Fara beint í efnið

Löggilding til fasteigna- og skipasala

Umsókn um löggildingu til fasteigna- og skipasala

Vottorð um vinnutíma frá fasteignasala

Einungis þeim sem hafa til þess löggildingu sýslumanns er heimilt að hafa milligöngu um kaup, sölu og skipti á fasteignum eða skráningarskyldum skipum fyrir aðra.
Lögmenn þurfa ekki löggildingu til að hafa milligöngu um kaup, sölu eða skipti á eignum í einstökum tilvikum, enda tengist það lögmannsstörfum þeirra.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með löggildingu fasteigna- og skipasala á landsvísu.

Kostnaður

Leyfið kostar 12.000 krónur og skal það greitt inn á reikning embættisins: 322-26-0001, kennitala 650914-2520.

Skilyrði

Til að fá löggildingu þarf viðkomandi að:

  • eiga lögheimili á Íslandi

  • vera lögráða

  • hafa lokið 90 eininga námi sem er ætlað fasteigna- og skipasölum

  • leggja fram tryggingu fyrir greiðslu bóta og kostnaðar vegna tjóns sem viðskiptamenn hans kunna að verða fyrir af völdum hans eða manna sem ráðnir eru til starfa hjá honum

  • hafa starfað í fullu starfi við fasteignasölu hjá fasteignasala í 6 mánuði á síðustu 5 árum áður en sótt er um löggildingu

Viðkomandi má ekki:

  • hafa orðið gjaldþrota eða hafa verið sviptur réttindum til að starfa sem fasteignasali ótímabundið. Víkja má frá skilyrðinu að fenginni umsögn eftirlitsnefndar fasteignasala ef umsækjandi hefur haft forræði á fé sínu í að minnsta kosti 3 undanfarin ár.

Fylgigögn

Með umsókninni þarf að fylgja:

Athugið að ekki nægir að skila stafrænu búsforræðisvottorði þar sem það segir ekki til um búforræðissögu viðkomandi. Það þarf því að leita til viðkomandi héraðsdóms til að fá útgefið búsforræðisvottorð.

Kærufrestur

Heimilt er að kæra ákvarðanir sýslumanns til menningar- og viðskiptaráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku.

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast umsókn á pdf formi hér

Lög og reglugerðir

Lög nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa
Reglugerð nr. 1099/2014 um löggildingu fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala
Reglugerð nr. 613/1997 um tryggingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala

Umsókn um löggildingu til fasteigna- og skipasala

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15