Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tilkynna réttan ökumann vegna sektar fyrir umferðarlagabrot

Almennt

Ef þú hefur fengið tilkynningu um sekt fyrir umferðarlagabrot en þú varst ekki að keyra þarft þú að tilkynna réttan ökumann til lögreglu.

Þú ættir ekki að greiða sektina. Hafðu samband við lögregluumdæmið sem gaf sektina út.

Þú getur séð dagsetningu brotsins og umdæmið sem gefur út sektina í tilkynningu í pósthólfi Ísland.is eða bréfi.

Tilkynna réttan ökumann

Þú getur upplýst lögreglu um réttan ökumann með því að:

  • hringja í viðkomandi lögregluumdæmi

  • senda útfyllt eyðublað, sem fylgdi sektinni í bréfpósti

  • senda tölvupóst með öllum nauðsynlegum upplýsingum

Finna netfang lögreglu

Rafræn tilkynning á höfuðborgarsvæðinu

Ef umferðarlagabrotið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu getur þú sent tilkynningu rafrænt.

Tilkynna ökumann vegna umferðarlagabrots á höfuðborgarsvæðinu

Upplýsingar sem þurfa að koma fram

Þegar þú tilkynnir réttan ökumann þarftu að láta eftirfarandi upplýsingar fylgja með:

  • nafn þitt og kennitölu

  • samskiptaupplýsingar þínar eins og símanúmer eða netfang

  • nafn ökumanns og kennitölu

  • málsnúmer, sem stendur á sektinni

Þegar tilkynning er send

Þegar lögregla móttekur tilkynningu færist sektin yfir á ökumanninn.

Sektin birtist í heimabanka ökumanns daginn eftir að tilkynning er móttekin.

Ökumaður hefur 30 daga til að greiða með afslætti.

Þjónustuaðili

Lögreglan