Prentað þann 22. des. 2024
221/2012
Reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna.
I. KAFLI Um skráningarskyldu.
1. gr.
Sóttvarnalæknir er ábyrgur fyrir því að haldin sé sjúkdómaskrá sem tekur til smitsjúkdóma, sjúkdómsvalda þeirra, sjúkdóma af völdum eiturefna og geislavirkra efna, óvenjulegra og óvæntra atburða sem geta haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar meðal þjóða heims, sýklalyfjanotkunar og bólusetninga (ónæmisaðgerða), sbr. reglugerð um bólusetningar á Íslandi. Gæta skal fyllsta trúnaðar um allar einkalífsupplýsingar sem fram koma í smitsjúkdómaskrá og gilda um skrána sömu reglur og aðrar sjúkraskrár. Ýtrustu varúðar skal gætt við meðferð, vörslu og sendingu upplýsinga um tilkynningarskylda sjúkdóma.
Til að halda skrá um sýklalyfjanotkun kallar sóttvarnalæknir eftir upplýsingum úr lyfjagagnagrunni landlæknis og frá sjúkrastofnunum. Þær upplýsingar mega ekki bera með sér önnur persónuauðkenni en aldur, kyn og búsetu samkvæmt póstnúmeri þeirra sem lyfjunum hefur verið ávísað á, sérgrein læknis, sjúkrastofnun og deild þar sem sjúkrastofnun er deildaskipt. Upplýsingar um sýklalyfjanotkun skulu vera ópersónugreinanlegar. Forstöðumönnum heilbrigðisstofnana er skylt að senda sóttvarnalækni upplýsingar um magn sýklalyfja sem notað er á viðkomandi stofnun, skipt eftir deildum þar sem það á við.
Sóttvarnalæknir gefur nánari fyrirmæli um tilhögun skráningar og tilkynninga í smitsjúkdómaskrá og skrá um sýklalyfjanotkun, meðal annars um hvaða ráðstafanir skuli viðhafðar til að tryggja öryggi persónuupplýsinga varðandi tilkynningarskylda sjúkdóma.
2. gr.
Þeir sjúkdómar, sjúkdómsvaldar og atburðir sem sóttvarnalög fjalla um eru skráningarskyldir og geti þeir ógnað almannaheill eru þeir jafnframt tilkynningarskyldir.
Með skráningarskyldu er átt við skyldu til að senda sóttvarnalækni ópersónugreindar upplýsingar en með tilkynningarskyldu er átt við skyldu til að senda persónugreindar upplýsingar um sjúkdómstilvik.
3. gr.
Læknum er skylt að skrá upplýsingar um skráningar- og tilkynningarskylda sjúkdóma á þar til gerð eyðublöð eða með rafrænum hætti samkvæmt nánari fyrirmælum sóttvarnalæknis, sbr. 1. gr. Sama gildir um forstöðumenn rannsóknastofa, sjúkradeilda og annarra heilbrigðisstofnana. Skrá um smitsjúkdóma skal senda sóttvarnalækni mánaðarlega eða oftar ef hann telur þörf á því.
Læknum og hjúkrunarfræðingum er skylt að skrá í sjúkraskrá samkvæmt nánari fyrirmælum sóttvarnalæknis, sbr. 1. gr., allar bólusetningar sem þeir framkvæma. Læknar tilkynna sóttvarnalækni um bólusetningar sem gerðar hafa verið.
II. KAFLI Skráningarskyldir sjúkdómar.
4. gr.
Skráningarskyldir sjúkdómar eru:
adenóveirusýking
afbrigðilegar berklasýkingar
barkakýlisbólga
berkjubólga
berkjulungnabólga
bráður niðurgangur
calicíveirusýking (nóróveirusýking)
clostridium difficile sýking
efri loftvegasýking
enteróveirusýking
eyrnabólga
flatlús
hálsbólga
heilabólga (encephalitis/meningoencephalitis)
heilahimnubólga af völdum sýkla
heilahimnubólga af óþekktum toga
hlaupabóla
höfuðlús
inflúensa
kláðamaur
kynfæravörtur (condyloma genitalis)
lungnabólga
Lyme sjúkdómur (borreliosis)
matareitrun af völdum sýkla eða eiturefna þeirra
metapneumóveirusýking
njálgur
parainflúensa
psittacosis
ristill (herpes zoster)
rótaveirusýking
RS veirusýking
skarlatssótt
skútabólga
speldisbólga (epiglottitis)
sýkingar af völdum fjölónæmra sýkla
sýkingar í tengslum við aðgerðir á heilbrigðisstofnunum
þvagrásarbólga af óþekktri orsök
veirusýking, ótilgreind
III. KAFLI Tilkynningarskyldir sjúkdómar, sjúkdómsvaldar þeirra og atburðir sem ógna heilsu manna.
5. gr.
Tilkynningarskyldir sjúkdómar eru:
alnæmi (AIDS)
apabóla
bandormslirfusýki (cysticercosis)
barnaveiki
beinbrunasótt (dengue)
berklar
blæðandi veiruhitasóttir
bólusótt
bótúlismi
breiðvirkir betalaktamasamyndandi sýklar
bráð sjúkdómseinkenni af völdum eiturefna og geislavirkra efna
Chikungunya veirusýking
Córónaveirulungnabólga (SARS/heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu - HABL)
Creutzfeldt Jacob veiki og afbrigði hennar
enteróhemórrhagísk E. coli sýking
giardiíasýking
gulusótt
hemophilus influenzea sýking, ífarandi
hettusótt
hérasótt (tularemia)
HIV-sýking
holdsveiki
hundaæði
huldusótt (Q-fever)
inflúensa A sem valdið getur heimsfaraldri
Jersiníusýking (Y. enterocolitica, Y. psudotuberculosis)
kampýlóbaktersýking
kíghósti
klamýdíusýking (chlamydia trachomatis og chlamudia venereu/LGV)
kólera og kólerulíkar sýkingar (vibriosis og líkir sýkingavaldar)
launsporasýking (cryprtósporidium sýking)
legíónellusýking
lekandi
leptóspirusýking
lifrarbólga A (bráð)
lifrarbólga B (bráð, viðvarandi)
lifrarbólga C
lifrarbólga D og E
listeríusýking
lömunarveiki
malaría
meningókokkasjúkdómur, ífarandi
meticillín ónæmur staphylokoccus aureus (MÓSA)
miltisbrandur (anthrax)
mislingar
mítilborin heilabólga (tick-borne viral encephalitis)
óvæntir atburðir sem ógnað geta heilsu manna (óvænt aukning sjúkdómstilvika eða dauðsfalla)
pneumokokkasýking, ífarandi
rauðir hundar (einnig meðfæddir)
salmonellusýking
sárasótt (einnig meðfædd eða nýburasýking)
shígellusýking
stífkrampi
sullaveiki
svarti dauði
taugasjúkdómur vegna borrelia burgdorferi (lyme neuroborreliosis)
taugaveiki/taugaveikibróðir
toxóplasmasýking, meðfædd
tríkínusýking
vanómýcín ónæmir enterókokkar
vesturnílarveirusótt
zíkaveirusýking, áunnin eða meðfædd
öldusótt (brucellosis)
6. gr.
Tilkynningu um tilkynningarskyldan sjúkdóm, sjúkdómsvald eða óvænta atburði sem ógnað geta heilsu manna skal senda sóttvarnalækni án tafar eða samkvæmt nánari fyrirmælum hans. Sóttvarnalækni er heimilt að fela göngudeildum smitsjúkdóma og rannsóknarstofum, sbr. ákvæði reglugerðar um sóttvarnarráðstafanir, að halda skrá yfir tilkynningarskyld sjúkdómstilfelli og sjúkdómsvalda.
Á eyðublaði skal meðal annars koma fram:
- Heiti sjúkdóms eða sjúkdómsvalds og greiningarnúmer samkvæmt alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskránni sem gildir hverju sinni.
- Hvenær, hvernig og hvaða sjúkdómsgreining eða greining sjúkdómsvalds var staðfest.
- Persónuauðkenni og kyn hins sýkta.
- Í hvaða sóttvarnaumdæmi hinn sýkti býr, þ.e. dvalarstaður.
- Nafn tilkynnanda, læknisnúmer, vinnustaður, undirskrift og dagsetning tilkynningar.
7. gr.
Bólusetningar eru tilkynningarskyldar, sbr. reglugerð um bólusetningar á Íslandi.
IV. KAFLI Gildistaka.
8. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr., sbr. 3. gr., sóttvarnalaga nr. 19/1997, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 420/2008.
Reglugerð þessi er sett með hliðsjón af ákvörðunum framkvæmdastjórnar nr. 2000/96/EB og 2009/312/EB.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.