Fara beint í efnið

Prentað þann 28. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 1. des. 2020

114/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2016 um flugvernd.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein, 53. gr. a, svohljóðandi ásamt fyrirsögn:

Önnur ákvæði.

  1. Serbía, hvað varðar Belgrad Nikola Tesla flugvöll, bætist við þau lönd sem viðurkennt er að beiti flugverndarkröfum sem jafngildi sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd í almenningsflugi.
  2. Ísrael, hvað varðar Ben Gurion flugvöll, bætist við þau lönd sem viðurkennt er að beiti flugverndarkröfum sem jafngildi sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd í almenningsflugi, að því er varðar vernd loftfara og skimun farþega og handfarangurs.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 70. gr. d., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi 16. febrúar 2020 að því er varðar Serbíu en 1. apríl 2020 að því er varðar Ísrael.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 5. febrúar 2020.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.