða dánarbú aðila sem var heimilisfastur í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi. Að því er þetta varðar skal fara með félag eins og sameignarfélag, hlutafélag eða svipað félag sem ekki telst heimilisfast í skattalegu tilliti, sem heimilisfast í því lögsagnarumdæmi þar sem aðsetur raunverulegrar framkvæmdastjórnar er.
  4. Tilkynningarskylt lögsagnarumdæmi: lögsagnarumdæmi sem samkvæmt gildandi samningi skuldbindur sig til að veita þær upplýsingar sem tilgreindar eru í 6. mgr. 92. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.
  5. Lögsagnarumdæmi sem er þátttakandi: lögsagnarumdæmi sem samkvæmt gildandi samningi veitir þær upplýsingar sem tilgreindar eru í 6. mgr. 92. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.
  6. Stjórnandi aðilar: sá einstaklingur sem fer með stjórn lögaðila. Í tilviki fjárvörslusjóðs merkir fyrrnefnt hugtak stofnandann, vörsluaðilann, verndarann (ef við á), rétthafana eða flokk rétthafa og alla aðra einstaklinga sem fara með virka og endanlega stjórn sjóðsins og í tilviki lagalegs fyrirkomulags annars en fjárvörslusjóðs merkir fyrrnefnt hugtak aðila sem eru í jafngildum eða líkum stöðum. Túlka ber hugtakið "stjórnandi aðilar" í samræmi við tilmæli Financial Action Task Force (FATF).
  7. Lögaðili sem ekki er fjármálastofnun (e. Non Financial Entity, NFE): lögaðili sem ekki er fjármálastofnun.
  8. Óvirkur lögaðili sem ekki er fjármálastofnun:

    1. lögaðili sem ekki er fjármálastofnun sem er ekki virk fjármálastofnun;
    2. fjárfestingaraðili sem lýst er í b-lið 6. tölul. sem er ekki þátttakandi fjármálastofnun lögsagnarumdæmis.
  9. Virkur lögaðili sem ekki er fjármálastofnun (e. Active NFE): lögaðili sem er ekki fjármálastofnun og uppfyllir einhverjar eftirfarandi viðmiðana:

    1. innan við 50 hundraðshlutar af vergum tekjum lögaðilans sem er ekki fjármálastofnun á almanaksárinu á undan eða öðru viðeigandi reikningsskilatímabili, eru óbeinar tekjur og innan við 50 hundraðshlutar af eignum lögaðilans sem er ekki fjármálastofnun á undanfarandi almanaksári eða öðru viðeigandi reikningsskilatímabili eru eignir sem mynda, eða er viðhaldið til að mynda, óbeinar tekjur;
    2. viðskipti með hluti í viðkomandi lögaðila, sem ekki er fjármálastofnun, fara fram reglulega á viðurkenndum verðbréfamarkaði eða viðkomandi lögaðili, sem ekki er fjármálastofnun, er lögaðili sem er tengdur lögaðila sem viðskipti fara fram reglulega með hlutabréf í á viðurkenndum verðbréfamarkaði;
    3. viðkomandi lögaðili, sem ekki er fjármálastofnun, er stjórnvald, alþjóðastofnun, seðlabanki eða lögaðili sem er alfarið í eigu eins eða fleiri áður upptalinna aðila;
    4. öll starfsemi viðkomandi lögaðila, sem er ekki fjármálastofnun, felst í því að vera handhafi (í heild eða hluta) útistandandi hluta í, eða að útvega fjármagn og þjónustu til eins eða fleiri dótturfélaga, sem stunda viðskipti eða starfsemi sem ekki er starfsemi fjármálastofnunar, að því undanskildu að lögaðili skal ekki teljast lögaðili, sem ekki er fjármálastofnun, ef hann starfar sem fjárfestingarsjóður (eða kynnir sig sem slíkan), svo sem hlutabréfasjóður sem fjárfestir í óskráðum hlutabréfum, áhættufjármagnssjóður, sjóður til að kaupa skuldsett fyrirtæki (e. Leveraged buyout fund) eða hvaða önnur fjárfestingarleið sem þjónar þeim tilgangi að eignast eða fjármagna félög og vera síðan handhafi hagsmuna í þeim félögum í formi fjármunaeigna í fjárfestingarskyni;
    5. viðkomandi lögaðili, sem er ekki fjármálastofnun, hefur ekki enn hafið starfsemi og hefur enga fyrri rekstrarsögu, en fjárfestir í eignum með það að markmiði að stunda starfsemi, aðra en starfsemi fjármálastofnunar, nema að viðkomandi lögaðili, sem er ekki fjármálastofnun, uppfyllir ekki þessa undanþágu eftir þann dag sem kemur næst á eftir 24 mánuðum eftir þann dag þegar upphafleg stofnun viðkomandi lögaðila, sem er ekki fjármálastofnun, átti sér stað;
    6. viðkomandi lögaðili, sem er ekki fjármálastofnun, hefur ekki verið fjármálastofnun næstu fimm ár á undan og verið er að skipta eignum hans upp eða endurskipuleggja hann til þess að halda rekstri áfram eða hefja hann á ný í starfsemi, sem er önnur en starfsemi fjármálastofnunar;
    7. viðkomandi lögaðili, sem er ekki fjármálastofnun, fæst fyrst og fremst við fjármögnun og áhættuvarnarviðskipti við eða fyrir tengda lögaðila sem eru ekki fjármálastofnanir og veitir ekki fjármagni eða áhættuvarnarþjónustu til handa neinum lögaðila sem er ekki tengdur lögaðili, að því tilskildu að hópur slíkra tengdra lögaðila fáist aðallega við aðra starfsemi en starfsemi fjármálastofnana;
    8. viðkomandi lögaðili, sem er ekki fjármálastofnun, uppfyllir öll eftirfarandi skilyrði:

      1. hann er stofnaður og rekinn í heimilislögsögu sinni einungis af trúarlegum ástæðum, fyrir góðgerðarmálefni, eða í þágu vísinda, lista, menningar, íþrótta eða menntunar eða hann er stofnaður og rekinn í heimilislögsögu sinni og hann er fagfélag, hagsmunasamtök atvinnugreinar, viðskiptaráð, stéttarfélag, landbúnaðar- eða garðyrkjusamtök, borgaraleg félagasamtök eða samtök sem eingöngu eru rekin til að stuðla að félagslegri velferð;
      2. hann er undanþeginn tekjuskatti í heimilislögsögu sinni;
      3. hann hefur enga hluthafa eða meðlimi sem eiga eignarréttindi í eða hag af tekjum hans eða eignum;
      4. gildandi lög í heimilislögsögu viðkomandi lögaðila sem ekki er fjármálastofnun eða stofnskjöl hans heimila ekki að tekjum eða eignum hans sé útdeilt til eða þær notaðar í þágu, einstaklinga eða lögaðila sem ekki er góðgerðarfélag, nema til þess að inna af hendi góðgerðarverkefni hans eða sem eðlileg greiðsla fyrir þjónustu sem er veitt eða sem greiðsla sem er í samræmi við sanngjarnt markaðsvirði eignar sem viðkomandi lögaðili, sem ekki er fjármálastofnun, hefur keypt; og
      5. samkvæmt gildandi lögum í heimilislögsögu viðkomandi lögaðila sem ekki er fjármálastofnun eða stofnskjölum hans skulu allar eignir hans renna til opinberrar stofnunar eða annarrar stofnunar, sem er ekki rekin í hagnaðarskyni, við skipti eða slit eða renna til stjórnvalda í heimilislögsögu lögaðilans sem ekki er fjármálastofnun eða sjálfstæðs umdæmis þeirra stjórnvalda.

Ýmislegt.

  1. Reikningshafi: sá aðili sem sú fjármálastofnun sem viðheldur reikningnum skráir á lista eða auðkennir sem handhafa fjárhagsreiknings. Aðili, annar en fjármálastofnun, sem hefur fjárhagsreikning undir höndum í þágu hagsmuna annars aðila eða fyrir reikning hans sem umboðsaðili, vörsluaðili, tilnefndur aðili, undirritunaraðili, fjárfestingaráðgjafi eða miðlari, skal ekki fara með sem aðila sem hefur fyrrnefndan reikning undir höndum í skilningi samræmds staðals um upplýsingagjöf og skal fara með fyrrnefndan annan aðila sem hafi hann reikninginn undir höndum. Að því er varðar vátryggingarsamninga að tilteknu peningavirði eða lífeyrissamninga telst reikningshafi vera hver sá aðili sem hefur aðgangsrétt að peningavirðinu eða rétt til þess að breyta því hver rétthafi samningsins er. Geti enginn aðili haft aðgang að peningavirðinu eða breytt því hver rétthafinn er, telst reikningshafinn vera hver sá aðili sem er nafngreindur sem eigandi í samningnum og hver sá aðili sem hefur áunninn rétt til greiðslu samkvæmt skilmálum samningsins. Þegar vátryggingarsamningur að tilteknu peningavirði eða lífeyrissamningur fellur í gjalddaga skal farið með sérhvern aðila, sem á rétt til þess að fá greiðslu samkvæmt samningnum, sem væri hann reikningshafi.
  2. Verklagsreglur vegna aðgerða gegn peningaþvætti og/eða til að kanna deili á viðskiptavini (e. AML/KYC Procedures): reglur um áreiðanleikakönnun á viðskiptamönnum tilkynningarskyldrar fjármálastofnunar í samræmi við kröfur um aðgerðir gegn peningaþvætti sem gilda um slíkar tilkynningarskyldar fjármálastofnanir.
  3. Lögaðili: lögaðili eða lagalegt fyrirkomulag eins og fyrirtækjasamstæða, sameignarfélag, fjárvörslusjóður eða stofnun.
  4. Tengdur lögaðili: lögaðili telst tengdur öðrum lögaðila ef annar þeirra stjórnar hinum eða báðir lúta sameiginlegri stjórn. Að því er þetta varðar tekur stjórn til beins eða óbeins eignarhalds á yfir 50% atkvæða eða verðmætis í lögaðila.
  5. Skattkennitala: kenninúmer skattgreiðanda (e. Tax Identification Number TIN) eða samsvarandi ef slíkt kenninúmer skattgreiðanda er ekki til staðar.
  6. Skrifleg sönnunargögn: tekur til einhvers af eftirfarandi:

    1. búsetuvottorðs sem bær ríkisstofnun gefur út (t.d. ríkisstjórn eða stofnun á hennar vegum eða sveitarfélag) í þeirri lögsögu þar sem viðtakandi greiðslu segist hafa heimilisfesti;
    2. að því er varðar einstakling, sérhvers gilds auðkennisskilríkis sem bær ríkisstofnun gefur út (t.d. ríkisstjórn eða stofnun á hennar vegum eða sveitarfélag) og hefur að geyma nafn viðkomandi einstaklings og sem er venjulega notað til auðkenningar;
    3. að því er varðar lögaðila, allra opinberra gagna sem bær ríkisstofnun gefur út (t.d. ríkisstjórn eða stofnun á hennar vegum eða sveitarfélag) sem hafa að geyma nafn viðkomandi lögaðila og annað hvort heimilisfang höfuðstöðva hans í viðkomandi lögsögu, þar sem hann segist hafa heimilisfesti, eða lögsögu þar sem lögaðilinn var stofnaður eða skipulagður;
    4. allra endurskoðaðra reikningsskila, viðurkenningarskýrslna þriðja lögaðila, beiðna um gjaldþrotaskipti eða skýrslna frá verðbréfa- og kauphallanefnd.

III. KAFLI Áreiðanleikakannanir.

3. gr. Almennar kröfur um áreiðanleikakannanir.

Farið er með reikning sem tilkynningarskyldan reikning frá þeim tíma sem hann er auðkenndur sem slíkur að undangenginni áreiðanleikakönnun eins og lýst er í reglugerð þessari, nema annað sé tekið fram. Slíkan reikning skal tilkynna árlega til ríkisskattstjóra frá því almanaksári sem fylgir næst á eftir því ári sem upplýsinganna er aflað.

Staða eða verðmæti reiknings skal ákvarðað miðað við síðasta dag almanaksársins. Þegar ákvarða á stöðu eða viðmiðunarfjárhæð miðað við síðasta dag almanaksárs, skal ákvarða viðeigandi stöðu eða verðmæti frá síðasta degi reikningsskilatímabils sem lýkur á eða innan þess almanaksárs.

Tilkynningarskyldum fjármálastofnunum er heimilt að nota þjónustuveitendur í því skyni að uppfylla kröfur um tilkynningarskyldu og áreiðanleikakannanir samkvæmt reglugerð þessari.

Tilkynningarskyldum fjármálastofnunum er heimilt að beita málsmeðferð áreiðanleikakannana vegna nýrra reikninga á eldri reikninga og málsmeðferð áreiðanleikakannana vegna reikninga að hærra verðmæti á reikninga að lægra verðmæti. Kjósi tilkynningarskyld fjármálastofnun að beita málsmeðferð áreiðanleikakannana vegna nýrri reikninga á eldri reikninga gilda samt sem áður reglur um eldri reikninga að öðru leyti.

Tilkynningaskyldar fjármálastofnanir skulu halda skrá yfir aðgerðir sem þær ráðast í vegna áreiðanleikakannana sem og hvaða gögn þær styðjast við þegar reikningar og reikningshafar eru auðkenndir.

Skrár og gögn samkvæmt 5. mgr. skal varðveita á tryggan og öruggan hátt í a.m.k. fimm ár frá því ári sem tilkynningarskylda féll niður.

Ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir eða hindra upplýsingaskipti samkvæmt reglugerðinni eru óheimilar og ógildar. Sama á við um ráðstafanir sem miða að rangri upplýsingagjöf og ráðstafanir sem miða að því að áreiðanleikakannanir séu ekki með þeim hætti sem mælt er fyrir um í reglugerðinni.

4. gr. Áreiðanleikakannanir vegna eldri reikninga einstaklinga að lægra verðmæti.

Eftirfarandi verklagi skal beitt þegar auðkenna þarf tilkynningarskylda reikninga þegar eldri reikningar einstaklinga að lægra verðmæti eiga í hlut.

  1. Ef tilkynningarskyld fjármálastofnun hefur í skrám sínum núverandi heimilisfang reikningshafa sem byggir á skriflegum gögnum, er tilkynningarskyldri fjármálastofnun heimilt að fara með reikningshafa, sem er einstaklingur, sem heimilisfastan í skattalegu tilliti í því lögsagnarumdæmi þar sem heimilisfangið er, í því skyni að ákvarða hvort slíkur einstaklingur, sem er reikningshafi, er tilkynningarskyldur aðili.
  2. Ef tilkynningarskyld fjármálastofnun byggir núverandi heimilisfang reikningshafa ekki á skriflegum gögnum líkt og segir í a-lið, skal tilkynningarskyld fjármálastofnun yfirfara rafrænt leitarbær gögn sem hún viðheldur og kanna hvort eitthvert eftirfarandi eigi við um reikninginn og beita til þess ákvæðum c- til f-liðar hér á eftir:

    1. staðfesting á að reikningshafi sé heimilisfastur í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi;
    2. núverandi póstfang eða heimilisfang (þ.m.t. pósthólf) í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi;
    3. eitt eða fleiri símanúmer í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi og ekkert símanúmer í lögsagnarumdæmi sem tilkynnir;
    4. gildandi fyrirmæli um að millifæra fjárhæðir yfir á reikninga (annarra en innlánsreikninga) sem viðhaldið er í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi;
    5. núverandi umboð sem er í gildi eða heimild til undirritunar sem veitt er einstaklingi með heimilisfang í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi;
    6. "varðveislupóstfang" eða "berist-til" er eina póstfang reikningshafans í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi sem tilkynningarskyld fjármálastofnunin hefur á skrá um viðkomandi reikningshafa.
  3. Ef engin af þeim vísbendingum, sbr. b-lið, koma fram við rafræna leit er frekari aðgerða ekki þörf fyrr en aðstæður hafa breyst með þeim afleiðingum að ein eða fleiri vísbendingar koma fram sem tengjast reikningnum eða ef reikningurinn verður reikningur að hærra verðmæti.
  4. Ef einhverjar þeirra vísbendinga, sem taldar eru upp í i- til v-lið b-liðar, koma fram við rafræna leit eða ef aðstæður breytast með þeim afleiðingum að ein eða fleiri vísbendingar koma fram sem tengjast reikningnum, þá skal viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun fara með reikningseiganda sem hann væri heimilisfastur í skattalegu tilliti í því lögsagnarumdæmi sem vísbending bendir til, nema það kjósi að beita f-lið og ein þeirra undantekninga sem er að finna í undirgrein þeirrar málsgreinar gildi um þann reikning.
  5. ef að "varðveislupóstfang" eða "berist-til" kemur fram við rafræna leit og ekkert annað póstfang eða aðrar vísbendingar sem taldar er upp í i- til v-lið b-liðar sem auðkenna reikningseiganda, verður tilkynningarskyld fjármálastofnun, með þeim hætti sem telst viðeigandi miðað við aðstæður, að beita aðferðum leitar vegna pappírsfærslna eins og þeim er lýst í b-lið 5. gr., eða reyna að afla yfirlýsingar reikningshafa eða skriflegra sönnunargagna í því skyni að staðfesta skattalegt heimilisfesti reikningseiganda. Ef leit pappírsfærslna leiðir ekki til vísbendinga eða ekki tekst að afla yfirlýsingar frá reikningshafa eða skriflegra sönnunargagna verður tilkynningarskyld fjármálastofnun að tilkynna reikninginn sem óskráðan reikning.
  6. Þrátt fyrir að vísbendingar finnist skv. b-lið þarf tilkynningarskyld fjármálastofnun ekki að fara með reikningseiganda sem heimilisfastan í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi:

    1. þegar upplýsingar um reikningseiganda hafa að geyma núverandi póstfang eða heimilisfang í tilkynningarskylda lögsagnarumdæminu, eitt eða fleiri símanúmer í tilkynningarskylda lögsagnarumdæminu (og ekkert símanúmer í lögsagnarumdæmi tilkynningarskyldu fjármálastofnunarinnar) eða gildandi fyrirmæli um að millifæra fjárhæðir yfir á reikninga (annarra en innlánsreikninga) sem viðhaldið er í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi, og tilkynningarskyld fjármálastofnun aflar eða hefur áður yfirfarið og viðhaldið slíkum gögnum:

      1. yfirlýsingu reikningshafa um það eða þau lögsagnarumdæmi þar sem reikningshafinn er heimilisfastur sem ekki inniheldur viðkomandi lögsagnarumdæmi; og
      2. skrifleg sönnunargögn sem staðfesta að reikningshafinn er ekki tilkynningarskyldur.
    2. þegar upplýsingar reikningshafa hafa að geyma umboð sem er í gildi eða heimild til undirritunar sem veitt er einstaklingi með heimilisfang í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi og tilkynningarskyld fjármálastofnun aflar eða hefur áður yfirfarið og viðhaldið slíkum gögnum:

      1. yfirlýsingu reikningshafa um það eða þau lögsagnarumdæmi þar sem reikningshafinn er heimilisfastur sem ekki inniheldur viðkomandi lögsagnarumdæmi; og
      2. skrifleg sönnunargögn sem staðfesta að reikningshafinn er ekki tilkynningarskyldur.

5. gr. Áreiðanleikakannanir vegna eldri reikninga einstaklinga að hærra verðmæti.

Eftirfarandi verklagi skal beitt þegar auðkenna þarf tilkynningarskylda reikninga þegar eldri reikningar einstaklinga að hærra verðmæti eiga í hlut.

  1. Að því er varðar reikninga sem eru að hærra verðmæti skal tilkynningarskyld fjármálastofnun yfirfara rafrænt leitarbær gögn sem hún viðheldur að því er varðar sérhverjar eftirfarandi vísbendingar sem lýst er í b-lið 4. gr.
  2. Ef leitarbærir rafrænir gagnagrunnar viðkomandi tilkynningarskyldrar fjármálastofnunar hafa að geyma reiti fyrir, og ná til allra þeirra upplýsinga sem lýst er í c-lið, þá er frekari leit í skrám á pappírsformi ekki nauðsynleg. Ef hinir rafrænu gagnagrunnar ná ekki til allra þessara upplýsinga, þá skal viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun einnig yfirfara, að því er varðar reikning að hærra verðmæti, gildandi grunnskrá viðskiptavinar og, að því marki sem þau eru ekki til staðar í gildandi grunnskrá viðskiptavinar, eftirfarandi gögn sem tengjast reikningnum og viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun hefur aflað á síðustu fimm árum vegna allra þeirra vísbendinga sem lýst er í b-lið 4. gr.

    1. nýjustu skriflegu sönnunargögnin sem safnað hefur verið viðvíkjandi reikningnum;
    2. nýjasta samninginn eða nýjustu gögn um opnum reiknings;
    3. nýjustu gögn sem viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun hefur aflað í samræmi við verklagsreglur vegna aðgerða gegn peningaþvætti og/eða til að kanna deili á viðskiptavini (e. AML/KYC Procedures1) eða í öðru eftirlitsskyni;
    4. sérhvert núgildandi form umboðs eða heimildar til undirritunar; og
    5. öll núgildandi fyrirmæli (annarra en innlánsreikninga) um að millifæra fjármuni.
  3. Tilkynningarskyld fjármálastofnun þarf ekki að framkvæma þá leit í skrám á pappírsformi sem lýst er í b-lið ef þær upplýsingar, sem eru rafrænt leitarbærar og viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun hefur undir höndum, hafa að geyma eftirfarandi:

    1. heimilisfesti reikningshafa;
    2. heimilisfang og póstfang reikningshafa sem er á skrá hjá viðkomandi tilkynningarskyldri fjármálastofnun;
    3. símanúmer reikningshafa sem er á skrá, ef þau eru einhver, hjá viðkomandi tilkynningarskyldri fjármálastofnun;
    4. hvað varðar aðra reikninga en innlánsreikninga, gildandi fyrirmæli um að millifæra fjármuni á reikningi yfir á annan reikning (m.a. reikning í öðru útibúi viðkomandi tilkynningarskyldrar fjármálastofnunar eða í annarri fjármálastofnun);
    5. hvort gildandi "berist-til" póstfang eða varðveislupóstfang sé fyrir hendi fyrir reikningshafann; og
    6. hvort fyrirfinnist einhver umboð eða heimildir til undirritunar að því er varðar reikninginn.
  4. Til viðbótar við rafræna leit og leit í skrám á pappírsformi, sem er lýst hér að framan, verður viðkomandi tilkynningarskyld fjármálstofnun að fara með sérhvern reikning að hærra verðmæti, sem þjónustufulltrúi hefur umsjón með, sem tilkynningarskyldan reikning (þ.m.t. fjárhagsreikninga sem eru lagðir saman við slíka reikninga að hærra verðmæti), ef þjónustufulltrúinn hefur raunverulega vitneskju um að reikningshafinn sé tilkynningarskyldur aðili.
  5. Áhrif þess að finna vísbendingar:

    1. Ef engin þeirra vísbendinga sem eru skráðar í b-lið 4. gr. koma fram með aukinni yfirferð reikninga að hærra verðmæti, sem er lýst hér að framan, og viðkomandi reikningur reynist ekki vera í höndum tilkynningarskylds aðila er um getur í d-lið, þá er ekki frekari aðgerða þörf fyrr en aðstæður hafa breyst með þeim afleiðingum að ein eða fleiri vísbendingar koma fram sem tengjast reikningnum.
    2. Ef einhverjar þeirra vísbendinga sem eru taldar upp í i- til v-lið b-liðar 4. gr., koma fram við aukna yfirferð reikninga að hærra verðmæti, sem er lýst hér að framan, eða ef aðstæður breytast síðar með þeim afleiðingum að ein eða fleiri vísbendingar koma fram sem tengjast reikningnum, þá skal viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun fara með reikninginn sem tilkynningarskyldan reikning, að því er varðar hvert tilkynningarskylt lögsagnarumdæmi þar sem vísbending kemur fram, nema hún kjósi að beita ákvæðum f-liðar 4. gr. og ein þeirra undantekninga sem er að finna í slíkri málsgrein gildi um þann reikning.
    3. Ef að "berist-til" eða varðveislupóstfang kemur fram við aukna yfirferð reikninga að hærra verðmæti, sem er lýst hér að framan, og ekkert annað heimilisfang eða engar aðrar vísbendingar koma fram sem eru taldar upp í i- til v-lið b-liðar 4. gr. sem tengjast reikningshafanum, skal tilkynningarskyld fjármálastofnun afla yfirlýsingar frá reikningshafanum eða skjalfest sönnunargögn sem staðfesta skattskylda heimilisfesti reikningshafa. Geti viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun ekki aflað slíkrar yfirlýsingar eða skjalfest sönnunargögn, verður hún að tilkynna reikninginn sem óstaðfestan reikning.
  6. Ef eldri reikningur einstaklings er ekki reikningur að hærra verðmæti miðað við 31. desember 2015, en verður reikningur að hærra verðmæti á síðasta degi eftirfarandi almanaksárs, verður viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun að ljúka aukinni yfirferð, sem er lýst í þessari grein að því er slíkan reikning varðar, innan sex mánaða frá síðasta degi þess almanaksárs þegar reikningurinn verður reikningur að hærra verðmæti. Ef slíkur reikningur er auðkenndur sem tilkynningarskyldur reikningur, á grundvelli fyrrnefndrar yfirferðar, verður viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun að tilkynna nauðsynlegar upplýsingar um slíkan reikning, að því er varðar það ár þegar bent er á að hann sé auðkenndur sem tilkynningarskyldur reikningur og hvert og eitt eftirfarandi ár, nema reikningshafinn hætti að vera tilkynningarskyldur aðili.
  7. Þegar tilkynningarskyld fjármálastofnun vinnur aukna yfirferð, sem er lýst í þessari grein, vegna reiknings að hærra verðmæti, þarf viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun ekki að vinna slíka yfirferð aftur, aðra en eftirgrennslan þjónustufulltrúa, sem lýst er í d-lið þessarar greinar, vegna sama reiknings að hærra verðmæti á hverju ári eftir það nema að reikningurinn sé óstaðfestur þá skal tilkynningarskyld fjármálastofnun endurtaka slíka eftirgrennslan árlega þar til slíkur reikningur hættir að vera óstaðfestur.
  8. Ef aðstæður breytast að því er varðar reikning að hærra verðmæti með þeim afleiðingum að ein eða fleiri vísbendingar, sem lýst er í b-lið 4. gr., tengjast reikningnum, þá skal viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun fara með reikninginn sem tilkynningarskyldan reikning, að því er varðar hvert tilkynningarskylt lögsagnarumdæmi þar sem vísbending kemur fram, nema hún kjósi að beita ákvæðum f-liðar 4. gr. og ein þeirra undantekninga sem er að finna í slíkri undirgrein gildi um þann reikning.
  9. Tilkynningarskyld fjármálastofnun verður að innleiða verklagsreglur sem tryggja að þjónustufulltrúi geti bent á allar breytingar á aðstæðum sem varða tiltekinn reikning. Sem dæmi, ef þjónustufulltrúi fær tilkynningu um að viðkomandi reikningshafi hafi nýtt póstfang í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi, skal viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun líta á hið nýja póstfang sem breytingu á aðstæðum og skal, kjósi hún að beita f-lið 4. gr., afla allra viðeigandi gagna frá reikningshafanum.

____________________
1 AML: Anti Money Laundering.
KYC: Know Your Customer.

6. gr. Sameiginlegar reglur um eldri reikninga einstaklinga.

Yfirferð á eldri reikningum einstaklinga að hærra verðmæti, sbr. 5. gr., skal vera lokið eigi síðar en 31. desember 2016.

Yfirferð á eldri reikningum einstaklinga að lægra verðmæti, sbr. 4. gr., skal vera lokið eigi síðar en 31. desember 2017.

Alla eldri reikninga einstaklinga sem hafa verið auðkenndir sem tilkynningarskyldir reikningar samkvæmt ákvæðum 4. og 5. gr. skal meðhöndla sem tilkynningarskylda reikninga á hverju ári eftir það, nema að reikningshafinn hætti að vera tilkynningarskyldur aðili.

7. gr. Áreiðanleikakannanir vegna nýrra reikninga einstaklinga.

Eftirfarandi málsmeðferð gildir um auðkenningu á tilkynningarskyldum reikningum meðal nýrra fjárhagsreikninga einstaklinga.

Viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun skal, að því er varðar nýja reikninga einstaklinga, afla yfirlýsingar reikningshafa. Slík yfirlýsing getur verið meðal þeirra gagna er varða opnun reikningsins og gerir viðkomandi tilkynningarskyldri fjármálastofnun kleift að ákvarða skattalega heimilisfesti reikningshafa og staðfesta réttmæti slíkrar yfirlýsingar reikningshafa á grundvelli þeirra upplýsinga sem viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun aflar í tengslum við opnun reikningsins, m.a. gagna sem er safnað saman í samræmi við verklagsreglur vegna aðgerða gegn peningaþvætti og/eða til að kanna deili á viðskiptavini (e. AML/KYC Procedures).

Komi fram í yfirlýsingu reikningshafa staðfesting á því að reikningshafinn sé með skattalega heimilisfesti í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi skal viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun fara með reikninginn sem tilkynningarskyldan reikning. Yfirlýsing reikningshafa skal einnig innihalda fæðingardag og skattkennitölu reikningshafans með hliðsjón af slíku tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi.

Ef aðstæður breytast að því er varðar nýjan reikning einstaklings sem veldur því að viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun hefur vitneskju um, eða hefur ástæðu til að ætla, að upprunaleg yfirlýsing reikningshafans er röng eða óáreiðanleg, getur viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun ekki byggt á hinni upprunalegu yfirlýsingu reikningshafa og verður að afla sér gildrar yfirlýsingar reikningshafans sem staðfestir skattalega heimilisfesti hans.

8. gr. Áreiðanleikakannanir vegna eldri reikninga lögaðila.

Eftirfarandi málsmeðferð gildir um auðkenningu tilkynningarskyldra reikninga meðal eldri reikninga lögaðila.

Að því frátöldu að viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun kjósi annað, annað hvort að því er varðar alla eldri reikninga lögaðila eða út af fyrir sig fyrir hvern greinilega auðkenndan hóp slíkra reikninga, er þess ekki krafist að eldri reikningur lögaðila, þar sem staðan eða verðmætið er ekki umfram 250.000 Bandaríkjadali miðað við 31. desember 2015, sé yfirfarinn, hann auðkenndur eða tilkynnt um hann sem tilkynningarskyldan reikning fyrr en heildarstaðan á reikningum eða verðmætið fer yfir 250.000 Bandaríkjadali miðað við síðasta dag ársins á einhverju öðru eftirfarandi almanaksári.

Yfirfara skal, í samræmi við þá málsmeðferð sem sett er fram í þessari grein, eldri reikninga lögaðila, sem hafa stöðu eða verðmæti umfram 250.000 Bandaríkjadali miðað við 31. desember 2015, og eldri reikninga lögaðila sem eru ekki umfram 250.000 Bandaríkjadali miðað við 31. desember 2015 en heildarstaða þeirra eða verðmæti er hærra en 250.000 Bandaríkjadalir miðað við síðasta dag ársins á einhverju öðru eftirfarandi almanaksári.

Að því er varðar eldri reikninga lögaðila, sem er lýst í 2. mgr., skulu eingöngu þeir reikningar hljóta meðferð sem tilkynningarskyldir reikningar sem eru í eigu eins aðila eða fleiri sem eru tilkynningarskyldir aðilar eða eru óvirkir lögaðilar sem ekki eru fjármálastofnanir sem hafa einn eða fleiri stjórnandi aðila sem eru tilkynningarskyldir aðilar.

Að því er varðar eldri reikninga lögaðila, sem er lýst í 2. mgr. skal viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun beita eftirfarandi málsmeðferð við yfirferð í því skyni að ákvarða hvort viðkomandi reikningur sé í höndum eins eða fleiri tilkynningarskyldra aðila, eða í höndum óvirkra lögaðila sem ekki eru fjármálastofnanir sem hafa einn eða fleiri stjórnandi aðila sem eru tilkynningarskyldir aðilar:

  1. Ákvarða hvort viðkomandi aðili sé tilkynningarskyldur aðili.

    1. Yfirfara upplýsingar, sem er viðhaldið í eftirlitsskyni eða vegna tengsla viðskiptavina (þ.m.t. upplýsingar sem er safnað í samræmi við verklagsreglur vegna aðgerða gegn peningaþvætti og/eða til að kanna deili á viðskiptavini e. AML/KYC Procedures) til þess að ákvarða hvort upplýsingarnar gefi til kynna að reikningshafinn sé heimilisfastur í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi. Þau atriði sem gefa til kynna að reikningshafinn sé heimilisfastur í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi, eru t.a.m. hvar reikningshafinn er stofnsettur eða skipulagður eða hvert heimilisfang hans er í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi.
    2. Ef upplýsingarnar gefa til kynna að reikningshafinn sé tilkynningarskyldur aðili skal viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun fara með reikninginn sem tilkynningarskyldan reikning, nema hún afli yfirlýsingar frá reikningshafanum eða ákvarði, með réttmætum hætti á grundvelli upplýsinga sem hún hefur undir höndum eða sem eru öllum aðgengilegar, að reikningshafinn sé ekki tilkynningarskyldur aðili.
  2. Ákvarða hvort reikningur sé í höndum óvirks lögaðila sem ekki er fjármálastofnun sem hefur einn eða fleiri stjórnandi aðila sem eru tilkynningarskyldir aðilar. Að því er varðar reikningshafa, sem er handhafi eldri reiknings lögaðila (þ.m.t. lögaðila sem er tilkynningarskyldur aðili) skal viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun ákveða hvort reikningshafinn sé óvirkur lögaðili sem ekki er fjármálastofnun sem hefur einn eða fleiri stjórnandi aðila sem eru tilkynningarskyldir aðilar. Ef einhver hinna stjórnandi aðila í óvirkum lögaðila sem ekki er fjármálastofnun er tilkynningarskyldur aðili, skal fara með reikninginn sem tilkynningarskyldan reikning. Þegar þetta er ákvarðað skal tilkynningarskyld fjármálastofnun fylgja þeim leiðbeiningum sem kveðið er á um í i- til iii-lið hér á eftir, í þeirri röð sem best á við hverju sinni.

    1. Ákvarða hvort reikningshafi sé óvirkur lögaðili sem ekki er fjármálastofnun. Viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun skal, í því skyni að ákvarða hvort reikningshafi sé óvirkur lögaðili sem ekki er fjármálastofnun, afla sér yfirlýsingar frá reikningshafanum til þess að staðfesta stöðu hans, nema hún geti með réttmætum hætti ákvarðað, á grundvelli upplýsinga sem hún hefur undir höndum eða upplýsinga sem eru öllum aðgengilegar, að reikningshafinn sé virkur lögaðili sem ekki er fjármálastofnun eða fjármálastofnun önnur en fjárfestingaraðili eins og lýst er í b-lið 6. tölul. 2. gr. sem er ekki þátttakandi fjármálastofnun í lögsagnarumdæmi.
    2. Ákvarða hver sé stjórnandi aðili reikningshafa. Tilkynningarskyld fjármálastofnun getur, í því skyni að bera kennsl á stjórnandi aðila reikningshafa, byggt á upplýsingum sem safnað er saman og viðhaldið í samræmi við verklagsreglur vegna aðgerða gegn peningaþvætti og/eða til að kanna deili á viðskiptvini (e. AML/KYC Procedures).
    3. Ákvarða hvort að stjórnandi aðili óvirks lögaðila sem ekki er fjármálastofnun sé tilkynningarskyldur aðili. Tilkynningarskyld fjármálastofnun getur, í því skyni að ákvarða hvort stjórnandi aðili óvirks erlends lögaðila sem ekki er fjármálastofnun sé tilkynningarskyldur aðili, byggt á:

      1. upplýsingum, sem er safnað saman og viðhaldið í samræmi við verklagsreglur vegna aðgerða gegn peningaþvætti og/eða til að kanna deili á viðskiptvini (e. AML/KYC Procedures), í tilfelli eldri reiknings lögaðila, sem einn eða fleiri erlendir aðilar sem eru ekki fjármálastofnanir eru handhafar að, þar sem staðan er ekki umfram 1.000.000 Bandaríkjadali; eða
      2. yfirlýsingu reikningshafa frá reikningshafanum eða stjórnandi aðila í því lögsagnarumdæmi þar sem stjórnandi aðilinn er með skattalega heimilisfesti.

9. gr. Áreiðanleikakannanir vegna nýrra reikninga lögaðila.

Eftirfarandi málsmeðferð gildir um auðkenningu tilkynningarskyldra reikninga meðal nýrra reikninga lögaðila.

Tilkynningarskyld fjármálastofnun skal beita eftirfarandi málsmeðferð vegna nýrra reikninga lögaðila við ákvörðun á því hvort reikningur sé í eigu eins eða fleiri tilkynningarskylds aðila eða í eigu óvirks lögaðila sem ekki er fjármálastofnun með einn eða fleiri stjórnandi aðila sem eru tilkynningarskyldir aðilar:

  1. Ákvarða hvort lögaðili sé tilkynningarskyldur aðili.

    1. Viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun skal, að því er varðar nýja reikninga lögaðila, afla yfirlýsingar reikningshafa sem getur verið meðal þeirra gagna er varða opnun reikningsins og gerir viðkomandi tilkynningarskyldri fjármálastofnun kleift að ákvarða skattalega heimilisfesti reikningshafa og að staðfesta réttmæti slíkrar yfirlýsingar reikningshafa á grundvelli þeirra upplýsinga sem viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun aflar í tengslum við opnun reikningsins, m.a. gagna sem er safnað saman í samræmi við verklagsreglur vegna aðgerða gegn peningaþvætti og/eða til að kanna deili á viðskiptvini (e. AML/KYC Procedures). Ef lögaðili staðfestir að hann sé ekki með skattalega heimilisfesti, má tilkynningarskyld fjármálastofnun reiða sig á heimilisfang aðalskrifstofu lögaðilans við ákvörðun á heimilisfangi reikningshafans.
    2. Komi fram í yfirlýsingu reikningshafa staðfesting á því að reikningshafinn sé með heimilisfesti í tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi skal viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun fara með reikninginn sem tilkynningarskyldan reikning eða ákvarði, með réttmætum hætti á grundvelli upplýsinga sem hún hefur undir höndum eða sem eru öllum aðgengilegar, að reikningshafinn sé ekki tilkynningarskyldur aðili að því er varðar slíkt tilkynningarskylt lögsagnarumdæmi.
  2. Að því er varðar reikningshafa, sem er handhafi nýs reiknings lögaðila (þ.m.t. lögaðila sem er tilkynningarskyldur aðili) skal viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun ákveða hvort reikningshafinn sé óvirkur lögaðili sem ekki er fjármálastofnun sem hefur einn eða fleiri stjórnandi aðila sem eru tilkynningarskyldir aðilar. Ef einhver hinna stjórnandi aðila í óvirkum lögaðila sem ekki er fjármálastofnun er tilkynningarskyldur aðili, skal fara með reikninginn sem tilkynningarskyldan reikning. Þegar þetta er ákvarðað skal tilkynningarskyld fjármálastofnun fylgja þeim leiðbeiningum sem kveðið er á um í i- til iii-lið hér á eftir, í þeirri röð sem best á við hverju sinni.

    1. Viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun skal, í því skyni að ákvarða hvort reikningshafi sé óvirkur lögaðili sem ekki er fjármálastofnun, reiða sig á yfirlýsingu frá reikningshafanum til þess að staðfesta stöðu hans, nema hún geti með réttmætum hætti ákvarðað, á grundvelli upplýsinga sem hún hefur undir höndum eða upplýsinga sem eru öllum aðgengilegar, að reikningshafinn sé virkur lögaðili sem ekki er fjármálastofnun eða fjármálastofnun önnur en fjárfestingaraðili eins og lýst er í b-lið 6. tölul. 2. gr. sem er ekki þátttakandi fjármálastofnun í lögsagnarumdæmi.
    2. Tilkynningarskyld fjármálastofnun getur, í því skyni að ákvarða hverjir séu stjórnandi aðilar reiknings, byggt á upplýsingum sem safnað er saman og viðhaldið í samræmi við verklagsreglur vegna aðgerða gegn peningaþvætti og/eða til að kanna deili á viðskiptvini (e. AML/KYC Procedures).
    3. Tilkynningarskyld fjármálastofnun getur í því skyni að ákvarða hvort að stjórnandi aðili óvirks lögaðila sem ekki er fjármálstofnun sé tilkynningarskyldur aðili, reitt sig á yfirlýsingu reikningshafa eða slíks stjórnandi aðila.

10. gr. Sameiginlegar reglur um reikninga lögaðila.

Yfirferð eldri reikninga lögaðila með heildarreikningsstöðu eða verðmæti umfram 250.000 Bandaríkjadali miðað við 31. desember 2015 verður að vera lokið innan tveggja ára eða þann 31. desember 2017.

Yfirferð eldri reikninga lögaðila með heildarstöðu eða verðmæti sem er ekki umfram 250.000 Bandaríkjadali miðað við 31. desember 2015, en er umfram 250.000 Bandaríkjadala frá 31. desember á hvaða eftirfarandi ári sem er, verður að vera lokið innan viðkomandi almanaksárs sem kemur á eftir því ári þegar heildarreikningsstaðan eða verðmætið fer yfir 250.000 Bandaríkjadali.

Ef um er að ræða breyttar aðstæður að því er varðar eldri reikninga lögaðila sem veldur því að tilkynningarskyld fjármálastofnun hefur vitneskju um, eða hefur ástæðu til að ætla, að yfirlýsing reikningshafa eða önnur gögn sem tengjast reikningnum, eru röng eða óáreiðanleg, ber tilkynningarskyldu fjármálastofnuninni að endurákvarða stöðu reikningsins í samræmi við þá málsmeðferð sem er sett fram í 8. gr.

11. gr. Sérstakar reglur um áreiðanleikakannanir.

Eftirfarandi viðbótarreglur gilda um framkvæmd áreiðanleikakönnunar sem koma fram í 4.-10. gr. hér að framan:

Tilkynningarskyld fjármálastofnun getur ekki byggt á yfirlýsingu reikningshafa eða skriflegum sönnunargögnum ef viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun veit, eða hefur ástæðu til að ætla, að yfirlýsing reikningshafa eða skriflegu sönnunargögnin séu röng eða óáreiðanleg.

Tilkynningarskyld fjármálastofnun getur gert ráð fyrir því að einstakur rétthafi (annar en eigandinn) vátryggingarsamnings eða lífeyrissamnings að tilteknu peningavirði, sem þiggur greiðslur vegna dauðsfalls, sé ekki tilkynningarskyldur aðili og getur farið með slíkan fjárhagsreikning sem annars konar reikning en tilkynningarskyldan reikning, nema viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun hafi beina vitneskju um, eða ástæðu til að ætla, að viðkomandi rétthafi sé tilkynningarskyldur aðili. Tilkynningarskyld fjármálastofnun hefur ástæðu til að ætla að rétthafi vátryggingarsamnings eða lífeyrissamnings að tilteknu peningavirði sé tilkynningarskyldur aðili, ef þær upplýsingar sem viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun hefur safnað saman og tengjast viðkomandi rétthafa hafa að geyma vísbendingar eins og er lýst í b-lið 4. gr. Hafi tilkynningarskyld fjármálastofnun beina vitneskju um, eða ástæðu til að ætla, að rétthafinn sé tilkynningarskyldur aðili, skal viðkomandi tilkynningarskyld fjármálstofnun fylgja því verklagi sem kveðið er á um í b-lið 4. gr.

Um samlagning stöðu reikninga og reglur um umreikning gjaldmiðla gilda eftirfarandi reglur:

  1. Samlagning reikninga einstaklinga. Til þess að ákvarða samanlagða stöðu eða verðmæti fjárhagsreikninga, sem einstaklingar eru handhafar að, þarf tilkynningarskyld fjármálastofnun að leggja saman alla fjárhagsreikninga sem tilkynningarskyld fjármálastofnun eða tengdur lögaðili viðheldur, en einungis að því marki sem tölvukerfi viðkomandi tilkynningarskyldrar fjármálastofnunar tengir fjárhagsreikningana með því að vísa til gagna, svo sem viðskiptavinanúmers eða kennitölu skattgreiðanda, og gerir kleift að leggja saman stöður á reikningum eða verðmæti. Heildarstaða eða heildarverðmæti sameiginlegs fjárhagsreiknings skal tileinkuð hverjum og einum reikningshafa vegna samlagningarkrafna þessa töluliðar.
  2. Samlagning reikninga lögaðila. Til þess að ákvarða samanlagða stöðu eða verðmæti fjárhagsreikninga, sem lögaðili er handhafi að, þarf tilkynningarskyld fjármálastofnun að taka mið af öllum fjárhagsreikningum, sem viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun, eða tengdur lögaðili, viðheldur, en einungis að því marki sem tölvukerfi viðkomandi tilkynningarskyldrar fjármálastofnunar tengir fjárhagsreikningana með því að vísa til gagna, svo sem viðskiptavinanúmers eða kennitölu skattgreiðanda, og gera kleift að leggja saman stöður á reikningum eða verðmæti. Heildarstaða eða heildarverðmæti sameiginlegs fjárhagsreiknings skal tileinkuð hverjum og einum reikningshafa vegna samlagningarkrafna þessa töluliðar.
  3. Sérstök samlagningarregla vegna þjónustufulltrúa. Til þess að ákvarða samanlagða stöðu eða verðmæti fjárhagsreikninga, sem aðili er handhafi að, til þess að ákvarða hvort að fjárhagsreikningur sé reikningur að hærra verðmæti, er þess einnig krafist að tilkynningarskyld fjármálastofnun, að því er varðar alla fjárhagsreikninga sem þjónustufulltrúi veit, eða hefur ástæðu til að ætla, að sami aðili eigi, stjórni eða hafi stofnað (í öðrum tilgangi en sem fjármunavörsluaðili), beint eða óbeint, leggi saman alla slíka reikninga.
  4. Reglur um umreikning gjaldmiðla. Allar fjárhæðir í dölum eru í Bandaríkjadölum sem skal umbreyta í samsvarandi fjárhæðir í öðrum gjaldmiðlum eins og mælt er fyrir um í innlendum rétti.

12. gr. Tilkynningar til skattyfirvalda.

Tilkynningarskyldar fjármálastofnanir skulu afhenda ríkisskattstjóra eftirfarandi upplýsingar vegna allra tilkynningarskyldra reikninga í sinni vörslu á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður og í samræmi við auglýsingu hans:

  1. nafn, heimilisfang, heimilisfestarríki, kennitölu(r) eða skattkennitölu(r) (e. Taxpayer Identification Number, TIN), ásamt fæðingardegi og fæðingarstað (þegar um einstakling er að ræða) hvers tilkynningarskylds aðila sem er reikningshafi. Ef reikningshafi er lögaðili og áreiðanleikakönnun skv. 8., 9., 10 og 11. gr. leiðir í ljós að um einn eða fleiri ráðandi tilkynningarskyldan aðila er að ræða skal jafnframt veita upplýsingar um nafn, heimilisfang, heimilisfestarríki, kennitölu(r) eða skattkennitölu(r), (e. Taxpayer Identification Number, TIN) ásamt fæðingardegi og fæðingarstað hvers og eins ráðandi aðila;
  2. reikningsnúmer (eða virkt ígildi þess sé reikningsnúmer ekki til);
  3. nafn og kennitölu (ef til staðar) viðkomandi tilkynningarskyldrar fjármálastofnunar;
  4. reikningsstaða eða virði (í tilviki vátryggingarsamninga að tilteknu peningavirði eða lífeyrissamninga er átt við peningavirði eða endurkaupsvirði) við lok viðeigandi almanaksárs eða annars viðeigandi reikningsskilatímabils eða, hafi reikningnum verið lokað á fyrrnefndu ári eða tímabili, við lokun reikningsins;
  5. ef um aðra vörslureikninga er að ræða:

    1. verg heildarfjárhæð vaxta, verg heildarfjárhæð arðs og verg heildarfjárhæð annarra tekna sem myndast vegna þeirra eigna sem viðkomandi reikningur hefur að geyma og í hverju tilviki eru greiddar eða færðar sem tekjur inn á reikninginn (eða með tilliti til reikningsins) á viðeigandi almanaksári eða öðru viðeigandi reikningsskilatímabili; og
    2. vergur heildarafrakstur af sölu eða innlausn eignar sem er greiddur eða færður sem tekjur inn á reikninginn á viðeigandi almanaksári eða öðru viðeigandi reikningsskilatímabili, þ.e. vergur heildarafrakstur sem viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun hafði til meðferðar sem vörsluaðili, miðlari, tilnefndur aðili eða sem umboðsaðili, með öðrum hætti, fyrir viðkomandi reikningshafa;
  6. ef um ræðir innlánsreikninga, verg heildarfjárhæð vaxta greidd eða færð sem tekjur inn á reikninginn á viðeigandi almanaksári eða öðru viðeigandi reikningsskilatímabili; og
  7. ef um er að ræða reikninga, sem er ekki lýst í e- og f-lið, skal veita upplýsingar um heildarfjárhæð vaxta sem er greidd viðkomandi reikningshafa eða færð honum til tekna að því er viðeigandi reikning varðar á viðeigandi almanaksári eða öðru viðeigandi reikningsskilatímabili, þ.e. að því er þann reikning varðar sem viðkomandi íslensk tilkynningarskyld fjármálastofnun er loforðsgjafi eða skuldari vegna, þar með talin samanlögð fjárhæð innlausnargreiðslna til reikningshafans á viðeigandi almanaksári eða öðru viðeigandi reikningsskilatímabili.

Tilgreina skal í veittum upplýsingum mynt allra fjárhæða.

Hafi tilkynningarskyld fjármálastofnun enga tilkynningarskylda reikninga til að senda upplýsingar um skal hún upplýsa ríkisskattstjóra um slíkt.

Þrátt fyrir a-lið 1. mgr., að því er varðar eldri tilkynningarskylda reikninga, er þess ekki krafist að kennitala (TIN) eða fæðingardagur reikningshafa séu tilgreind ef þær upplýsingar er ekki að finna í gögnum tilkynningarskyldrar fjármálastofnunar og þess er að öðru leyti ekki krafist að upplýsinganna sé aflað af slíkri tilkynningarskyldri fjármálastofnun skv. innlendum rétti. Þó er tilkynningarskyldri fjármálastofnun skylt með réttmætri fyrirhöfn að afla kennitölu og fæðingardags reikningshafa að því er varðar eldri reikninga fyrir lok annars almanaksárs á því ári sem fylgir á eftir því ári sem slíkir reikningar voru auðkenndir sem tilkynningarskyldir reikningar.

Þrátt fyrir a-lið 1. mgr. er þess ekki krafist að tilgreina kennitölu (TIN) reikningshafa ef:

  1. kennitala er ekki gefin út af viðkomandi tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi; eða
  2. ef innlendur réttur í viðkomandi tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi krefst þess ekki að kennitölur sem gefnar eru út í því lögsagnarumdæmi sé safnað saman.

Þrátt fyrir a-lið 1. mgr. er þess ekki krafist að tilgreina fæðingarstað reikningshafa nema tilkynningarskyld fjármálastofnun sé að öðru leyti skyldug til að afla og tilkynna um hann skv. innlendum rétti og að unnt sé að afla upplýsinganna rafrænt í gagnakerfum sem viðhaldið er af hinni tilkynningarskyldu fjármálastofnun.

13. gr.

Þeim fjármálastofnunum sem tilkynningarskyldar eru samkvæmt reglugerð þessari er skylt að framkvæma áreiðanleikakannanir á viðskiptamönnum samkvæmt III. kafla og afhenda ríkisskattstjóra tilskildar skýrslur í samræmi við 12. gr.

Um eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar og málsmeðferð fer eftir því sem við á samkvæmt IX.‑XI. kafla og um viðurlög samkvæmt XII. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

13. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. mgr. 92. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, tekur þegar gildi.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.