Fara beint í efnið

Prentað þann 27. des. 2024

Stofnreglugerð

199/2002

Reglugerð um sundurgreindan aðgang að heimtaugum.

1. gr.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2887/2000 frá 18. desember 2000, um sundurgreindan aðgang að heimtaugum sem birt er í I. viðauka skal gilda hér á landi um aðgang að heimtaugum fjarskiptafyrirtækja með umtalsverða markaðshlutdeild.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 20. gr. laga um fjarskipti nr. 107/1999, sbr. 2. gr. laga nr. 145/2002, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtast til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytinu, 8. mars 2002.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.