Prentað þann 10. apríl 2025
34/2022
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, nr. 6/2022.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar:
- 3. málsl. verður svohljóðandi: Sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð skulu starfsmenn og nemendur nota andlitsgrímur, þó er ekki grímuskylda fyrir nemendur í íþróttakennslu.
- 4. málsl. verður svohljóðandi: Þrátt fyrir 3. málsl. skal leitast við að viðhafa 1 metra milli nemenda í kennslu- og lesrýmum en þeir skulu þá nota andlitsgrímu.
2. gr.
3. málsl. 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi: Þrátt fyrir 1. málsl. skal leitast við að viðhafa 1 metra milli nemenda í kennslu- og lesrýmum en þeir skulu þá nota andlitsgrímu.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breyt-ingum, tekur þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 18. janúar 2022.
F. h. heilbrigðisráðherra,
Ásta Valdimarsdóttir.
Ásthildur Knútsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.