Fara beint í efnið

Prentað þann 2. maí 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 30. maí 2018 – 1. des. 2018 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 30. maí 2018 af rg.nr. 539/2018

237/2014

Reglugerð um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að kveða á um samræmdar kröfur til starfrækslu loftfara.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um starfrækslu flugvéla, þyrlna, loftbelgja og svifflugna, þ.m.t. skoðanir á hlaði á loftförum flugrekenda sem eru undir öryggiseftirliti annars ríkis þegar þau lenda á flugvelli á Íslandi.

Í reglugerðinni er mælt fyrir um skilyrði fyrir því að gefa út, viðhalda, breyta, takmarka, fella tímabundið úr gildi eða afturkalla skírteini flugrekenda, sem stunda flutningaflug, sem nota loftför sem talin eru upp í b- og c-lið 1. mgr. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 216/2008, um réttindi og ábyrgð handhafa skírteina sem og um skilyrði fyrir því að starfræksla skuli bönnuð, takmörkuð eða háð tilteknum skilyrðum í öryggisskyni.

Í reglugerðinni er einnig kveðið á um ítarlegar reglur um skilyrði og verklagsreglur að því er varðar yfirlýsingu frá flugrekendum sem stunda sérstaka starfrækslu (verkflug) í ábataskyni og starfrækslu flókinna, vélknúinna loftfara, sem er ekki í ábataskyni, þ.m.t. sérstök starfræksla flókinna vélknúinna loftfara, sem er ekki í ábataskyni, og eftirlit með þeim.

Í reglugerðinni er einnig mælt fyrir um ítarlegur reglur varðandi það hvaða skilyrði tiltekin áhættusöm, sérstök starfræksla (verkflug) í ábataskyni skuli háð leyfi í öryggisskyni og skilyrðin fyrir útgáfu, viðhaldi, breytingu, takmörkun, tímabundinni niðurfellingu eða afturköllun þessara leyfa.

Reglugerð þessi á ekki við um flugrekstur sem fellur undir gildissvið a-liðar 2. mgr. 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 216/2008.

Reglugerð þessi gildir ekki um starfrækslu með tjóðruðum loftbelgjum og loftskipum og flug með tjóðruðum loftbelgjum.

3. gr. Lögbært yfirvald og framkvæmd.

Samgöngustofa telst lögbært yfirvald samkvæmt reglugerð þessari og sér um framkvæmd hennar.

4. gr. Flugumsjón.

Flugrekendur, sem eru með sérstaka flugumsjón sem felst í undirbúningi og eftirfylgni á tilteknum þáttum flugs, skulu gera grein fyrir verksviði og ábyrgð starfsfólks sem sinnir flugumsjón í flugrekstrarhandbók.

Starfsfólk í flugumsjón skal fá þjálfun í samræmi við ICAO skjal nr. 7192 D3. Þjálfuninni skal lýst í D-hluta flugrekstrarhandbókar. Ekki er gerð krafa um að starfsfólk sem sinnir flugumsjón sé með skírteini flugumsjónarmanns.

5. gr. Trúnaðarmenn Samgöngustofu.

Samgöngustofu er heimilt að áskilja að fyrirsvarsmenn flugrekanda, þ.e. ábyrgðarmaður, flugrekstrarstjóri, tæknistjóri, yfirmaður þjálfunar, gæðastjóri, sanni kunnáttu sína og hæfni með sérstakri próftöku.

Að fenginni viðurkenningu Samgöngustofu ber þeim að starfa sem sérstakir trúnaðarmenn stofnunarinnar og skal mat Samgöngustofu meðal annars grundvallast á þeim forsendum. Komi í ljós að kunnátta eða hæfni fyrirsvarsmanns sem hlotið hefur viðurkenningu sé ábótavant eða fyrirsvarsmaður brýtur trúnað við Samgöngustofu getur hún fellt viðurkenningu sína niður til bráðabirgða eða að fullu. Samgöngustofa skal eiga endanlegt mat um viðurkenningu á trúnaðarmönnum.

6. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 965/2012 frá 25. október 2012 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 147/2013 frá 15. júlí 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 56 frá 10. október 2013, bls. 910.
  2. Reglugerð (ESB) nr. 800/2013 frá 14. ágúst 2013 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26 frá 14. febrúar 2014, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 696.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 71/2014 frá 27. janúar 2014 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við flugrekstur samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 193/2014 frá 25. september 2014, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64, 30. október 2014, bls. 357.
  4. Reglugerð (ESB) nr. 379/2014 frá 7. apríl 2014 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 289 frá 12. desember 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8, 5. febrúar 2014, bls. 611.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/640 frá 23. apríl 2015 um viðbótarskilyrði fyrir lofthæfi í tiltekinni starfrækslu og sem breytir reglugerð (ESB) nr. 965/2012, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165 frá 11. júní 2015. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 55 frá 17. september 2015, bls. 351.
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/140 frá 29. janúar 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 189 frá 10. júlí 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 55 frá 17. september 2015, bls. 382.
  7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 83/2014 frá 29. janúar 2014 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2014 frá 27. júní 2014 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 25. september 2014, bls. 510.
  8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1329 frá 31. júlí 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar starfrækslu flugrekenda í Sambandinu á loftförum sem eru skráð í þriðja landi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 226 frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt á bls. 1794 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 63 frá 15. október 2015.
  9. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2338 frá 11. desember 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar kröfur fyrir flugrita, staðsetningarbúnað undir vatni og kerfi til að rekja ferðir flugvéla, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 95 frá 29. apríl 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 27 frá 12. maí 2016, bls. 2023.
  10.  Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/363 frá 1. mars 2017 um breytingu á reglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 965/2012 hvað varðar sérstakt samþykki fyrir starfrækslu eins hreyfils flugvéla með hverfihreyfli að næturlagi eða við blindflugsskilyrði og að því er varðar samþykkiskröfur fyrir þjálfun vegna hættulegs varnings fyrir sérstaka starfrækslu í ábataskyni, starfrækslu flókinna, vélknúinna loftfara, sem er ekki í ábataskyni, og sérstaka starfrækslu flókinna, vélknúinna loftfara sem er ekki í ábataskyni, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 201 frá 27. október 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 16. nóvember 2017, bls. 140.

7. gr. Refsiákvæði.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.

8. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 1. mgr. 31. gr., 4. mgr. 37. gr., 80. gr., 85. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast gildi 8. apríl 2014. Um leið falla reglugerð nr. 1263/2008, um flutningaflug flugvéla, með síðari breytingum, og reglugerð nr. 752/2007 um úttektir á öryggi loftfara, með síðari breytingum, úr gildi.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.