Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögregla stöðvar við akstur

Áfengismæling

Lögreglan getur stöðvað þig hvenær sem er og beðið þig um að blása í áfengismæli ef:

  • hún telur að þú hafir drukkið áfengi

  • þú hefur framið umferðarlagabrot

  • þú hefur lent í umferðarslysi

Ef einstaklingur neitar að blása

Ef einstaklingur neitar að blása í áfengismæli þegar lögregla krefst þess er það talið brot á umferðarlögum. Þá getur lögregla:

  • gert ráð fyrir að viðkomandi sé undir áhrifum og farið með málið eins og svo sé

  • krafist blóðsýnatöku

  • handtekið viðkomandi ef nauðsyn krefur og flutt á lögreglustöð fyrir blóðsýnatöku

Einnig gæti viðkomandi misst ökuréttindi eða fengið sekt.

Þjónustuaðili

Lögreglan