Öryggi við notkun hlaupahjóla, hjólabretta og línuskauta
Öryggisbúnaður
Ráðlagt er að nota öryggis- og hlífðarbúnað, líkt og hjálm og hlífar á olnboga, úlnlið og hné, þegar ferðast er í umferðinni á:
hlaupahjóli
hjólabretti
línuskautum
öðrum leiktækjum
Mikilvægt að fara eftir umferðarreglum fyrir gangandi vegfarendur, því slys á hlaupahjóli, hjólabretti, línuskautum og öðrum leiktækjum í umferðinni eru nokkuð algeng og áverkarnir geta verið alvarlegir. Til að minnka líkur á slysum þarf að:
fræða vegfarendur um mikilvægi þess að nota ávallt réttan öryggisbúnað
fylgjast með ástandi leiktækja, því mörg slys má rekja til bilunar í leiktæki
Vegfarendur á hlaupahjóli, hjólabretti eða línuskautum skulu
nota gangstétt eða gangstíg
halda sig hægra megin og fara fram úr öðrum vinstra megin
taka tillit til gangandi vegfarenda og víkja fyrir þeim
nota yfirborð með sléttu undirlagi, þar sem er ekki umferð
ekki að vera á akbrautum
Þjónustuaðili
Samgöngustofa