Prentað þann 23. jan. 2026
Breytingareglugerð
328/2025
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 543/2024 um áburðarvörur.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 10. tölul., svohljóðandi:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2024/1682 frá 4. mars 2024 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 að því er varðar að bæta við unnum húsdýraáburði sem efnisþáttaefniviði í ESB-áburðarvörur. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 281/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 862.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 27. febrúar 2025.
Hanna Katrín Friðriksson
atvinnuvegaráðherra.
Svava Pétursdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.