Líffæragjöf er þegar hjarta, lungu, lifur, nýru, bris eða þarmar eru fjarlægð úr látnu fólki og grædd í sjúklinga þar sem tiltekin líffæri eru alvarlega vanstarfhæf eða alveg óstarfhæf. Einnig má nefna að bæta má sjón sjónskertra með því að græða í þá hornhimnu látins fólks. Í vissum tilfellum eru líffæragjafir frá lifandi fólki. Algengt er að ígrædd nýru komi frá lifandi gjöfum, oftast nánum ættingjum sjúklinga. Í stöku tilvikum er líka hluti lifrar í lifandi gjafa notaður til ígræðslu.
Andlát vegna heiladauða en þar sem hjarta og blóðrás starfa enn, er yfirleitt forsenda þess að unnt sé að nýta líffæri til ígræðslu. Þá er hægt að fjarlægja líffærin áður en blóðrás stöðvast og líffærin skemmast.
Heiladauði stafar í flestum tilvikum af blæðingu eða æðastíflu í heila. Þá geta drukknun og alvarlegir höfuðáverkar t.d. vegna slyss valdið viðvarandi og ólæknandi skemmdum á heilavef.
Já. Þegar blóðflæði til heilans stöðvast með öllu myndast útbreiddar skemmdir. Slíkt ástand kallast heiladauði. Heilinn hættir að starfa og telst þá viðkomandi látinn lögum samkvæmt.
Oftast deyr fólk þannig að það hættir að anda og hjartsláttur stöðvast og þar með stöðvast allt blóðflæði líkamans.
Í einstaka tilvikum getur það gerst að algert heiladrep verði hjá sjúklingum sem eru í öndunarvél án þess að hjartað hætti strax að slá. Þá er mögulegt að halda blóðrás og öndun gangandi um sinn. Andlát er þá staðfest með nákvæmu mati á starfsemi miðtaugakerfis og öðrum rannsóknum samkvæmt ákveðnum verkferlum.
Heildadauða er hægt að staðfesta með nákvæmri og vandaðri taugaskoðun sem gerð er samkvæmt ströngum leiðbeiningum og verklagi, sjá undir lið 4. Stundum eru teknar myndir af æðum í heila til að staðfesta að blóðflæði hafi stöðvast.
Þegar algert heiladrep hefur verið staðfest er sjúklingurinn úrskurðaður látinn og þá er jafnan allri meðferð hætt. Ef hins vegar á að nema brott líffæri til ígræðslu er meðferð haldið áfram þar til líffærin hafa verið fjarlægð.
Til þess að ákvarða heiladauða þarf að uppfylla strangar og skýrar alþjóðlegar reglur. Gerðar eru tvær nákvæmar taugaskoðanir af tveimur mismunandi læknum með að minnsta kosti tveggja klukkustunda millibili. Einnig er framkvæmt öndunarpróf. Leiki einhver vafi á stöðu mála er einnig gerð æðamyndataka. Viðkomandi er úrskurðaður látinn þegar hann uppfyllir öll skilyrði heiladauða.
Þegar algert heiladrep hefur verið staðfest er sjúklingur úrskurðaður látinn og þá er allri meðferð hætt.
Ef nema á brott líffæri til ígræðslu er meðferð hins vegar haldið áfram þar til líffærin hafa verið fjarlægð. Að því loknu er allri meðferð, t.d. öndunarvélameðferð hætt.
Árlega þarfnast 25-30 sjúklingar líffæraígræðslu á Íslandi og hefur þeim fjölgað á undanförnum árum. Meginástæða þess er meðal annars aukin tíðni langvinnra sjúkdóma sem leiða til líffærabilunar. Fólk á öllum aldri getur veikst það alvarlega í hjarta, lifur, lungum eða nýrum að það krefjist líffæraígræðslu, ef nokkur kostur er á slíku. Við nýrnabilun á lokastigi er völ á öðru meðferðarúrræði; það er blóð- eða kviðskilun. Nýrnaígræðsla kann samt að vera ákjósanlegri leið í mörgum tilvikum. Hver líffæragjafi getur mögulega bjargað lífi nokkurra sjúklinga. Líffæragjöf er samt ekki möguleg nema í fáum tilvikum dauðsfalla.
Árangur líffæraígræðslu er í flestum tilfellum góður. Auk þess að bjarga lífi geta lífsgæði líffæraþegans líka aukist á mörgum sviðum. Margir einstaklingar lifa eðlilegu lífi með ígrætt líffæri, stunda vinnu og líkamsrækt. Nokkur dæmi eru um að konur með ígrætt líffæri eignist börn.
Líffæri úr látnum líffæragjöfum á Íslandi eru flutt til Svíþjóðar og grædd í sjúklinga á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Þau tilheyra líffærabanka norrænu ígræðslusamtakanna Scandiatransplant sem Ísland á aðild að. Ef ekki finnst hentugur líffæraþegi í Gautaborg er leitað í evrópskum gagnabanka að hentugum líffæraþega. Íslendingar njóta á sama hátt góðs af líffærum þaðan. Þannig erum við bæði gefendur og þiggjendur líffæra í alþjóðlegu samstarfi þjóða.
Nei, elsti líffæragjafinn á Íslandi var 85 ára en sá yngsti nokkurra mánaða. Aðrir þættir en aldur sem slíkur koma til álita við mat á mögulegum líffæragjöfum. Líffæri barns er til að mynda dýrmæt gjöf og má geta þess að unnt er að græða nýru og lungu barns í fullorðið fólk með ágætum árangri.
Já, ekkert mælir gegn því.
Reglur kveða á um forgangslista sem ígræðslusjúkrahús setur upp og styðst við án þess að líffæragjafi geti haft nokkur áhrif þar á. Metið er hver hefur mesta þörf fyrir líffæri sem til fellur hverju sinni. Auk þess þarf alltaf að taka tillit til blóðflokka og vefjaflokkunar þegar líffæraþegar eru valdir.
Þeir sem ekki nota tölvur eða hafa ekki aðgang að tölvum geta leitað sér aðstoðar heimilislæknis eða hjúkrunarfræðinga heilsugæslunnar til að skrá afstöðu sína. Þeir sem nú þegar hafa skráð á landlaeknir.is eða á heilsuvera.is að þeir vilji ekki gefa líffæri sín við andlát þurfa ekki að skrá sig á ný séu þeir enn sömu skoðunar. Hins vegar þarf að breyta skráningunni ef þeir hafa skipt um skoðun og vilja nú gefa líffæri.
Hægt er að taka afstöðu til eftirfarandi inn á Heilsuveru - Mínar síður:
Ég heimila ekki líffæragjöf.
Heimild mín til líffæragjafar nær ekki til eftirtalinna líffæra:
Foreldrar eru nánustu aðstandendur barna sinna undir 18 ára aldri í skilningi laga um líffæragjafir. Í lagatextanum er hins vegar talað um nánasta aðstandanda (í eintölu) en ekki um aðstandendur (í fleirtölu). Ef foreldrar eru ósammála um mögulega líffæragjöf barns síns, hvort ræður?
Til að líffæragjöf sé möguleg verða allir nánustu aðstandendur að vera sammála. Ef foreldrar eru ósammála verður ekkert af líffæragjöf. Sameiginlegur skilningur er því sá að auk ætlaðs samþykkis verði allir nánustu að samþykkja líffæragjöf til að af henni verði.
Þá eru líffærin ekki gefin. Sameiginlegur skilningur er sá að allir nánustu aðstandendur verði að samþykkja líffæragjöf til að af henni verði.
Nei, einungis eru fjarlægð þau líffæri sem mögulegt er að nota til ígræðslu, annað ekki. Líffæragjöf er eins og skurðaðgerð, líffærin eru fjarlægð, líkamanum lokað og vel gengið frá öllu með fullri virðingu við líffæragjafann. Líffæragjöf tefur ekki útför hins látna.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis