Fara beint í efnið

Prentað þann 29. des. 2024

Breytingareglugerð

257/1996

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 255/1993, um vörugjöld af eldsneyti, með áorðnum breytingum.

1. gr.

2. málsl. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Af blýlausu bensíni skal greiða gjald sem nemur 24,85 kr. af hverjum lítra. Af öðru bensíni skal greiða gjald sem nemur 26,41 kr. af hverjum lítra.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 28. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. öðlast gildi hinn 10. maí 1996 og tekur til innflutnings á bensíni sem tekið er til tollafgreiðslu frá og með þeim degi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Þeir aðilar sem gjaldskyldir eru samkvæmt 18. gr. laga nr. 29/1993, skulu fá endurgreitt bensíngjald af óseldum bensínbirgðum sem þeir eiga þann 10. maí 1996, til lækkunar því bensíngjaldi sem greiða skal samkvæmt reglugerð nr. 55/1996. Gjald þetta skal nema 0,66 kr. af hverjum lítra af blýlausu bensíni og 0,70 kr. af hverjum lítra af öðru bensíni og skal koma til frádráttar við skil á bensíngjaldi skv. reglugerð nr. 254/1993.

Hver sá, sem á eða hefur til umráða gjaldskyldar birgðir af bensíni hinn 10. maí 1996, skal ótilkvaddur tilkynna það innheimtumanni ríkissjóðs fyrir 20. maí 1996. Eigandi eða umráðamaður þess skal ótilkvaddur aðstoða við að kanna birgðir óski innheimtumaður slíkrar aðstoðar.

Innheimtumaður ríkissjóðs getur krafist upplýsinga frá innflytjendum bensíns og bensínsölum um sölu samkvæmt verslunarbókum til viðskiptamanna er fram fór fyrir 10. maí 1996.

Fjármálaráðuneytinu, 9. maí 1996.

F. h. r.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir.

Bergþór Magnússon.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.