Prentað þann 23. des. 2024
Breytingareglugerð
138/2017
Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjali I:
Efni | Annað nafn | Alþjóða- samningar | Bannað | Undanþágur og athugasemdir |
Dexamfetamin | dexaphetamine | P II | X | 4) |
2. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breytingum og 2., 3. og 4. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 20. janúar 2017.
Óttarr Proppé
heilbrigðisráðherra.
Margrét Björnsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.