Prentað þann 26. apríl 2025
130/1994
Reglugerð um gildistöku tiltekinna tilskipana Evrópubandalagsins um mælitæki
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í töluliðum 3., 5., 7., 13., 14., 16., 17., 18., 20., 22. og 26. tölul. í IX. kafla II. viðauka, skulu öðlast gildi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993, með áorðnum breytingum.
2. gr.
Eftirtaldar EB-gerðir öðlast því gildi hér á landi, sbr. 1. gr.:
a. tilskipun ráðsins 71/318/EBE frá 26. júlí 1971 um samræmingu laga aðildaríkjanna varðandi gasrúmmálsmæla;
b. tilskipun ráðsins 71/347/EBE frá 12. október 1971 um samræmingu laga aðildarríkjanna um að ákvarða hektólítraþyngd kornvöru;
c. tilskipun ráðsins 71/349/EBE frá 12. október 1971 um samræmingu laga aðildarríkjanna um kvörðun á tönkum skipa;
d. tilskipun ráðsins 75/107/EBE frá 19. desember 1974 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi flöskur (ílát) sem notaðar eru sem mælikeröld;
e. tilskipun ráðsins 75/410/EBE frá 24. júlí 1975 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi samfelldan samlagningarvogarbúnað;
f. tilskipun ráðsins 76/764/EBE frá 27. júlí 1976 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi kröfur til kvikasilfurs glerhitamæla með "maxima" álestri;
g. tilskipun ráðsins 76/765/EBE frá 27. júlí 1976 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi alkóhólmæla og alkóhól- flotmæla;
h. tilskipun ráðsins 76/766/EBE frá 27. júlí 1976 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi alkóhól-töflur;
i. tilskipun ráðsins 77/95/EBE frá 21. desember 1976 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi gjaldmæla leigubíla;
j. tilskipun ráðsins 78/1031/EBE frá 5. desember 1978 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi sjálfvirkar gátvigtunar- og þyngdarflokkunarvélar;
k. tilskipun ráðsins 86/217/EBE frá 26. maí 1986 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi mælitæki til mælinga á loftþrýstingi í hjólbörðum vélknúinna ökutækja.
3. gr.
EB-gerðir, sem vísað er til í 1. og 2. gr., eru birtar í sérriti, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 31/1993.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 100/1992 um vog, mál og faggildingu, öðlast þegar gildi.
Viðskiptaráðuneytið, 28. febrúar 1994.
F. h. r.
Þorkell Helgason.
Sveinn Þorgrímsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.