Bráðavistun (84. gr. barnaverndarlaga) felur í sér vistun barna utan heimilis til að tryggja öryggi þeirra, greina vanda eða til könnunar á aðstæðum þeirra t.d. vegna vanrækslu, vanhæfni foreldris eða framferði foreldris.
Fyrst og fremst er um að ræða börn sem ekki er talið að þurfi sérhæfða meðferð en geta ekki verið á heimili sínu um tíma.
Ef vistun er ætlað að vara til lengri tíma en 1 árs er hægt að sækja um leyfi til að taka börn í fóstur.
Umsóknarferli
Umsækjandi sækir um leyfi til GEV
GEV kannar hvort nauðsynlegar upplýsingar og rétt fylgigögn fylgi umsókn
Umsagnarbeiðni er send til barnaverndarþjónustu
Barnaverndarþjónusta skilar umsögn til GEV
GEV tekur ákvörðun í málinu og upplýsir umsækjanda og barnaverndarþjónustu um niðurstöðuna
Fylgigögn með umsókn ef einstaklingur
Heimild fyrir öflun sakavottorðs allra heimilsmeðlima eldri en 15 ára. Prenta þarf út eyðublaðið og fylla það út.
Læknisvottorð frá heimilislækni sem staðfestir líkamlegt og andlegt heilsufar umsækjanda
Lög og reglur sem eiga við um rekstrarleyfið:
-Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021
-Barnaverndarlög nr. 80/2002
-Reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 652/2004
Þjónustuaðili
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála