Fara beint í efnið

Drónareglur - Opni flokkurinn

Opni flokkurinn inniheldur áhættulitla starfsemi dróna sem vega minna en 25 kg.

Kröfur:

  • Dróninn verður að vega minna en 25 kg

  • Fjarflugmaðurinn verður að hafa drónann ávallt í augsýn (VLOS)

  • Dróninn má ekki fljúga hærra en 120 m frá jörðu

  • Það má ekki fljúga yfir mannfjölda

  • Það má ekki fljúga með hættulegan varning

  • Það má ekki sleppa hlutum af drónanum

  • Dróninn verður að vera merktur með skráningarnúmeri umráðanda

Undirflokkar

Opna flokknum er skipt í þrjá undirflokka: A1, A2 og A3.

  • A1 – Leyfilegt að fljúga léttum drónum, C0 og C1, með minni takmörkunum á fjarlægð frá óviðkomandi fólki.

  • A2 – Leyfilegt að fljúga C2 drónum í þéttbýli með allt að 5 m lágmarksfjarlægð frá óviðkomandi fólki (30 m án hæflugsbúnaðs, 5 m með hægflugsbúnaði).

  • A3 – Leyfilegt að fljúga drónum allt að 25 kg að þyngd, með 150 m lágmarksfjarlægð frá byggðum svæðum.

Aldurstakmark

  • Lágmarksaldur drónaflugmanna er 16 ár.

  • Börn undir 16 ára mega fljúga drónum sem eru undir 250 grömm (C0) í A1 flokknum eða ef flogið er undir handleiðslu skráðs flugmanns með A1/A3 réttindi.

  • Forráðamaður þarf að skrá sig sem umráðamaður dróna fyrir börn á www.flydrone.is.

Opni flokkurinn

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa