Andmæla sekt vegna umferðarlagabrots
Almennt
Ef þú telur sekt ekki réttmæta getur þú mótmælt henni.
Það er mikilvægt að bregðast tímanlega við til að forðast auka kostnað eða frekari innheimtuaðgerðir.
Þú getur séð dagsetningu brotsins í tilkynningu í pósthólfi Ísland.is eða bréfi.
Upplýsingar sem þurfa að koma fram
Nafn þitt og kennitala
Samskiptaupplýsingar, eins og símanúmer og netfang
Bílnúmer
Málsnúmer, sem stendur í tilkynningu um sekt
Rökstuðningur, sem er nákvæm útskýring á af hverju þú ættir ekki að fá sektina. Ef þú hefur gögn sem styðja mál þitt skalt þú senda þau með
Andmælin getur þú sent á lögregluumdæmið sem gaf út sektina.
Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skal senda á sektir@lrh.is
Þegar sekt hefur verið mótmælt
Þegar sekt hefur verið mótmælt, er sektin sett á bið á meðan málið fer til skoðunar á ákærusvið. Tilkynnt er með bréfi hvort mótmælin séu tekin til greina eða ekki. Ef þau eru tekin til greina er málið fellt niður. Ef mótmælin eru ekki tekin til greina, er sektin endurstofnuð og viðkomandi hefur 30 daga til að greiða með afslætti.
Ef ágreiningur leysist ekki með lögreglu getur málið verið sent til dómstóla til úrlausnar.
Þjónustuaðili
Lögreglan