Fara beint í efnið

Prentað þann 4. nóv. 2024

Breytingareglugerð

226/2019

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 221/2012, um skýrslugerð vegna sóttvarna.

1. gr.

Við upptalningu í 4. gr. reglugerðarinnar bætist í stafrófsröð:

sýkingar í tengslum við aðgerðir á heilbrigðisstofnunum

2. gr.

Eftirfarandi orð falla brott úr upptalningu í 5. gr. reglugerðarinnar:

sýkingar í tengslum við veitingu heilbrigðisþjónustu
anisakíusýking
ífarandi hemophilus influenzea, sjúkdómur gerð b
ífarandi meningókokkasjúkdómur
ífarandi pneumókokkasýkingar í blóði, lið, beini og heilahimnu
klamýdíusýking
lifrarbólga A
lifrarbólga vegna annarra veira
miltisbrandur
toxóplasmasýking, meðfædd (congenital toxoplasmosis)

Við upptalningu í 5. gr. reglugerðarinnar bætist í stafrófsröð:

beinbrunasótt (dengue)
Chikungunya veirusýking
hemophilus influenzea sýking, ífarandi
klamýdíusýking (chlamydia trachomatis og chlamudia venereu/LGV)
lifrarbólga A (bráð)
lifrarbólga D og E
meningókokkasjúkdómur, ífarandi
miltisbrandur (anthrax)
mítilborin heilabólga (tick-borne viral encephalitis)
pneumokokkasýking, ífarandi
taugasjúkdómur vegna borrelia burgdorferi (lyme neuroborreliosis)
toxóplasmasýking, meðfædd
zíkaveirusýking, áunnin eða meðfædd

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr., sbr. 3. gr., sóttvarnalaga nr. 19/1997, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 18. febrúar 2019.

Svandís Svavarsdóttir.

Áslaug Einarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.