Fara beint í efnið

Nýjar reglur um drónaflug

Skráning drónaflugmanna

Nýjar reglur Evrópusambandsins um flug ómannaðra loftfara (dróna) hafa tekið gildi og eru nú einnig komnar til framkvæmda hér á Íslandi. Reglugerð 1360/2024 innleiðir reglugerðir ESB 2019/947 og 2019/945 með breytingum. Þessar nýju reglur fela í sér ýmsar breytingar fyrir drónaeigendur.

Skráning rekstraraðila og hæfnispróf flugmanna

  • Skylda til skráningar: Allir rekstraraðilar dróna verða að skrá sig á

    flydrone.is og greiða skráningargjald. Skráningin gildir í fimm ár.

  • Hæfnispróf: Fjarflugmenn þurfa að sýna fram á hæfni sína. Hægt er að þreyta netpróf fyrir A1/A3 flokkana án endurgjalds. Fyrir A2 flokk þarf að taka próf hjá Samgöngustofu eða viðurkenndum aðilum.

Rekstrarflokkar

Reglurnar flokka drónaaðgerðir í þrjá flokka eftir áhættu:

  • Opinn flokkur: Fyrir lága áhættu með dróna sem vega minna en 25 kg, haldið innan sjónlínu og í allt að 120 metra hæð. Flokkurinn skiptist í:

    • A1: Heimilar flug yfir fólki, en ekki yfir fjöldasamkomum.

    • A2: Leyfir flug nálægt fólki með öruggri fjarlægð.

    • A3: Krefst þess að flug sé fjarri fólki.

  • Sérstakur flokkur: Fyrir miðlungs áhættu sem fellur ekki undir opna flokkinn. Krefst leyfis sem byggir á áhættumati.

  • Vottaður flokkur: Fyrir mikla áhættu, svo sem stórar dróna eða dróna sem flytja farþega, þar sem krafist er vottunar fyrir bæði dróna og rekstraraðila.

Flokkun dróna

Drónar eru flokkaðir í flokka frá C0 til C6 sem ákvarða rekstrarskilyrði og kröfur:

  • C0: Drónar undir 250 grömm, heimilt í A1 og A3 flokki.

  • C1: Drónar undir 900 grömm, heimilt í A1 og A3 flokki.

  • C2: Drónar undir 4 kg, heimilt í A2 og A3 flokki.

  • C3 og C4: Drónar undir 25 kg, heimilt í A3 flokki.

  • C5: Drónar ætlaðir starfsemi í STS-01

  • C6: Drónar ætlaðir starfsemi í STS-02

Hægt er að finna nánari upplýsingar um evrópsku drónareglugerðina á heimasíðu EASA

Frekari upplýsingar

Skráning drónaflugmanna

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa