Fara beint í efnið

Sækja um erlendan örorkulífeyri

Umsókn um örorkulífeyri frá öðru EES-ríki

Ef þú býrð eða hefur búið og starfað innan EES lands getur verið að þú eigir rétt á örorkulífeyri frá því landi.

Almennar upplýsingar

Það er mögulegt að sækja réttindi til margra landa vegna örorku. Ólíkir samningar milli landa segja til um hvernig réttindi þín flytjast milli landa.

Réttindi í einu landi þarf ekki veita réttindi í öðru.

Mismunandi lög gilda í ólíkum löndum. Þess vegna getur verið munur á þeim skilyrðum sem þú þarft að uppfylla gagnvart erlendu stofnuninni og Tryggingastofnun.

Ef þú býrð ekki á Íslandi

Ef þú býrð ekki á Íslandi þegar þú sækir um, þarft þú að hafa samband við erlendu tryggingastofnunina í landinu sem þú býrð í.

Ef þú átt líka réttindi á Íslandi þarft þú að sækja íslenska rétt þinn hjá erlendu stofnuninni. Erlenda stofnunin hefur samband við Tryggingastofnun.

Tryggingastofnun getur óskað eftir fleiri gögnum en þú skilar til erlendu stofnunarinnar.

Þú færð bréf frá TR með upplýsingum um hvaða gögnum þú þarft að skila og hvaða tímafrest þú hefur. Gögnum getur þú skilað í gegnum Mínar síður TR.

Ef þú býrð á Íslandi

Ef þú býrð á Íslandi þegar þú sækir um, þarft þú að láta Tryggingastofnun vita af réttindum erlendis. TR hefur samband við erlendu stofnunina fyrir þína hönd.

Erlenda stofnunin getur beðið um fleiri gögn en þú skilar til Tryggingastofnunar. Tryggingastofnun getur ekki aðstoðað með öflun þessara gagna.

Örorkulífeyrir frá öðru EES landi eða Bandaríkjunum - algengar spurningar

Umsókn um örorkulífeyri frá öðru EES-ríki

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun