Prentað þann 23. nóv. 2024
543/2024
Reglugerð um áburðarvörur.
1. gr. Innleiðing.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XIV. kafla II. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 um reglur um að bjóða ESB-áburðarvörur fram á markaði og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1069/2009 og (EB) nr. 1107/2009 og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 2003/2003. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 77/2023, frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62, frá 31. ágúst 2023, bls. 1.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1768 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 um reglur um að bjóða ESB-áburðarvörur fram á markaði í því skyni að laga I., II., III. og IV. viðauka við hana að tækniframförum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 77/2023, frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62, frá 31. ágúst 2023, bls. 115.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2086 um breytingu á II. og IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 í því skyni að bæta við útfelldum fosfatsöltum og afleiðum sem efnisþáttaefniviðaflokki í ESB-áburðarvörur. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2023, frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62, frá 31. ágúst 2023, bls. 131.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2087 um breytingu á II., III. og IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 í því skyni að bæta við efniviðum úr varmaoxun og afleiðum sem efnisþáttaefniviðaflokki í ESB-áburðarvörur. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2023, frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62, frá 31. ágúst 2023, bls. 141.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2088 um breytingu á II., III. og IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 í því skyni að bæta við hitasundrunar- og gösunarefniviðum sem efnisþáttaefniviðaflokki í ESB-áburðarvörur. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2023, frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62, frá 31. ágúst 2023, bls. 151.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1171 um breytingu á II., III. og IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 í því skyni að bæta við endurheimtum efniviðum af miklum hreinleika sem efnisþáttaefniviðaflokki í ESB-áburðarvörur. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2023, frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62, frá 31. ágúst 2023, bls. 160.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1519 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 að því er varðar kröfur sem gilda um ESB-áburðarvörur sem innihalda hamlandi efnasambönd og um eftirvinnslu meltu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2023, frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62, frá 31. ágúst 2023, bls. 170.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/973 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 með því að mæla fyrir um viðmiðanir varðandi jarðræktarlega skilvirkni og öryggi við notkun á aukaafurðum í ESB-áburðarvörur. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2023, frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62, frá 31. ágúst 2023, bls. 181.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/409 frá 18. nóvember 2022 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 að því er varðar lágmarksinnihald kalsíumoxíðs í eingildum, föstum, ólífrænum áburði með meginnæringarefnum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 314/2023, frá 8. desember 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 11, frá 1. febrúar 2024, bls. 298.
Reglugerðirnar skulu gilda með þeim aðlögunum sem fram koma í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 77/2023 frá 28. apríl 2023 og þeim takmörkunum sem leiðir af I. kafla I. viðauka við EES-samninginn.
2. gr.
Orðsending framkvæmdastjórnarinnar varðandi útlit merkimiðans á ESB-áburðarvörum sem um getur í III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 er birt á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 17/2024.
3. gr. Tilkynningaryfirvald.
Matvælastofnun gegnir hlutverki tilkynningaryfirvalds samkvæmt reglugerð þessari, sbr. 21. gr. reglugerðar (ESB) 2019/1009.
4. gr. Staðfesting kadmíuminnihalds.
Magn af kadmíum í áburði, sem inniheldur fosfór, má ekki fara yfir 50 mg kadmíum (Cd) pr. kg fosfór (P) (eða 22 mg Cd pr. kg P2O5). Sama gildir um áburð í blöndum.
Í merkingum áburðar skal koma skýrt fram að áburðurinn innihaldi minna kadmíum (Cd) en 22 mg/kg P2O5. Það má m.a. gera með meðfylgjandi merki á umbúðum eða merkimiðum:
Við skráningu skal leggja fram yfirlýsingu um kadmíuminnihald í áburði með fosfór. Í yfirlýsingu skal eftirfarandi koma fram:
- Lýsing á viðkomandi áburði.
- Staðfesting á að áburður innihaldi minna en 50 mg Cd pr. kg P (eða 22 mg Cd pr. kg P2O5).
- Undirskrift frá framleiðanda eða þeim aðila sem ber ábyrgð á dreifingu og sölu á áburðinum.
Yfirlýsing þessi skal fylgja á öllum heildsölustigum og hefur kaupandi rétt á að sjá hana.
5. gr. Innlendur áburður.
Matvælastofnun er heimilt að samþykkja skráningu áburðar sem ekki þarf að CE merkja enda sé hann einungis ætlaður til notkunar innanlands, en ekki til útflutnings. Forsenda þess er að áburðarfyrirtæki hafi tilkynnt stofnuninni um starfsemina, sbr. ákvæði laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, og framleiðslan uppfylli önnur skilyrði laganna um áburðarframleiðslu.
6. gr. Eftirlit.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 3. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
7. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Reglugerðin öðlast þegar gildi, og á sama tíma fellur reglugerð nr. 630/2007 um ólífrænan áburð á brott.
Bráðabirgðaákvæði.
Svo hægt sé að tryggja nægilegt framboð á tilbúnum áburði fyrir árið 2024 skal, þrátt fyrir ákvæði 3. gr. reglugerðar þessarar, vera heimilt til ársloka 2024 að flytja inn og nota hérlendis ólífrænan áburð, sem inniheldur fosfór og inniheldur kadmíum að hámarki 136 mg Cd/kg P eða 60 mg Cd/kg P2O5. Leggja skal fram staðfestingu á kadmíuminnihaldi skv. ákvæðum 3. gr. og önnur skilyrði reglugerðarinnar standa óbreytt.
Matvælaráðuneytinu, 24. apríl 2024.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Emilía Madeleine Heenen.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.