Fara beint í efnið

Löggilding vigtarmanna

Þú getur sótt um starfsleyfi sem vigtarmaður hjá HMS.

Löggiltir vigtarmenn gefa út vottorð um vigtun sem standast fyrir dómstólum á Íslandi.

Vigtarmenn sækja almennt námskeið hjá HMS og þurfa að standast próf til að öðlast löggildingu sem gildir í 10 ár.

Eftir það geturðu framlengt starfsleyfið með endurmenntunarnámskeiði hjá HMS.

Námskeið eru haldin yfir þrjá daga, tvisvar á ári. Þú getur ýmist sótt námskeiðin í staðkennslu hjá HMS í Borgartúni 21 í Reykjavík eða í fjarnámi hjá fræðslumiðstöðvum um allt land.

Skilyrði

  • Þú verður að vera 20 ára eða eldri.

  • Þú verður að búa á Íslandi.

  • Þú verður að vera sjálfráða og fjárráða.

  • Þú verður að skilja íslensku til að geta tekið þátt á námskeiðum.

  • Hægt er að synja umsækjendum um löggildingu vegna upplýsinga úr sakaskrá um fyrri brot.

Sækja um

Löggilding vigtarmanna

Fylgigögn

Með umsókninni þarf að fylgja:

Þú getur nálgast bæði vottorðin rafrænt á Ísland.is.

Umsókn móttekin

Þú færð staðfestingu í tölvupósti þegar þú hefur sótt um almennt námskeið eða endurmenntunarnámskeið.

Þú færð upplýsingar í tölvupósti þegar líða fer að námskeiðinu og færð sendan greiðsluseðil í heimabanka, sem greiða verður áður en námskeiðið hefst. Sakavottorð og búsforræðisvottorð verða þá einnig að vera komin til skila.

Gjöld

Gjald fyrir almennt námskeið og löggildingu er samanlagt 100.500 krónur.

Gjald fyrir endurmenntunarnámskeið er 49.200 krónur.

Löggilding veitt

Þegar þú hefur staðist prófið eftir námskeið hjá HMS færðu löggildingarskírteini sent í bréfpósti.

Um leið bætir HMS nafni þínu á lista yfir löggilta vigtarmenn.