Fara beint í efnið

Leyfi til að taka barn í fóstur

Umsókn um leyfi til að taka barn í fóstur

Breytt fyrirkomulag fósturleyfa útgefnum af Barnaverndarstofu

Þann 1. janúar 2022 færðist útgáfa fósturleyfa frá Barnaverndarstofu til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála skv. lögum um GEV nr. 88/2021.

Fósturforeldrar sem:

  • Fengu útgefið fósturleyfi af Barnaverndarstofu og

  • Höfðu barn/börn í fóstri á árunum 2020 – 2021

Þurfa að sækja um endurnýjun fósturleyfis til GEV fyrir 31. desember 2024. Önnur fósturleyfi útgefin af Barnaverndarstofu eru nú þegar útrunnin.

Einnig hefur sú breyting orðið á að fósturleyfi gilda almennt ekki fyrir sérstök fósturbörn og hafa gildistíma að hámarki til fimm ára. Er það breyting frá fyrri framkvæmd Barnaverndarstofu þar sem leyfi var gefið út fyrir hvert fósturbarn ótímabundið.


GEV mun kappkosta við úrvinnslu umsókna eins og kostur er en þá skiptir sköpum að sótt sé um í tíma og fullnægjandi gögnum sé skilað samhliða umsókn. Gera má ráð fyrir að vinnsla umsókna taki 3 – 4 mánuði.

Sótt er rafrænt um endurnýjun leyfis með útfyllingu umsóknarformsins „Fóstur – Ný umsókn/endurnýjun“ inn á umsóknarvefnum (sjá tengil að ofan).

Samhliða umsókn er þörf á að skila inn eftirfarandi gögnum:

  • Samþykki fyrir öflun sakavottorðs (tengill á samþykki)

  • Læknisvottorð frá heimilislækni sem staðfestir andlega og líkamlega heilsu fósturforeldris

  • Skattaskýrslur sl. tveggja ára (hægt að nálgast inn á þjónustuvef Skattsins)

Mjög mikilvægt er að tilgreint sé í umsókn nöfn og kennitölur þeirra fósturbarna sem eru í vistun auk upplýsinga um hvaða barnaverndarþjónustur vista börnin hjá umsækjanda en þær upplýsingar eru nauðsynlegar fyrir málsmeðferðina og eru nýttar til þess að kalla eftir upplýsingum frá viðeigandi barnaverndarþjónustum.


Nánar um breytingarnar:

Samkvæmt I. ákvæði til bráðabirgða skv. lögum um GEV nr. 88/2021 er handhöfum ótímabundinna leyfa heimilt að starfa á grundvelli slíkra leyfa í allt að þrjú ár frá gildistöku laganna en skulu þá sækja um rekstrarleyfi skv. II. kafla sem fjallar um rekstrarleyfi GEV.

Fósturleyfi fósturforeldra útgefnum af Barnaverndarstofu skv. þeim skilyrðum sem fjallað er um hér að ofan lúta þessu ákvæði og því hafa þau leyfi gildistíma til þriggja ára frá 1. janúar 2022 til og með 31. desember 2024.

Umsókn um leyfi til að taka barn í fóstur

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100