Fara beint í efnið

Prentað þann 5. des. 2024

Breytingareglugerð

466/2000

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 309/1996, um ákvörðun þungaskatts og skyldur ökumanna, með síðari breytingum.

1. gr.

Á undan orðinu "námubifreiðar" í 3. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: belta- og.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 3. gr. reglugerðarinnar:

a. 1. mgr. orðast svo:
Greiða skal þungaskatt í formi fasts gjalds af bifreiðum sem skráðar eru hér á landi og eru undir 4.000 kg að leyfðri heildarþyngd. Skattskylda stofnast við nýskráningu bifreiðar.
b. 2. mgr. fellur brott.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 5. gr. reglugerðarinnar:

a. 2.-4. málsl. 1. mgr. falla brott.
b.

3. mgr. orðast svo:

Kílómetragjald skal vera sem hér segir:

Gjaldþyngd ökutækis
kg
Kílómetragjald
kr.
Gjaldþyngd ökutækis
kg
Kílómetragjald
kr.
4.000-4.999 7,11 18.000-18.999 17,09
5.000-5.999 7,56 19.000-19.999 18,40
6.000-6.999 8,17 20.000-20.999 19,38
7.000-7.999 8,58 21.000-21.999 20,50
8.000-8.999 8,96 22.000-22.999 21,79
9.000-9.999 9,36 23.000-23.999 22,83
10.000-10.999 9,93 24.000-24.999 23,86
11.000-11.999 10,30 25.000-25.999 25,02
12.000-12.999 11,20 26.000-26.999 26,13
13.000-13.999 12,00 27.000-27.999 27,30
14.000-14.999 12,93 28.000-28.999 28,46
15.000-15.999 13,92 29.000-29.999 29,62
16.000-16.999 15,03 30.000-30.999 30,78
17.000-17.999 16,12 31.000 og yfir 31,94
c. 4. mgr. fellur brott.

4. gr.

7. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

5. gr.

Við 8. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Innheimtumönnum ríkissjóðs er heimilt að taka við greiðslukortum og erlendum gjaldeyri vegna greiðslu þungaskatts samkvæmt þessari grein. Ef greiðsla er innt af hendi í formi erlends gjaldeyris skal miða við sölugengi eins og Seðlabankinn auglýsir hverju sinni.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 9. gr. reglugerðarinnar:

a. 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. orðast svo: Sama gildir ef skráningarmerki bifreiðar hafa verið afhent Skráningarstofunni hf. til geymslu eða framvísað hefur verið útflutnings- og innflutningsskýrslum til sönnunar á tímabundnum útflutningi.
b. Í stað orðanna "Heimilt er" í 2. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri skal.

7. gr.

Orðin "í a.m.k. fimmtán daga samfellt" í 1. og 2. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar falla brott.

8. gr.

2. málsl. 3. mgr. 19. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Eindagi er 15. dagur annars mánaðar hvers gjaldtímabils, þ.e. 15. febrúar og 15. ágúst ár hvert.

9. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 21. gr. reglugerðarinnar:

a. Orðin "og fasts árgjalds skv. 5. gr." í 1. mgr. falla brott.
b. 2. málsl. 3. mgr. orðast svo: Eindagi er 15. dagur næsta mánaðar eftir lok hvers gjaldtímabils, þ.e. 15. mars, 15. júlí og 15. nóvember ár hvert.

10. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í C-lið 7. gr. og 20. gr. laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða. I.

Hinn 11. júní 2000 skal lagt 33.333 kr. fast árgjald þungaskatts á bifreiðar sem eru að leyfðri heildarþyngd 14.000 kg eða meira, í samræmi við ákvæði 2.-4. málsl. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 21. gr. reglugerðar nr. 309/1996, eins og hún er fyrir gildistöku þessarar reglugerðar.

Ný gjaldskrá kílómetragjalds samkvæmt reglugerð þessari tekur gildi 11. júní 2000. Nýja gjaldið fyrir hvern ekinn kílómetra tekur gildi strax að loknu öðru álestrartímabili sem er frá 20. maí til 10. júní 2000. Sé ekki komið með ökutæki til álestrar á réttum tíma skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Þá skal hið nýja gjald innheimt eftir meðaltalsakstri eftir lok fyrrgreinds tímabils.

Þeir sem hafa sótt um heimild til ríkisskattstjóra til að greiða gjald fyrir gjaldárið 2000 er tekur mið af 95.000 km akstri í stað gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra auk 100.000 kr. fasts árgjalds, í samræmi við 7. gr. reglugerðar nr. 309/1996 eins og hún er fyrir gildistöku þessarar reglugerðar, skulu halda rétti sínum til greiðslu áðurnefnds gjalds.

Fjármálaráðuneytinu, 20. júní 2000.

Geir H. Haarde.

Árni Kolbeinsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.