Prentað þann 28. des. 2024
148/2022
Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki.
1. gr.
Í stað orðsins "Mannvirkjastofnun" í öllum beygingarföllum hvar sem það kemur fyrir í reglugerðinni kemur í viðeigandi beygingarfalli: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
2. gr.
Á eftir 7.14. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 7.15. gr., ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Tæknilegar kröfur til hleðslustöðva fyrir vélknúin ökutæki í L-flokki.
Riðstraumshleðslustöðvar fyrir vélknúin ökutæki í L-flokki, þ.e. rafknúin tveggja og þriggja hjóla ökutæki og fjórhjól, sem aðgengilegar eru almenningi skulu, með tilliti til rekstrarsamhæfis, uppfylla eftirfarandi lágmarksskilyrði:
-
hleðslustöðvar allt að 3,7 kVA skulu að minnsta kosti vera búnar:
- fyrir hleðsluaðferð 3, tenglum eða tengibúnaði fyrir ökutæki af gerð 3A skv. ÍST EN 62196-2 eða
- fyrir hleðsluaðferð 1 eða 2, tenglum skv. IEC 60884-1;
- hleðslustöðvar yfir 3,7 kVA skulu að minnsta kosti vera búnar tenglum eða tengibúnaði fyrir ökutæki af gerð 2 skv. ÍST EN 62196-2.
3. gr.
Á eftir 11.4. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 11.5. gr., ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Tæknilegar kröfur fyrir afhendingu rafmagns til skipa
í siglingum á skipgengum vatnaleiðum.
Afhending rafmagns frá landi til skipa í siglingum á skipgengum vatnaleiðum skal annaðhvort vera samkvæmt ÍST EN 15869-2 eða ÍST EN 16840 eftir því hver orkuþörfin er.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á lið 1.5 og 1.8 í II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/94/ESB frá 22. október 2014 um uppbyggingu grunnvirkja fyrir óhefðbundið eldsneyti. Tilskipunin er hluti XIII. viðauka samnings um hið Evrópska efnahagssvæði og ber að túlka ákvæði 7.15. gr. og 11.5. gr. í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar um þau rafföng sem undir hana falla.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. gr. laga nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 26. janúar 2022.
Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.