Öryggi farþega í hópbifreiðum
Farþegar hópbifreiðar skulu fá upplýsingar um skyldu til að nota öryggisbelti í upphafi ferðar, frá ökumanni hópbifreiðarinnar, leiðsögumanni eða fararstjóra eða með hljóð- eða myndbandsupptöku.
Allir farþegar í hópbifreiðum verða að nota öryggisbelti séu þau til staðar í bifreiðinni
Ökumaður skal sjá til þess að barn yngra en þriggja ára sem ferðast í ökutæki noti viðurkenndan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum í samræmi við þyngd þess. Í hópbifreið er þó leyfilegt að nota þann öryggis- og verndarbúnað fyrir börn þriggja ára og eldri sem er til staðar í bifreiðinni.
Í hópbifreiðum skal auk þess komið fyrir táknmynd með myndrænum upplýsingum um skyldu til að nota öryggisbelti sem sjá má greinilega úr öllum sætum hópbifreiðarinnar.


Samgöngustofa hefur látið prenta út límmiða með táknmynd um skyldu til að nota öryggisbelti. Límmiðarnir eru aðgengilegir á skoðunarstöðvum og í afgreiðslu Samgöngustofu.
Lög og reglur

Þjónustuaðili
Samgöngustofa