Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Að borga sekt vegna umferðarlagabrots

Almennt

Ef þú hefur fengið sekt vegna brots á umferðarlögum færð þú senda tilkynningu í pósthólf á Ísland.is eða í bréfi.

Í tilkynningu kemur fram upphæð sektar og brot sem sektað er fyrir.

Greiðsluseðill er sendur í heimabankann þinn.

Afsláttur

Þú færð 25% afslátt ef þú greiðir innan 30 daga.

Þú getur borgað á staðnum ef lögregla sektar þig í umferðinni.

Ef einhver annar en skráður eigandi á sektina

Ef þú varst ekki ökumaðurinn þegar brotið átti sér stað, þarftu að láta lögreglu vita hver var að aka ökutækinu.

Mótmæla sekt

Ef þú vilt mótmæla sektinni geturðu sent inn skriflega athugasemd til lögreglunnar.

Best er að gera það eins fljótt og auðið er eftir að þú færð tilkynninguna.

Þjónustuaðili

Lögreglan