Lögregla stöðvar við akstur
Lögregla má stöðva bíl af hvaða ástæðu sem er.
Ef lögregla biður þig um að stoppa bíl þinn, skalt þú fara strax út í kant og stöðva þegar það er óhætt.
Ef þú stöðvar ekki bílinn ert þú að brjóta lög.
Ef allt er í lagi tekur þetta yfirleitt aðeins nokkrar mínútur.
Almennt
Lögregla má stöðva ökutæki til þess að:
athuga með ökuskírteini
skoða skráningu og tryggingu ökutækis
meta ástand ökumanns
gera öryggisathuganir á til dæmis ljósum eða beltum
Skyldur ökumanna
Ökumenn eru skyldugir til að:
leggja bílnum eins og lögregla gefur til kynna
sýna ökuskírteini
hlýða fyrirmælum lögreglu
Lögregla hefur heimild til að handtaka ökumann eða farþega:
neiti þeir að veita upplýsingar, eins og nafn eða kennitölu,
gefa rangar upplýsingar, eða
neita að hlíða fyrirmælum
Þjónustuaðili
Lögreglan