Lífsýni
Þjónusturannsóknir
Þjónusturannsókn er rannsókn sem er framkvæmd vegna heilbrigðisþjónustu við einstakling. Þjónusturannsókn er framkvæmd á lífsýni úr einstaklingi, t.d. á blóði, þvagi eða vef og nýtist við greiningu sjúkdóma og meðferð þeirra.
Heimilt er að safna lífsýnum vegna þjónusturannsókna og vista þau í lífsýnasafni þjónustusýna til frekari nota, enda sé þess getið í almennum upplýsingum frá heilbrigðisstarfsmanni eða heilbrigðisstofnun.
Ábyrgðarmaður þjónustulífsýnasafns getur veitt skilgreindan aðgang að lífsýnum sem vistuð eru í lífsýnasafni þjónustusýna til frekari greiningar sjúkdóma. Jafnframt má veita aðgang að sýnum vegna gæðaeftirlits, til aðferðaþróunar eða til kennslu, en við slíka notkun eru sýnin afhent ópersónugreinanleg.
Einnig má veita aðgang að þjónustulífsýnum vegna vísindarannsókna sem hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar eða siðanefndar heilbrigðisrannsókna. Þjónustulífsýni sem nota á til vísindarannsókna eru afhent án persónuauðkenna, nema í undantekningartilfellum, en þá þarf leyfi Persónuverndar.
Loks getur safnstjórn lífsýnasafns, með heimild Persónuverndar, heimilað notkun lífsýna í öðrum tilgangi, enda mæli brýnir hagsmunir með því.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis