Drónareglur - Opni flokkurinn
Opni flokkurinn inniheldur áhættulitla starfsemi dróna sem vega minna en 25 kg.
Kröfur:
Dróninn verður að vega minna en 25 kg
Fjarflugmaðurinn verður að hafa drónann ávallt í augsýn (VLOS)
Dróninn má ekki fljúga hærra en 120 m frá jörðu
Það má ekki fljúga yfir mannfjölda
Það má ekki fljúga með hættulegan varning
Það má ekki sleppa hlutum af drónanum
Dróninn verður að vera merktur með skráningarnúmeri umráðanda
Undirflokkar
Opna flokknum er skipt í þrjá undirflokka: A1, A2 og A3.
A1 – Leyfilegt að fljúga léttum drónum, C0 og C1, með minni takmörkunum á fjarlægð frá óviðkomandi fólki.
A2 – Leyfilegt að fljúga C2 drónum í þéttbýli með allt að 5 m lágmarksfjarlægð frá óviðkomandi fólki (30 m án hæflugsbúnaðs, 5 m með hægflugsbúnaði).
A3 – Leyfilegt að fljúga drónum allt að 25 kg að þyngd, með 150 m lágmarksfjarlægð frá byggðum svæðum.
Opni flokkurinn
Þjónustuaðili
Samgöngustofa