Prentað þann 4. des. 2024
309/1996
Reglugerð um ákvörðun þungaskatts og skyldur ökumanna.
I. KAFLI Skattskylda og skattskyldir aðilar.
1. gr.
Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt, þungaskatt, af eftirtöldum ökutækjum:
a. Bifreiðum sem skráðar eru hér á landi og nota annan orkugjafa en bensín.
b. Eftirvögnum sem skráðir eru hér á landi og eru 6.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd.
c. Bifreiðum sem skráðar eru erlendis og nota annan orkugjafa en bensín og fluttar eru hingað til lands til notkunar.
d. Eftirvögnum sem skráðir eru erlendis og eru 6.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd og fluttir eru hingað til lands til notkunar.
Við ákvörðun á því hvort greiða eigi þungaskatt af ökutæki, sem skráð er hér á landi, skal líta til skráningar þess í ökutækjaskrá.
Bifreiðar erlendra sendisveita, bifreiðar erlendra ræðismanna sem ekki eru íslenskir ríkisborgarar og námubifreiðar belta- og, sem eingöngu er notaðar utan vega eða á lokuðum vinnusvæðum, eru undanþegnar skattskyldu.
2. gr.
Skylda til greiðslu þungaskatts af ökutæki sem skráð er hér á landi hvílir á skráðum eiganda þess á gjalddaga eða afskráningardegi hafi ökutæki verið afskráð sem ónýtt. Hafi ökutæki skipt um eiganda án þess að það hafi verið tilkynnt til skráningar hvílir greiðsluskyldan jafnframt á hinum nýja eiganda.
Skylda til greiðslu þungaskatts af ökutæki sem skráð er erlendis hvílir á innflytjanda þess.
II. KAFLI Fjárhæð þungaskatts.
3. gr. Fast gjald
Greiða skal þungaskatt í formi fasts gjalds af bifreiðum sem skráðar eru hér á landi og eru undir 4.000 kg að leyfðri heildarþyngd.
Skattskylda fasts gjalds stofnast við nýskráningu bifreiðar og skal gjaldið reiknað í hlutfalli við fjölda mánaða sem bifreið er á ökutækjaskrá þannig að fimmtán dagar eða fleiri teljast heill mánuður en færri dögum skal sleppt.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er eiganda eða umráðamanni fyrrgreindra ökutækja heimilt að greiða þungaskatt í formi kílómetragjalds, sbr. 3. mgr. 5. gr., enda hafi ökumælir verið settur í ökutæki og skráning í álestrarskrá ökumæla farið fram. Skráning ökutækis samkvæmt þessari málsgrein tekur gildi á næsta gjaldtímabili eftir að heimild hefur verið veitt og gildir í tólf mánuði.
4. gr.
Árlegt fast gjald þungaskatts er eftirfarandi:
Eigin þynd bifreiðar kg | Þungaskattur kr. | Eigin þyngd bifreiðar kg | Þungaskattur kr. |
Allt að 1.000 | 94.273 | 2.800 – 2.999 | 179.285 |
1.000 – 1.499 | 113.163 | 3.000 – 3.199 | 187.261 |
1.500 – 1.999 | 139.409 | 3.200 – 3.399 | 195.236 |
2.000 – 2.199 | 147.384 | 3.400 – 3.599 | 203.212 |
2.200 – 2.399 | 155.359 | 3.600 – 3.799 | 211.187 |
2.400 – 2.599 | 163.335 | 3.800 – 3.999 | 219.162 |
2.600 – 2.799 | 171.310 |
Af bifreiðum, sem ekið er gegn gjaldi samkvæmt löggiltum mælum, sendi- og hópbifreiðum, sem nýttar eru í atvinnurekstri, skal árgjaldið vera 25% hærra en að framan greinir. Ákvæðið tekur þó aðeins til þeirra sendibifreiða sem notið hafa innskattsfrádráttar á virðisaukaskatti og eru á rauðhvítum skráningarnúmerum.
Árlegt fast gjald þungaskatts með 25% álagi er eftirfarandi:
Eigin þyngd bifreiðar, kg | Þungaskattur kr. | Eigin þyngd bifreiðar, kg | Þungaskattur kr. |
Allt að 1.000 | 117.841 | 2.800 – 2.999 | 224.107 |
1.000 - 1.499 | 141.454 | 3.000 – 3.199 | 234.076 |
1.500 - 1.999 | 174.261 | 3.200 – 3.399 | 244.045 |
2.000 - 2.199 | 184.230 | 3.400 – 3.599 | 254.015 |
2.200 - 2.399 | 194.199 | 3.600 – 3.799 | 263.984 |
2.400 - 2.599 | 204.168 | 3.800 – 3.999 | 273.953 |
2.600 - 2.799 | 214.138 |
5. gr. Kílómetragjald.
Af bifreiðum sem skráðar eru hér á landi og eru 4.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd og af eftirvögnum sem skráðir eru hér á landi skal greiða kílómetragjald, þ.e. gjald fyrir hvern ekinn kílómetra samkvæmt ökumæli. Af bifreiðum sem eru að leyfðri heildarþyngd 14.000 kg eða meira, skal auk gjalds vegna ekinna kílómetra greitt fast árgjald að fjárhæð 100.000 kr. Skattskylda fasts árgjalds telst frá afhendingu skráningarmerkis ef um nýskráð ökutæki er að ræða en ella frá upphafi gjaldárs kílómetragjalds þungaskatts, þ.e. 11. október ár hvert. Þó skal ekki greitt fast árgjald þungaskatts af slökkvibifreiðum sem falla undir vörulið 8705.3009 í viðauka I við tollalög, nr. 55/1987.
Upphæð kílómetragjalds ræðst af gjaldþyngd ökutækisins. Gjaldþyngd ökutækisins skal vera leyfð heildarþyngd þess, sbr. þó 3. mgr. og 6. gr. Við ákvörðun fasts árgjalds skal miðað við leyfða heildarþyngd ökutækis, en við ákvörðun fasts árgjalds hópbifreiða, með skráða gjaldþyngd lægri en leyfða heildarþyngd vegna ákvæða 8. gr. reglugerðar nr. 411/1993, um gerð og búnað ökutækja, skal miðað við skráða gjaldþyngd þeirra.
Sé þungaskattur greiddur af bifreiðum, sem eru undir 4.000 kg að leyfðri heildarþyngd, í formi kílómetragjalds í stað fasts gjalds, skal kílómetragjald vera hið sama og hjá ökutækjum sem eru 4.000-4.999 kg að leyfðri heildarþyngd.
Kílómetragjald skal vera sem hér segir:
Gjaldþyngd ökutækis
| Kílómetragjald
| Gjaldþyngd ökutækis
| Kílómetragjald
|
4.000 | 7,11 | 18.000 | |
5.000 | 7,56 | 19.000 | |
6.000 | 8,17 | 20.000 | |
7.000 | | 21.000 | |
8.000 | 8,96 | 22.000 | |
9.000 | | 23.000 | |
10.000 | | 24.000 | |
11.000 | 10,30 | 25.000 | |
12.000 | | 26.000 | |
13.000 | | 27.000 | |
14.000 | | 28.000 | |
15.000 | | 29.000 | |
16.000 | | 30.000 | |
17.000 | | 31.000 og yfir | |
_______________________________________________________________________________________
Samanlögð gjaldþyngd samtengdra ökutækja skal vera að hámarki 40.000 kg fyrir fimm ása samtengd ökutæki og 44.000 kg fyrir sex ása ökutæki.
Ef taka þarf ökumæli úr til viðgerðar skal greiða daggjald sem svarar til 200 km aksturs fyrir hvern dag sem ekið er án ökumælis. Þó skal heimilt að miða gjaldið við raunverulegan akstur, verði því við komið. Heimild til aksturs án ökumælis er ekki veitt til lengri tíma en fimm virkra daga.
Kílómetragjald eftirvagna skal vera sem hér segir:
Gjaldþyngd kg | Kílómetragjald kr. | Gjaldþyngd ökutækis kg | Kílómetragjald kr. |
6.000 - 6.999 | 7,78 | 19.000 – 19.999 | 17,66 |
7.000 - 7.999 | 8,17 | 20.000 – 20.999 | 18,60 |
8.000 - 8.999 | 8,53 | 21.000 – 21.999 | 19,68 |
9.000 - 9.999 | 8,90 | 22.000 – 22999 | 20,92 |
10.000 - 10.999 | 9,47 | 23.000 – 23.999 | 21,92 |
11.000 - 11.999 | 9,81 | 24.000 – 24.999 | 22,91 |
12.000 - 12.999 | 11,05 | 25.000 – 25.999 | 24,02 |
13.000 - 13.999 | 12,09 | 26.000 – 26.999 | 25,08 |
14.000 - 14.999 | 12,41 | 27.000 – 27.999 | 26,21 |
15.000 - 15.999 | 13,36 | 28.000 – 28.999 | 27,33 |
16.000 - 16.999 | 14,43 | 29.000 – 29.999 | 28,43 |
17.000 - 17.999 | 15,48 | 30.000 – 30.999 | 29,54 |
18.000 - 18.999 | 16,40 | 31.000 og yfir | 30,67 |
6. gr.
Nú er ökutæki eingöngu notað vegna flutninga þar sem leyfð heildarþyngd nýtist ekki til fulls og getur eigandi eða umráðamaður þá fengið gjaldþyngd ökutækisins skráða lægri en leyfð heildarþyngd þess er. Þó skal gjaldþyngd ekki vera lægri en eigin þyngd ökutækis. Ríkisskattstjóri veitir heimild samkvæmt þessari grein og getur bundið hana tilteknum tímamörkum.
Ef í ljós kemur við eftirlit að heildarþyngd ökutækis með farmi er meiri en skráð gjaldþyngd þess skv. 1. mgr., skal heimild til að skrá gjaldþyngd niður afturkölluð og ekki veitt á ný fyrr en að liðnum fullum tveimur árum.
7. gr. 95.000 km fast kílómetragjald.
Eigendur eða umráðamenn ökutækja geta, þrátt fyrir ákvæði 5. gr., valið áður en nýtt gjaldár hefst að greiða gjald sem tekur mið af kílómetrafjölda er samsvari 95.000 km akstri á gjaldárinu í stað gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra. Upphæð fasts kílómetragjalds ræðst af gjaldþyngd ökutækis. Við nýskráningu ökutækis er einnig heimilt að velja fast kílómetragjald og skal gjaldið þá reiknað í hlutfalli við fjölda mánaða sem eftir eru af gjaldári. Velji eigandi eða umráðamaður að greiða fast kílómetragjald á bifreið skal hann að auki greiða 100.000 kr. fast árgjald, sbr. 1. mgr. 5. gr.
Ákvörðun um fast kílómetragjald verður ekki breytt vegna viðkomandi ökutækis eftir að gjaldár er hafið, nema ökutæki lendi í altjóni, sem staðfest er af vátryggingafélagi. Niðurfelling fasts kílómetragjalds miðast þá við innlögn skráningarmerkja. Verði viðkomandi ökutæki sett í umferð að nýju áður en gjaldári er lokið er niðurfelling fasts kílómetragjalds afturkölluð frá og með niðurfellingardegi.
Umsókn um fast kílómetragjald skal send ríkisskattstjóra í því formi sem hann ákveður.
Þeir sem fá heimild samkvæmt þessari grein eru undanþegnir ökumælisskyldu, sbr. 15. gr., skráningu í akstursbók skv. 16. gr. og að mæta í álestur á álestrartímabili skv. 18. gr.
8. gr. Gjald af ökutækjum skráðum erlendis.
Af bifreiðum, sem skrásettar eru erlendis og nota annan orkugjafa en bensín og af eftirvögnum sem eru 6.000 kg eða meira af leyfðri heildarþyngd skal greiða þungaskatt skv. 2. og 3. mgr. Ef nýting bifreiðar fellur undir skilgreiningu 2. mgr. 4. gr., skal vikugjaldið vera 25% hærra. Af bifreiðum, sem að leyfðri heildarþyngd eru 4.000 kg eða meira og af eftirvögnum, sem að leyfðri heildarþyngd eru 6.000 kg eða meira og nýtt eru í atvinnuskyni skal ákvörðun þungaskatts fara eftir ákvæðum 5. gr.
Af ökutækjum skráðum erlendis skal greiða þungaskatt fyrir hverja byrjaða viku sem ökutækið er hér á landi sem hér segir:
Eigin þyngd ökutækis, kg | Þungaskattur fyrir hverja byrjaða viku, kr. | Eigin þyngd ökutækis, kg | Þungaskattur fyrir hverja byrjaða viku kr. |
Allt að 1.000 | 1.813 | 2.800 - 2.999 | 3.448 |
1.000 - 1.499 | 2.176 | 3.000 - 3.199 | 3.602 |
1.500 - 1.999 | 2.681 | 3.200 - 3.399 | 3.755 |
2.000 - 2.199 | 2.835 | 3.400 - 3.599 | 3.908 |
2.200 - 2.399 | 2.988 | 3.600 - 3.799 | 4.062 |
2.400 - 2.599 | 3.141 | 3.800 - 3.999 | 4.215 |
2.600 - 2.799 | 3.295 |
Sé eigin þyngd ökutækis meiri en 4.000 kg skal þungaskattur fyrir hverja byrjaða viku hækka um 1.000 kr. fyrir hver byrjuð 1.000 kg sem eigin þyngd er umfram 4.000 kg. Við ákvörðun þungaskatts samkvæmt þessari málsgrein reiknast brot úr viku sem heil vika.
Við brottflutning ökutækis sem gjaldskylt er skv. lokamálslið 1. mgr. skal toll- eða löggæslumaður lesa af ökumæli og ákvarða þungaskatt í samræmi við ekinn kílómetrafjölda frá komudegi. Þungaskatt skv. 2. og 3. mgr. skal greiða við komu ökutækisins til landsins. Við ákvörðun skattsins skal miða við þann tíma sem áformað er að ökutæki verði hér á landi.
Innheimtumönnum ríkissjóðs er heimilt að taka við greiðslukortum og erlendum gjaldeyri vegna greiðslu þungaskatts samkvæmt þessari grein. Ef greiðsla er innt af hendi í formi erlends gjaldeyris skal miða við sölugengi eins og Seðlabankinn auglýsir hverju sinni.
III. KAFLI Eftirgjöf þungaskatts.
9. gr. Fast gjald.
Lækka skal, fella niður eða endurgreiða fast gjald þungaskatts að réttri tiltölu hafi skattskyld bifreið verið afskráð sem ónýt. Sama gildir ef skráningarmerki bifreiðar hafa verið afhent skráningaraðilaSkráningarstofunni hf. til geymslu í a.m.k. fimmtán daga samfellt eða framvísað hefur verið útflutnings- og innflutningsskýrslum til sönnunar á tímabundnum útflutningi í jafnlangan tíma.
HeimiltRíkisskattstjóri er aðskal lækka eða endurgreiða fast gjald að réttri tiltölu, þrátt fyrir að skilyrði 1. mgr. hafi ekki verið uppfyllt, ef sýnt er fram á það með fullnægjandi hætti að mati ríkisskattstjóra að bifreið hafi ekki verið í notkun hér á landi í a.m.k. þrjátíu daga samfellt vegna viðgerðar á viðurkenndu verkstæði. Ekki er heimilt að lækka eða endurgreiða hærri fjárhæð en sem nemur gjaldi í þrjátíu daga.
Eigi skal endurgreiða fast gjald af bifreið, sem greitt hefur verið þrátt fyrir að eigendaskipti verði, heldur skal greiðslan gilda fyrir bifreiðina allt viðkomandi gjaldtímabil.
10. gr. Kílómetragjald.
Óheimilt er að skrá eigendaskipti að ökutæki, nema greiddur hafi verið gjaldfallinn þungaskattur. Sé þungaskattur greiddur eftir akstri er óheimilt að skrá eigendaskipti, nema lesið hafi verið af ökumæli og þungaskattur vegna þess álestrar greiddur og fast árgjald þungaskatts skv. 5. gr. verið greitt til þess dags sem álestur er skráður í álestrarskrá ökumæla. Óheimilt er að skrá eigendaskipti nema fast kílómetragjald skv. 7. gr. hafi verið greitt til þess dags sem eigendaskipti eru skráð í ökutækjaskrá.
11. gr.
Ef ökutæki er flutt tímabundið úr landi, skal ekki greiða þungaskatt vegna þess aksturs sem sannanlega hefur átt sér stað erlendis, enda tilkynni eigandi eða umráðamaður ríkisskattstjóra um akstur erlendis og framvísi innflutnings- og útflutningsskýrslu með staðfestingu tollyfirvalda á kílómetrastöðu ökurita eða ökumælis og hraðamælis við útflutning og innflutning. Að uppfylltum skilyrðum fyrsta málsliðar skal lækka eða endurgreiða fast árgjald þungskatts skv. 5. gr. að réttri tiltölu ef ökutækið hefur verið flutt tímabundið úr landi í a.m.k. fimmtán daga samfellt.
Lækka skal eða endurgreiða fast árgjald þungaskatts skv. 5. gr. að réttri tiltölu hafi skattskylt ökutæki verið afskráð sem ónýtt eða skráningarmerki ökutækisins verið afhent Skráningarstofunni hf. til geymslu í a.m.k. fimmtán daga samfellt.
12. gr.
Þungaskattur skv. 5. gr. skal lækka um 70% af akstri almenningsvagna, sem eru í áætlunarferðum samkvæmt fyrirfram ákveðinni tímaáætlun í þéttbýli gegn fyrirfram ákveðnu gjaldi, enda séu ökutækin eingöngu nýtt til slíks aksturs.
Sé almenningsvagn að hluta notaður utan áætlunarferða skal þungaskattur greiddur að fullu vegna heildaraksturs og hluti hans síðan endurgreiddur. Senda skal ríkisskattstjóra greinargerð þar sem koma skal fram fjöldi kílómetra sem almenningsvagni er ekið í föstum áætlunarferðum á gjaldtímabili. Endurgreiða skal 70% af þeim hluta greidds þungaskatts, sem rekja má til aksturs í áætlunarferðum.
Greinargerð skv. 2. mgr. skal vera á sérstöku eyðublaði í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma skal endurgreiðsla fara fram eigi síðar en fimmtán dögum eftir lok skilafrests.
Komi í ljós að endurgreiðsla skv. 2. mgr. hafi verið of há skal ríkisskattstjóri þegar í stað tilkynna skattaðila og innheimtumanni ríkissjóðs þar um. Skattaðila ber, eigi síðar en sjö dögum eftir tilkynningu ríkisskattstjóra um of háa endurgreiðslu, að greiða innheimtumanni það sem ofgreitt var.
13. gr.
Eigendur jeppabifreiða eiga rétt á endurgreiðslu á helmingi skatts skv. 4. gr. sanni þeir með vottorði frá hlutaðeigandi skattstjóra, að þeir hafi haft meiri hluta atvinnutekna sinna næstliðið ár, að frádregnum kostnaði við öflun þeirra, af búrekstri, svo og lýsi því yfir, að bifreiðarnar hafi verið notaðar næstliðið ár að mestu eða öllu leyti við landbúnaðarstörf.
14. gr.
Þungaskattur af ökutækjum sem nota innlenda orkugjafa í tilraunaskyni skal vera 50% lægri en þungaskattur skv. 4. og 5. gr.
IV. KAFLI Akstursbækur, álestur o.fl.
15. gr.
Eigandi eða umráðamaður ökutækis, sem þungaskattur er greiddur af skv. 5. gr., skal á eigin kostnað láta setja ökumæli í ökutæki sitt, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 308/1996, um ökumæla, verkstæði, álestraraðila og eftirlitsaðila þungaskatts.
16. gr.
Ökumaður skal við lok hvers dags, sem ökutæki er ekið, lesa kílómetrastöðu af ökumæli og skrá hana í sérstaka akstursbók sem ríkisskattstjóri gefur út. Ef annars konar ökumælir en ökuriti er notaður, skal ökumaður skrá kílómetrastöðu hraðamælis daglega í akstursbókina, hins vegar er honum einungis skylt að skrá kílómetrastöðu ökumælis einu sinni í viku. Ökumaður skal athuga hvort ökuriti eða ökumælir og hraðamælir hafi talið rétt og að kílómetrastöðu beri saman við akstur dagsins. Ökumaður skal staðfesta skráningu með nafnritun sinni.
Ef sérstakur ökumælir er í eftirvagni skal ökumaður einu sinni í viku, sem eftirvagn hefur verið hreyfður, skrá kílómetrastöðu ökumælis eftirvagns og athuga hvort mælir hafi talið rétt. Ökumaður skal staðfesta skráningu með nafnritun sinni.
Eiganda eða umráðamanni fólksbifreiðar, sem er undir 4.000 kg að leyfðri heildarþyngd og ekki er nýtt til atvinnurekstrar, er ekki skylt að skrá kílómetrastöðu ökumælis og hraðamælis oftar en einu sinni í mánuði. Bifreið telst nýtt í atvinnurekstri ef eigandi eða umráðamaður hennar nýtur skattalegs hagræðis að einhverju leyti við öflun hennar eða rekstur.
Eigandi og umráðamaður ökutækis bera ábyrgð á að ökumælir telji rétt og að akstur sé skráður í akstursbók skv. ákvæðum 1.-3. mgr.
Ef í ljós kemur við skráningu á kílómetrastöðu ökurita eða ökumælis og hraðamælis, eða við skoðun á skráningarblöðum ökurita, að einhver fyrrgreindra mæla telur rangt eða telur ekki, skal ökumaður þá svo fljótt sem honum er unnt tilkynna um bilun mælis til Vegagerðarinnar. Jafnframt skal hann, innan tveggja virkra daga frá því er bilun í mæli kom fram, fara með hann á löggilt verkstæði til viðgerðar.
17. gr.
Eiganda eða umráðamanni er skylt að hafa akstursbókina ávallt í ökutækinu. Óheimilt er að breyta því, sem skráð hefur verið í akstursbók, eða fjarlægja blaðsíður úr henni
Eiganda eða umráðamanni ökutækis ber að varðveita skráningarblöð ökurita og akstursbók í sjö ár frá lokum gjaldárs.
18. gr.
Eiganda eða umráðamanni ökutækis er skylt án sérstakrar tilkynningar að koma á álestrartímabili hvers gjaldtímabils með ökutæki til aðila, sem fjármálaráðherra hefur falið að annast álestur, sbr. reglugerð nr. 308/1996 til að láta lesa af ökumæli og akstursbók ökutækisins. Álestrartímabil eru síðustu tuttugu dagar hvers gjaldtímabils, þ.e. 20. janúar til 10. febrúar, 20. maí til 10. júní og 20. september til 10. október.
Almennt skal ekki lesið af ökumælum utan þeirra tímabila sem um getur í 1. mgr. nema eigandi eða umráðamaður hafi vanrækt að láta lesa af ökumæli á síðasta álestrartímabili eða til standi að skrá eigendaskipti að ökutæki eða skipta um ökumæli.
Álestur utan álestrartímabils leysir eiganda eða umráðamann ekki undan skyldu til að koma með ökutæki til álestrar skv. 1. mgr.
VI. KAFLI Gjaldtímabil, gjalddagar, álagning, áætlun og álag.
19. gr. Fast gjald.
Gjaldár fasts gjalds þungaskatts skv. 4. gr. er 1. janúar til 31. desember ár hvert.
Gjaldtímabil hvers gjaldárs eru tvö, sem hér segir: 1. janúar til 30. júní, 1. júlí til 31. desember.
Gjalddagi er fyrsti dagur hvers gjaldtímabils, þ.e. 1. janúar og 1. júlí. Eindagi er síðasti15. dagur fyrstaannars mánaðar hvers gjaldtímabils, þ.e. 3115. janúarfebrúar og 3115. júlíágúst ár hvert.
Ríkisskattstjóri annast á gjalddaga álagningu fasts gjalds.
20. gr.
Komi í ljós að ökutæki hafi verið í röngum gjaldflokki, ranglega skráð í ökutækjaskrá eða að fast gjald hafi að öðru leyti ekki verið réttilega á lagt, skal ríkisskattstjóri tilkynna eiganda eða umráðamanni ökutækisins skriflega um fyrirhugaða endurákvörðun fasts gjalds og skora á hann að láta í té skýringar og gögn innan a.m.k. fimmtán daga. Berist ríkisskattstjóra ekki fullnægjandi skýringar eða gögn eiganda eða umráðamanns innan þess tíma endurákvarðar ríkisskattstjóri fast gjald þungaskatts.
21. gr. Kílómetragjald.
Gjaldár kílómetragjalds þungaskatts og fasts árgjalds skv. 5. gr. er frá 11. október ár hvert til 10. október næsta árs.
Gjaldtímabil hvers gjaldárs eru þrjú, sem hér segir: 11. október til 10. febrúar, 11. febrúar til 10. júní og 11. júní til 10. október.
Gjalddagi hvers gjaldtímabils er fyrsti dagur eftir lok tímabilsins, þ.e. 11. febrúar, 11. júní og 11. október. Eindagi hvers tímabils er síðasti15. dagur samanæsta mánaðar ogeftir gjalddagilok þesshvers gjaldtímabils, þ.e. 2815. febrúarmars, 3015. júníjúlí og 3115. októbernóvember ár hvert.
22. gr.
Ríkisskattstjóri annast á gjalddaga álagningu kílómetragjalds vegna ökutækja sem færð hafa verið til álestrar á álestrartímabili. Ríkisskattstjóri skal jafnframt, sé lesið af ökumæli ökutækis utan álestrartímabils, annast álagningu kílómetragjalds vegna aksturs frá síðasta álestri til álestrardags.
Ef eigandi eða umráðamaður ökutækis lætur ekki lesa af ökumæli þess á álestrartímabili, skal ríkisskattstjóri áætla þungaskatt. Áætlun skal svara til þess að ökutækinu hafi verið ekið a.m.k. 8.000 km á mánuði, nema fyrirliggjandi gögn bendi til þess að akstur kunni að hafa verið meiri. Þó skal áætlun vegna fólksbifreiða sem falla undir 3. mgr. 16. gr. nema sem svarar til þess að bifreiðinni hafi verið ekið 2.000 km á mánuði. Ríkisskattstjóri skal tilkynna innheimtumanni og skattgreiðanda um áætlanir sem gerðar hafa verið. Komi eigandi eða umráðamaður með ökutæki til álestrar utan álestrartímabils skal álestur tekinn sem kæra og sendur ríkisskattstjóra til ákvörðunar. Komi eigandi eða umráðamaður, sem sætt hefur áætlun á fyrri gjaldtímabilum, með ökutæki til álestrar á álestrartímabili gjaldtímabils sem ekki hefur verið áætlað fyrir, skal álagning miðast við að allur aksturinn hafi átt sér stað á því.
Til viðbótar áætlun og álagningu skv. 2. mgr. skal bætt við álagi sem skal vera 1% af fjárhæð þungaskatts vegna hvers dags sem dregið hefur verið að koma með ökutækið til álestrar fram yfir lok álestrartímabils. Álag skal þó ekki vera hærra en 10% af fjárhæð þungaskatts. Fella má niður álag ef aðili færir gildar ástæður sér til málsbóta og getur ríkisskattstjóri metið það í hverju tilviki, hvað teljist gildar ástæður í þessu sambandi.
23. gr.
Berist ríkisskattstjóra, fyrir eða eftir álagningu, tilkynning um að ökutæki hafi heimildarlaust verið í umferð án þess að vera búið ökumæli, akstur hafi verið ranglega færður eða ekki færður í akstursbók, ökumælir hafi verið óvirkur, innsigli verið rofið eða mælir talið of lítið, eða telji ríkisskattstjóri að öðru leyti að akstur ökutækis hafi verið meiri en álestur af ökumæli gefur til kynna, skal hann tilkynna eiganda eða umráðamanni ökutækisins skriflega um fyrirhugaða endurákvörðun vegna vantalins aksturs og skora á hann að láta í té skýringar og gögn innan a.m.k. fimmtán daga. Berist ríkisskattstjóra fullnægjandi skýringar eða gögn innan þess tíma endurákvarðar hann skatt á grundvelli fyrirliggjandi gagna, en að öðrum kosti endurákvarðar hann skatt skv. 2. mgr.
Endurákvörðun vegna vantalins aksturs skal nema sem svarar til a.m.k. 2.000 km aksturs fyrir hverja byrjaða viku sem talið verður að akstur hafi verið vantalinn, nema fyrirliggjandi gögn bendi til þess að akstur kunni að hafa verið meiri. Þó skal endurákvörðun vegna vantalins aksturs bifreiða sem falla undir 3. mgr. 16. gr. nema sem svarar til 500 km aksturs fyrir hverja byrjaða viku sem talið verður að akstur hafi verið vantalinn. Ríkisskattstjóri skal tilkynna innheimtumanni og skattgreiðanda um endurákvörðun.
Verði talið að akstur á því tímabili sem endurákvörðun nær til hafi að einhverju leyti komið fram á kílómetrastöðu ökumælis skal sá akstur koma til frádráttar við endurákvörðun.
24. gr.
Berist ríkisskattstjóra tilkynning eftirlitsmanna um að heildarþyngd ökutækis með farmi hafi mælst vera meiri en sem nemur gjaldþyngd þess, skal hann tilkynna eiganda eða umráðamanni ökutækisins skriflega um fyrirhugaða endurákvörðun vegna vanreiknaðrar gjaldþyngdar og skora á hann að láta í té skýringar og gögn innan a.m.k. fimmtán daga. Berist ríkisskattstjóra ekki fullnægjandi skýringar eða gögn eiganda eða umráðamanns innan þess tíma, endurákvarðar ríkisskattstjóri skatt vegna vanreiknaðrar gjaldþyngdar.
Endurákvörðun vegna of lágrar gjaldþyngdar, sbr. 1. mgr., skal nema sem svarar til mismunar á kílómetragjaldi gjaldþyngdar og þeirrar þyngdar er mælist við eftirlit. Endurákvörðun skal ná til alls aksturs ökutækisins á síðustu sextíu dögum áður en mæling fer fram.
Hafi gjaldþyngd ökutækis verið rangt skráð í álestrarskrá ökutækja er heimilt að endurákvarða þungaskatt miðað við rétta gjaldþyngd vegna aksturs ökutækisins frá því er gjaldþyngd var skráð.
25. gr.
Heimild til endurákvörðunar skatts skv. 20., 23. og 24. gr. nær til þungaskatts síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári er endurákvörðun fer fram. Verði skattskyldum aðila eigi um það kennt að þungaskattur var vanálagður er þó eigi heimilt að endurákvarða honum skatt nema vegna síðustu tveggja ára sem næst eru á undan því ári sem endurákvörðun fer fram á.
26. gr.
Eiganda og/eða umráðamanni ökutækis er heimilt að kæra til ríkisskattstjóra álagningu þungaskatts skv. 19. og 22. gr. innan þrjátíu daga frá því að skatturinn var ákvarðaður.
Endurákvörðun skv. 20., 23. og 24. gr. og úrskurði ríkisskattstjóra um kæru skv. 1. mgr. má skjóta til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.
27. gr.
Um dráttarvexti, refsingu o.fl. fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum.
28. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma falla úr gildi reglugerð nr. 593/1987, um þungaskatt, með síðari breytingum, og reglugerð nr. 156/1992, um innheimtu þungaskatts af bifreiðum sem skrásettar eru erlendis og nota annan orkugjafa en bensín, með síðari breytingum.
Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Lækkun gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra, sbr. 4. mgr. 5. gr., tekur þó gildi strax og álestur hefur farið fram á 3. álestrartímabili 1998, sem er frá 20. september til 10. október. Sé ekki komið með ökutæki til álestrar á álestrartímabili skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Af meðaltalsakstri sem samkvæmt þessu hefur átt sér stað fyrir lok 3. álestrartímabils 1998 skal reiknaður afsláttur og miðað við gjaldið fram til 11. október en innheimt hið lækkaða gjald af meðaltalsakstri eftir lok 3. álestrartímabils. Geti gjaldandi sannanlega sýnt fram á hver akstur hans hafi verið til loka 3. álestrartímabils skal taka mið af því við ákvörðun þungaskatts.
II.
Þrátt fyrir ákvæði 14. gr. eru bifreiðar sem nota innlendan orkugjafa í tilraunaskyni undanþegnar greiðslu þungaskatts frá gildistöku reglugerðar þessarar til 31. desember 2000.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.