Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 22. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 20. júlí 2024

190/2022

Reglugerð um kostnaðarvigtir og einingarverð í tengslum við samninga um þjónustutengda fjármögnun í heilbrigðisþjónustu.

1. gr.

Einingarverð fyrir hverja DRG einingu er 1.120.661 kr. Með einingarverði er átt við meðalverð þeirrar þjónustu sem fellur undir DRG hluta nýs fjármögnunarmódels þjónustutengdrar fjármögnunar. Einingarverð er án umframkostnaðar vegna útlaga og eru afskriftir af tækjum og búnaði meðtaldar í einingarverði. Fasteignakostnaður og hlutur sjúklings er ekki innifalinn í einingarverðinu né beinn kennslu- og vísindakostnaður.

2. gr.

Kostnaðarvigtir fyrir hvern DRG flokk ásamt legudagamörkum vegna útlaga eru í samræmi við fylgiskjal með reglugerð þessari.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 39. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, tekur þegar gildi.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.