Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
Síað eftir:
231 leitarniðurstöður
Með tilkomu nýs örorku- og endurhæfingargreiðslukerfis sem tekur gildi 1. september verður hætt að nota örorkumat eins og gert er í dag og í staðinn tekið upp samþætt sérfræðimat. Félags- og húsnæðismálaráðherra lagði fram skýrslu á Alþingi 30. apríl síðastliðinn um undirbúining innleiðingar samþætts sérfræðimats. Skýrslan er til umfjöllunar í velferðarnefnd þingsins.
Árlegur endurreikningur vegna lífeyrisgreiðslna frá TR vegna ársins 2024 liggur nú fyrir á Mínum síðum TR. Birt er uppgjör fyrir um 69 þúsund einstaklinga í dag.
Til að upplýsa viðskiptavini sem eru með örorkulífeyri í dag og færast í nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi, verður boðið uppá opinn streymisfund föstudaginn 9. maí næstkomandi kl. 9.00 - 10.00.
Tryggingastofnun hefur birt á Mínum síðum TR launamiða ársins 2024 fyrir um 77 þúsund einstaklinga með upphæðum sem eru forskráðar á skattframtal ársins 2025. Við vekjum athygli á að ekki er þörf á að breyta forskráðum upphæðum á skattframtali.
Niðurstöður samanburðarrannsóknar á reynslu og aðstæðum kvenna 50 – 66 ára með örorkulífeyri sýna að þær eru líklegri en konur sem ekki eru með örorkulífeyrisgreiðslur til að hafa unnið við erfiðar aðstæður á vinnumarkaði, borið ábyrgð á uppeldi barna sinna, orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og hafa átt við fjárhagsörðugleika að stríða. Þetta má m.a. sjá í skýrslu Félagsvísindastofnunar sem var unnin að beiðni Tryggingastofnunar (TR) í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið og var kynnt á málþingi í dag.
Alls munu 28.715 einstaklingar fá eingreiðslu síðdegis í dag þegar Tryggingastofnun afgreiðir eingreiðslu til ellilífeyris, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.
Frá 1. janúar 2025 breytast stuðlar sem byggja á tryggingafræðilegum útreikningi vegna sveigjanlegrar töku ellilífeyris og heimilisuppbótar.
Tryggingastofnun, Velferðarvaktin, Vinnueftirlitið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið standa saman að rannsókn á örorkulífeyri kvenna og karla á aldrinum 50 til 66 ára.
Búið er að greiða desemberuppbót til þeirra sem fá greiddar maka- og umönnunargreiðslur. Þau sem fengu greiddar maka- og umönnunargreiðslur á árinu 2024 eiga rétt á uppbótinni.
Alþingi hefur samþykkt að greiða þeim sem hafa fengið greiddan ellilífeyri, örorkulífeyri, hlutaörorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri sem og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá TR, eingreiðslu í desember. TR mun greiða hana fyrir helgi.